Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 407 * Tryggja ber að heilbrigðisnetið tengist al- netinu þannig að tölvupóstur, skráarflutn- ingur og nýting vefþjónustu sé möguleg. * Æskilegt er að þróun hugbúnaðar sé unnin hérlendis, svo frekar sé tekið tillit til ís- lenskra aðstæðna. * Gera skal lágmarkskröfur um samskipta- staðla milli tölvukerfa. * Vinnuferli kerfanna fylgi algengustu stöðl- um svo auðveldara sé að læra að nota þau. Rafræna sjúkraskrá ber að taka í notkun sem fyrst, vegna mun meira notagildis en núverandi aðferðir hafa. Aðgangur verður greiðari og upplýsingamiðlun hraðari. Verndun einkalífs þarf að tryggja á mun öflugri hátt en áður og koma þarf í veg fyrir hnýsni. Mikilvægt er að þarfir notenda stjórni hugbúnaðargerð. Varðveisla og öryggi gagna eru mjög mikil- væg. Meginmarkmiðið er að áreiðanlegar upp- lýsingar séu aðgengilegar fyrir þá sem aðgangs- rétt hafa, en óaðgengilegar fyrir óviðkomandi. Gögn ber að varðveita þar sem þau verða til. En þar að auki er æskilegt að til sé „skýrslu- heimili", sem er staður sem sjúklingur getur valið að öll gögn um hann safnist, svo auðveld- ara sé að komast í þau, þegar þörf krefur. Nefnd ráðuneytisins lagði til að gögnum sé eytt þegar upphaflegum tilgangi þeirra er lok- ið. Um þetta er ágreiningur og margir telja það sóun á verðmætum sem hafa orðið til fyrir opinbert fé. í stað þess að eyða gögnum má ef til vill flytja þau í öruggari og óaðgengilegri geymslu, að loknu upphaflegu hlutverki. Mikilvægt er að skilgreint sé hver ber ábyrgð á hverjum þætti í varðveislu og öryggi gagna. Mikilvægustu atriðin eru eftirfarandi: * Innihald verður að vera áreiðanlegt, það er réttar upplýsingar séu til staðar og að treysta megi að ekki vanti mikilvægar upp- lýsingar. * Afritun gagna og varnir við þjófnaði, bruna og eyðingu verða að vera til staðar. * Aðgengileiki sé tryggður fyrir þá sem þurfa aðgang. * Aðgangshindranir séu öruggar gagnvart óviðkomandi. * Sending sjúkragagna þarf að vera örugg. Fjarlækningar fjalla um notkun upplýsinga- og fjarskiptatækni við greiningu, meðferð og umönnun sjúklinga úr fjarska. Þegar eru hafn- ar tilraunir með þessa tækni hérlendis. Líklegt er að með notkun hennar takist að auka að- gengi allra landsmanna að sérfræðiþjónustu. Auk þess gerir hún mögulega íslenska sér- fræðiráðgjöf erlendis og erlenda hér á landi. Einnig má beita henni í þágu almannavarna. Þessi tækni mun valda ýmsum breytingum og ber LI að kanna hvernig fjarlækningar breyta vinnuferli, verkaskiptingu og ábyrgð við með- ferð sjúklinga. Alnetið skapar möguleika á útgáfu fræðslu- og upplýsingaefnis fyrir almenning. Tillaga er til um svokallaðan Heilsuvef í þessu sambandi. Mikilvægt er að læknar taki mjög virkan þátt í þessu starfi. Einnig þarf að athuga hvernig nýta má þessa tækni til samskipta milli sjúk- linga og heilbrigðisstarfsmanna. Æskilegt er að kostnaðarlegar upplýsingar séu tengdar bæði við sjúkling og heilsuvanda. Þá verður loksins mögulegt að greina kostnað í heilbrigðiskerfinu á klínískum forsendum og nýta fjármagn betur sjúklingum til hagsbóta. Forsendur kostnaðarútreikninga ber að sam- ræma í heilbrigðiskerfinu. Öll þróun í læknisfræði hefur orðið vegna vísindarannsókna og það er mikill vilji sjúk- linga að sjúkdómar þeirra séu rannsakaðir. Þar fara saman hagsmunir samfélags, sjúklinga og faglegrar þróunar í læknisfræði. Áhættu er varðar einkalíf er nauðsynlegt að halda í lág- marki, en mikilvægt er að gagnsemi rannsókn- ar sé einnig höfð í huga, þegar mat er lagt á verkefni. Um þessi mál er ágreiningur, þar sem sumir vilja setja miklar takmarkanir á notkun upplýs- inga, ef nokkur minnsta áhætta er fyrir einkalíf manna, jafnvel þó að þeir hafi sjálfir samþykkt það. En aðrir vilja gera minna úr þessari áhættu og telja að vísindamönnum sé treyst- andi fyrir viðkvæmum upplýsingum. Það er mikilvægt að LI móti sér stefnu í þessum mál- um, þar sem allar hliðar eru vandlega vegnar og metnar áður en ákvörðun er tekin. Nefnd heilbrigðisráðuneytisins leggur til að skipuð verði framkvæmdastjórn sem hafi yfir- umsjón með allri þróun í upplýsingamálum heilbrigðiskerfisins. Undirbúningshópur LÍ varar við því að þetta muni skapa miðstýringu sem geti hamlað þróun á þessu sviði. Það er mikil hætta á að takmörkuð fjárráð svona hóps valdi því að ekki náist að sinna mikilvægum verkefnum. Þó er rétt að styðja hugmynd um að til sé sérstakur fjárlagaliður fyrir þróunarstyrki í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.