Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 45

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 403 þörf fyrir starfskrafta þeirra í þjóðfélaginu. Þetta hefur þó breyst þannig að læknar í föst- um störfum hætta nú sjötugir og er jafnvel rætt um að færa aldursmörkin fram. Aldraðir lækn- ar eins og aðrir þjóðfélagsþegnar eru mun bet- ur á sig komnir, andlega sem líkamlega, en fyrir nokkrum áratugum síðan. í þjóðfélags- umræðunni hefur samt ekki verið tekið tillit til þessarar staðreyndar, og er nú svo komið, að litið er á fjölda ellilífeyrisþega sem eitt stærsta vandamál þróaðra ríkja. A sama tíma og eftirlaunaaldurinn hefur lækkað, hefur sá tími lengst sem það tekur að afla sér menntunar. Því hefur hin virka starfs- ævi stöðugt verið að styttast og felst í þeirri staðreynd, hluti af skýringunni á minnkandi arðsemi langmenntunar. Sé litið til lengri tíma er Ijóst að lausnin er ekki fólgin í enn meiri lækkun á eftirlaunaaldri, heldur þarf að athuga hvort ekki megi nýta reynslu og þekkingu þeirra sem eldri eru þannig að þeim gefist tæki- færi til að vinna fyrir sér og sínum meðan vilji og kraftar endast. í þessu felst að sjálfsögðu ekki að dregið sé úr áherslum varðandi líf- eyrisréttindi. Þau eiga að vera þannig að eng- inn neyðist, vegna lélegrar fjárhagsstöðu til að vinna lengur en áhugi og heilsa leyfir. Undirbúningur undir starfslok ætti að vera í því fólginn að draga smátt og smátt úr vinnu- álagi, en nýta starfsreynsluna og þekkinguna sem safnast hefur á starfsævinni. Það má gera með handleiðslu og kennslu, en einnig með því að endurmeta störf sín og skjalfesta fyrir kom- andi kynslóðir. Þannig gætu störf hinna yngri og eldri skarast mun meira en nú er. Starfshlut- fall á þessu tímabili gæti verið breytilegt eftir samkomulagi, en réttur og skyldur starfsmanns væru í samræmi við það. Launaþróun Séu launamál lækna skoðuð í sögulegu sam- hengi er augljóst að læknisstörf hafa aldrei verið metin hér á landi til jafns við það sem tíðkast í öðrum löndum. Miklar tekjur ein- stakra lækna hafa ávallt byggst á óeðlilega löngum vinnutíma og óeðlilega mikilli vinnu- byrði. Laun læknis fyrir eðlilegan vinnudag hafa að jafnaði ekki farið framúr meðallaunum í landinu og verið langt undir launum hálauna- manna. Sérstaklega á þetta við um laun ungra lækna. Laun fyrir stjórnun innan heilbrigðis- þjónustunnar hafa verið svo lág, að jafnvel læknar í æðstu stjórnunarstöðum hafa neyðst til að taka að sér aukaverkefni. Þannig höfum við íslendingar, þrátt fyrir fæð okkar og smæð, metið lítils störf sem tengjast heilbrigði og vel- ferð einstaklingsins. Fjárhagsleg ábyrgð hefur til að mynda ávallt verið tekin þar langt fram yfir. Sú staðreynd að ísland er láglaunaland hefur að sjálfsögðu haft áhrif á launastefnu stjórn- valda gagnvart læknum, sem og öðrum starfs- mönnum í heilbrigðisþjónustu. Tilraunir sem gerðar hafa verið til að bæta laun lækna, hafa kostað harða baráttu og árangurinn alltaf runnið út í sandinn. Sú aðferð að bera saman laun íslenskra lækna og lækna erlendis, hefur ekki borið árangur gagnvart ráðamönnum og það að fjöldi íslenskra lækna starfar erlendis vegna lélegra kjara og starfsaðstöðu hér heima, virðist ekki trufla stjórnvöld að ráði. Ein leið sem nú er reynd er að fá kjaranefnd til að ákvarða launin þar sem þeirri nefnd er ætlað að taka tillit til allra þátta er snúa að launamál- um. Hún þarf að tryggja að launin séu það góð að starfið sé eftirsóknarvert, hvetji stúdenta til læknanáms og laði að íslenska lækna erlendis frá. Vinna þarf að útreikningum um arðsemi náms lækna. Líta ber á kostnað við nám hér á landi og erlendis sem fjárfestingu með tiltekna ávöxtunarkröfu er þurfi að skila sér til hand- hafa hennar á starfstíma hans. Meta þarf stjórnun, kennslu og vísindastöð- ur til launahækkunar til að draga að hæfa lækna til slíkra starfa. Ástæða er til að skoða vandlega hvort verk- takastarfsemi í einhverju formi sé líkleg til að bæta kjör lækna almennt og á hvern hátt það megi verða. Þetta verður þó að skoðast með tilliti til smæðar þjóðfélagsins, sem útilokar að hægt sé að reka sumar þrengri sérgreinar lækn- isfræðinnar út frá arðsemissjónarmiði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.