Læknablaðið - 15.06.1997, Page 85
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
437
nefndist Staða læknisins í
breyttum heimi. Er Hippókra-
tes veikur? Þar var fjallað um
heilsu og vinnuumhverfi læknis-
ins. Nokkrar umræður spruttu í
framhaldi þessa um stöðu ís-
lenskra lækna, skort á félags-
legu stuðningsneti til að takast á
við vandamál hvort heldur í
einkalífi eða starfi, útbruna í
starfi, skort á því að brugðist sé
skjótt við á vinnustaðnum fari
eitthvað úrskeiðis og með-
höndlun lækna á læknum sem
sveiflast oft á milli öfga algjörr-
ar tortryggni og silkihanska-
meðferðar.
Skipulag
læknasamtakanna
Skipulag læknasamtakanna
hefur verið til umræðu um
nokkurra ára skeið. Frá árslok-
um 1995 hefur Jón Snædal veitt
formennsku nefnd sem haft hef-
ur þau mál til umfjöllunar, en
áður var starfandi nefnd undir
forystu Magnúsar R. Jónasson-
ar.
Jón skýrði frá starfi nefndar-
innar og þeim hugmyndum sem
þar hafa komið fram. Engin
endanleg tillaga liggur enn fyrir
en almenn samstaða er þó um
það að læknar skuli starfa sam-
an í einum heildarsamtökum og
eins að styrkja beri áhrif þeirra
félaga sem endurspegla ólíka
hagsmunahópa innan LI. Jón
kynnti ennfremur tillögur að
skipulagsbreytingum sem munu
verða til áframhaldandi um-
ræðu innan samtakanna.
í umræðu komu fram ýmsar
hugmyndir um það hvernig
deila bæri árgjöldum félags-
manna sem nú eru greidd til LÍ
sem aftur greiðir ákveðinn
hundraðshluta til svæðafélaga
og ákveðna upphæð til FUL.
Einnig kom fram óánægja með
aðstöðuleysi sérgreinafélaga í
húsnæði LÍ.
Stefnunmótun
læknasamtakanna
Fulltrúum á formannaráð-
stefnu var kynnt sú vinna sem
staðið hefur yfir í allan vetur
varðandi stefnumótun lækna-
samtakanna í heilbrigðismálum
og skýrt var frá í síðasta hefti
Læknablaðsins. Pálmi V. Jóns-
son kynnti þá vinnu sem unnin
hefur verið og hvert áframhald-
ið verður. Málþing um þessa
stefnumótun var haldið 18. og
19. apríl síðastliðinn og eru er-
indi er þar voru flutt birt í fræði-
lega hluta þessa heftis Lækna-
blaðsins. Stefnumótun er varð-
ar forgangsröðun í heilbrigðis-
kerfinu birtist þó ekki í þessu
hefti. Hún verður birt í Fylgiriti
Læknablaðsins sem væntanlega
kemur út nú í júní. Guðmundur
Björnsson kynnti starf vinnu-
hópsins sem vann að þeim hluta
og komu nokkrar gagnlegar at-
hugasemdir fram.
Fræðslustofnun lækna
Kynnt var tillaga að reglu-
gerð fyrir Fræðslustofnun
lækna. Par kemur fram að til-
gangur stofnunarinnar skuli
vera sá að styrkja lækna til við-
haldsmenntunar og fræðslu-
starfa, hvort heldur um er að
ræða ferðir á læknafundi,
násmdvalir innanlands sem ut-
an eða vinnu að ákveðnum
verkefnum. Fræðslustofnun
skal ennfremur styrkja hvers
konar innlenda fræðslustarf-
semi, svo sem námskeið og vís-
indaráðstefnur. Að öllu
óbreyttu mun reglugerð fyrir
Fræðslustofnun lækna koma til
endanlegrar samþykktar á
næsta aðalfundi LÍ sem haldinn
verður 26.-27. september.
Kjaramál
Að lokum var skýrt stuttlega
frá stöðu samningaviðræðna og
kjarasamninga einstakra hópa
lækna. Sjálfstætt starfandi
heimilislæknar hafa gengið frá
samningi; heilsugæslulæknar
bíða úrskurðar Kjaranefndar
sem vart er að vænta fyrr en
með hausti; sjúkrahúslæknar
bíða tilboðs viðsemjenda og
hefur ekkert gengið þar né rek-
ið; engar fréttir eru af samning-
um sérfræðinga við TR. Þar
virðast flest mál í biðstöðu.
-bþ-
Eitt Læknablað í júlí og ágúst
Útgáfa Læknablaðsins í júlí og ágúst, 7. og 8.
tbl., verður sameinuð og kemur út 1. júlí, en
síðan mun ekki koma blað fyrr en 1. september.
Skilafrestur í júlítölublað er 20. júní og í sept-
emberhefti 20. ágúst.