Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 96

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 96
448 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Að rödd tóbaksvarna heyrist innan stjórnar ÁTVR - er það eðlilegt? Svar við aðsendri grein Péturs Heimissonar Inngangur í reynd gæti svar mitt við spurningu Péturs „læknir í stjórn ÁTVR, er það eðlilegt?" verið stutt eða einsatkvæðisorð- ið „já“, þar sem mér þykir meira en sjálfsagt að sjónarmið heil- brigðisstétta og tóbaksvarna hljómi innan stjórnar fyrirtækis- ins (ÁTVR) og við stefnumörk- un þess. Af virðingu við lesend- ur Læknablaðsins verður svar mitt þó nokkru lengra, þar sem ég vil nota tækifærið og skýra skoðanir mína á stöðu tóbaks- verslunarinnar hérlendis með nokkrum orðum og jafnframt hvernig ég tel að breytingar á hlutverki ríkisvaldsins gætu stuðlað að minni tóbaksneyslu og þar með bættu heilsufari og aukinni lífslengd þegnanna. I grein Péturs vitnar hann endurtekið til Morgunblaðs- greinar minnar frá 28. nóvem- ber síðastliðnum. I svari mínu hér verður ekki hjá því komist að um nokkrar endurtekningar á því sem ég sagði þar verði að ræða þar sem skoðanir mínar á hlutverki ríkisins hafa lítið breyst frá því að sú grein var rituð. Meginhluti tilvitnana Pét- urs er í reynd rökstuðningur við þá skoðun rnína að ÁTVR (rík- isvaldið) ætti .að hætta innflutn- ingi og heildsöludreifingu tó- baks, en vinna þess í stað að forvörnum, bæði með beinum stuðningi við þær, svo og með því að hafa áhrif á lagasmíð og reglugerðarútgáfu sem stefndi að því marki að tóbaksneysla minnkaði hérlendis. Einhverra hluta vegna kýs Pétur að ræða lítið þá niðurstöðu mína í grein sinni. Vikið verður að þessum þáttum síðar, en þeim sem vilja kynna sér grein mína og tilvitn- anir í réttu samhengi er bent á Morgunblaðið frá 28. nóvem- ber 1996. Skipulag tóbaksverslunar á Islandi Hér á landi ríkir það fyrir- komulag að smásala tóbaks er frjáls öllum þeim sem hafa verslunarleyfi og vilja selja þessa vöru. Innkaup, innflutn- ingur, heildsala og dreifing til smásöluverslana er hins vegar bundin einkaleyfi í höndum ís- lenska ríkisins sem Áfengis- og tóbaksverslun ríksins (ÁTVR) annast. Fyrsta stjórn ÁTVR var skipuð í febrúarmánuði árið 1996, samkvæmt reglugerð sem gefin var út 1. desember 1995. Stjórnin er skipuð þremur aðal- mönnum og jafn mörgum vara- mönnum. Áður hafði forstjóri fyrirtækisins heyrt beint undir fjármálaráðherra og starfað i umboði hans. Hlutverk stjórnar ÁTVR er meðal annars að marka fyrir- tækinu stefnu og setja vöruvals- reglur, þeirra á meðal inn- kaupareglur tóbaks. Pær reglur þurfa að vera hlutlægar, gagn- sæjar jafnæðisreglur sem full- nægja kröfum stjórnsýsluréttar og koma þannig í veg fyrir geð- þóttaákvarðanir við val söluteg- unda (umboðsaðila). Hvað varðar innkaupareglur tóbaks, sem settar voru af stjórn fyrir- tækisins og Pétur gerir athuga- semdir við, er rétt að upplýsa að þær taka mið af þeim reglum sem gilda um vöruval áfengis- tegunda til útsölu. Eldra fyrir- komulag tókbakssölu hérlend- is, þar sem engar nýjar tegundir komust á markað, réðst í raun af tóbaksvarnarsjónarmiðum. Pegar ljóst var að ekki yrði leng- ur komið í veg fyrir að nýjar tegundir kæmu hér á markað, vegna viðskiptareglna sem ís- lendingar hafa gerst aðilar að, þá nýtti meirihluti stjórnar ÁTVR sér möguleika sem fyrir hendi voru til þess að koma fram tóbaksvarnarsjónarmið- um við gerð nýrra innkaupa- reglna. Petta kom fram í því að í stað þess að hleypa öllum nýjum tegundum, sem sótt var um sölu á, inn á markaðinn var ákveðið að í reynslusölu kæmist einungis afmarkaður fjöldi nýrra teg- unda. Segir það sína sögu að sótt var um sölu 270 tegunda en aðeins 11 komust í umrædda reynslusölu. Ábyrgð ríkisins Um það er ekki deilt að tó- baksnotkun er vanabindandi og að tóbaksreykingar eru eitt helsta heilbrigðisvandamál nú- tímaþjóðfélaga. Með vaxandi þekkingu okkar á því heilsu- tjóni, sem vindlingareykingum fylgir, tel ég vart ásættanlegt lengur að fyrirtæki í eigu ríkisins skuli annast allan innflutning og dreifingu tóbaks til verslana hérlendis. Pessi skoðun mín hefur styrkst þann tíma sem ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.