Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 47

Læknablaðið - 15.06.1997, Síða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 405 taka að sér tiltekna og vel skilgreinda þjónustu á einu eða fleiri sjúkrahúsum. Skapa má stöð- ugleika í tekjum í formi tryggingar, sem greidd er verktökunum. Mæling verka í þessu kerfi þarf að vera í stöðugri endurskoðun með tilliti til breytinga á vinnuháttum og tækniframför- um og til að gæta jafnræðis meðal sérgrein- anna. Arðsemi sérgreinanna þarf að vera svip- uð að teknu tilliti til kostnaðar við menntun og lengdar starfsævi. Gera má ráð fyrir auknum afköstum í kerfi sem þessu, meiri sveigjanleika vinnuaflsins og meiri starfsfullnægju lækn- anna. Heilsugæsla: Heimilislœkningar: Styrkja þarf rekstur heimilislækna utan heilsugæslu- stöðva með því að bæta samninga, þannig að þessir læknar geti fellt störf sín að faglegum staðli Félags íslenskra heimilislækna. Stefna ber að því að heilsugæslulæknar taki að sér í verktöku rekstur stöðva sinna að öllu leyti eða að hluta. Greina þarf rekstur þeirra frá öðrum rekstri, sem þeir kunna að vísa sjúklingum sín- um til. Til greina kemur að taka upp greiðslur samkvæmt höfðatölu og að minnka vægi greiðslna fyrir einstök læknisverk. Greiðslur fyrir unnin verk geta runnið til fyrirtækis þess, sem læknir rekur að hluta til eða öllu leyti. Þessar ráðstafanir yrðu til þess að styrkja trúnað og samvinnu heimilislækna og verktaka innan hinna ýmsu sérgreina utan sjúkrahúsa. Sérgreinalœkningar: Þróa þarf áfram verk- takakerfi það, sem sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa byggir á. Meta þarf að nýju raun- verulegan kostnað við einkarekstur stofnana lækna og miða við staðla, sem sérgreinafélögin setja sér og heilbrigðisráðuneytið samþykkir. Gera þarf nauðsynlegar breytingar á lögum um almannatryggingar, þannig að öllum sér- greinalæknum, hvort sem þeir hafa samning við tryggingastofnun eður ei, sé heimilt að taka sjúklinga til meðferðar án íhlutunar trygginga- kerfisins, sýnist hvorum tveggja það hagfellt. Eftirmáli 17.04.97. Góðu kollegar. í kaflann um nýlið- un er bætt fyllri ábendingum til læknadeildar auk þess sem mér finnst ekki viðeigandi að hafa óskir um stöður klínískra kennara við læknadeild á þessum stað. Kaflinn um launa- þróun er fyrst og fremst um eina meginhugsun og ferðast með hana um launakerfi lækna. Hún er andsvar við þeirri skoðun minni, að læknar séu ekki einungis í kjaramálum á leið „frá ábúð til ánauðar“. Af persónulegum ástæðum get ég því miður ekki tekið þátt í umræðum. Ég óska þingheimi velfarnaðar og megi umræðurnar umfram allt verða ærlegar. Upplýsinga-, tækni- og gæðaþróun Læknafélag íslands og gæðaþróun Læknafélag íslands skal vinna að því mark- miði, í samvinnu við lækna, sérgreinafélög þeirra og heilbrigðisyfirvöld, að ekki seinna en í lok ársins 2000 hafi allir þeir aðilar sem heil- brigðisþjónustu veita komið á og þróað aðferð- ir til gæðaþróunar, sem verði reglubundinn þáttur í starfsemi þeirra. Frá vinnuhópi LÍ um upplýsinga-, tækni- og gæðaþróun. Hópinn skipuðu Björn Björnsson, Guðmundur I. Sverrisson, Haraldur Briem, Högni Óskarsson, Ólafur Steingrímsson hópstjóri og Sigurður Örn Hektorsson. Högni Óskarsson gekk frá erindinu. Greinargerð Gæði læknisþjónustu má skilgreina sem jafn- vægi, þar sem bætt heilsa er á annarri vogar- skálinni, en á hinni er kostnaður og hugsanleg áhætta eða skaði í kjölfar lækninga. Víða í heilbrigðiskerfinu er ötullega unnið að því að bæta og þróa þá þjónustu sem veitt er, innan stofnana sem utan. Undanfarna mánuði hefur hópur lækna, til- nefndir af ýmsum félögum lækna og opinber- um aðilum, unnið á vegum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis að gerð tillagna um stefnu og framkvæmd í gæðaþróunarmálum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.