Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 85

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 85
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 437 nefndist Staða læknisins í breyttum heimi. Er Hippókra- tes veikur? Þar var fjallað um heilsu og vinnuumhverfi læknis- ins. Nokkrar umræður spruttu í framhaldi þessa um stöðu ís- lenskra lækna, skort á félags- legu stuðningsneti til að takast á við vandamál hvort heldur í einkalífi eða starfi, útbruna í starfi, skort á því að brugðist sé skjótt við á vinnustaðnum fari eitthvað úrskeiðis og með- höndlun lækna á læknum sem sveiflast oft á milli öfga algjörr- ar tortryggni og silkihanska- meðferðar. Skipulag læknasamtakanna Skipulag læknasamtakanna hefur verið til umræðu um nokkurra ára skeið. Frá árslok- um 1995 hefur Jón Snædal veitt formennsku nefnd sem haft hef- ur þau mál til umfjöllunar, en áður var starfandi nefnd undir forystu Magnúsar R. Jónasson- ar. Jón skýrði frá starfi nefndar- innar og þeim hugmyndum sem þar hafa komið fram. Engin endanleg tillaga liggur enn fyrir en almenn samstaða er þó um það að læknar skuli starfa sam- an í einum heildarsamtökum og eins að styrkja beri áhrif þeirra félaga sem endurspegla ólíka hagsmunahópa innan LI. Jón kynnti ennfremur tillögur að skipulagsbreytingum sem munu verða til áframhaldandi um- ræðu innan samtakanna. í umræðu komu fram ýmsar hugmyndir um það hvernig deila bæri árgjöldum félags- manna sem nú eru greidd til LÍ sem aftur greiðir ákveðinn hundraðshluta til svæðafélaga og ákveðna upphæð til FUL. Einnig kom fram óánægja með aðstöðuleysi sérgreinafélaga í húsnæði LÍ. Stefnunmótun læknasamtakanna Fulltrúum á formannaráð- stefnu var kynnt sú vinna sem staðið hefur yfir í allan vetur varðandi stefnumótun lækna- samtakanna í heilbrigðismálum og skýrt var frá í síðasta hefti Læknablaðsins. Pálmi V. Jóns- son kynnti þá vinnu sem unnin hefur verið og hvert áframhald- ið verður. Málþing um þessa stefnumótun var haldið 18. og 19. apríl síðastliðinn og eru er- indi er þar voru flutt birt í fræði- lega hluta þessa heftis Lækna- blaðsins. Stefnumótun er varð- ar forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu birtist þó ekki í þessu hefti. Hún verður birt í Fylgiriti Læknablaðsins sem væntanlega kemur út nú í júní. Guðmundur Björnsson kynnti starf vinnu- hópsins sem vann að þeim hluta og komu nokkrar gagnlegar at- hugasemdir fram. Fræðslustofnun lækna Kynnt var tillaga að reglu- gerð fyrir Fræðslustofnun lækna. Par kemur fram að til- gangur stofnunarinnar skuli vera sá að styrkja lækna til við- haldsmenntunar og fræðslu- starfa, hvort heldur um er að ræða ferðir á læknafundi, násmdvalir innanlands sem ut- an eða vinnu að ákveðnum verkefnum. Fræðslustofnun skal ennfremur styrkja hvers konar innlenda fræðslustarf- semi, svo sem námskeið og vís- indaráðstefnur. Að öllu óbreyttu mun reglugerð fyrir Fræðslustofnun lækna koma til endanlegrar samþykktar á næsta aðalfundi LÍ sem haldinn verður 26.-27. september. Kjaramál Að lokum var skýrt stuttlega frá stöðu samningaviðræðna og kjarasamninga einstakra hópa lækna. Sjálfstætt starfandi heimilislæknar hafa gengið frá samningi; heilsugæslulæknar bíða úrskurðar Kjaranefndar sem vart er að vænta fyrr en með hausti; sjúkrahúslæknar bíða tilboðs viðsemjenda og hefur ekkert gengið þar né rek- ið; engar fréttir eru af samning- um sérfræðinga við TR. Þar virðast flest mál í biðstöðu. -bþ- Eitt Læknablað í júlí og ágúst Útgáfa Læknablaðsins í júlí og ágúst, 7. og 8. tbl., verður sameinuð og kemur út 1. júlí, en síðan mun ekki koma blað fyrr en 1. september. Skilafrestur í júlítölublað er 20. júní og í sept- emberhefti 20. ágúst.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.