Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 20
liðþófanna, sem undir því liggur og tengir saman liðbolina að framan. Höfuð fullorðins manns vegur ca. 4 kg og situr á 14-16 cm langri hálssúlu, sem líkja má við sveigjanlega vogarstöng (5). Þegar hraðinn í lok fyrstu sekúndunnar eftir áreksturinn er orðinn sem svarar til 16 m á sekúndu, sem verður við aftan- ákeyrslu með 50-60 km hraða á klst. er augljóst, að hin veikbyggðu stuðnings- líffaari hálsliðanna geta auðveldlega skaddazt. Þá getur heilastofn, efsti hluti mænu og taugarætur hálsliða, orðið fvrir hnjaski. Sem dæmi um styrkleikaárekstursins má geta þess, að í þeim tilvikum, sem hér veröur fjallað um, brotnuðu eða losnuðu upp sæti í 27 bílum af 100. Nú geta áverkar við aftanákeyrslur verið með ýmsu móti, allt frá minni háttar tognun með skammvinnum einkennum, til þess að vera hálsbrot með tilfærslu, mænu- sköddun með brottfallseinkennum, heilablæðingar, hluti af fjöláverkum eða banaslys (6). Rannsóknir þær, sem hér verður lýst, fjalla einungis um þá grein aftan- ákeyrsluslysa,^sem nefndverður hér eftir hálshnykkur og verður skilgreindur á eftirfarandi hátt. Hálshnykkur er meiðsli, sem fram kemur við aftanákeyrsluslys. Stafar það af accelerations-hyperextensions átaki á hálsinn og veldur sköddun á mjúkvefjum (soft-tissue), fyrst og fremst vöðvum og liðböndum, án sýnilegra ytri áverka, án brota á hálsliðum, sem valdið gætu skriði (instabiliteti), án mænuskaða og án meiri háttar heilaáverka. Áverki þessi er nefndur whiplash-injury á ensku, schleudertrauma á þýzku og pisksnart skador á seensku. Á íslenzku höfum við kallað meiðsli þetta hálshnykk. Hálshnykk er lýst sem algengu meiðsli við flugtak á orrustuflugvélum á flugvéla- móðurskipum í heimsstyrjöldinni síðari á árunum kringum 1940 og kom fram á flug- manninum, þegar flugvélinni var skotið á loft með miklum hraða, af einskonar slöngvivél. Fljótlega var komið í veg fyrir þennan áverka með því að hækka sæti flugmannsins upp fyrir höfuðið (11). Árið 1928 lýsir orthopedinn Crowe (3) svipuðu hálsmeiðsli og nefnir það manna fyrstur whiplash-injury , í grein, sem hann kallar "A new diagnostic sign in neck injuries". Þrátt fyrir þetta verður þessi áverki ekki þekktur í læknatímaritum fyrr en með ritgerð eftir höfundana Gay og Abbott í JAMA árið 1953 (9), sem þeir nefndu "Common whiplash injuries of the neck". Síðan hafa birzt fjölnHrgar greinar um þetta efni og má segja, að sameiginlegt inntak þeirra flestra sé, hve torvelt er að skýra hinar langvarandi kvartanir sjúklinga þeirra, sem í slysi þessu lenda, út frá hinum tiltölulega óverulegu einkennum, sem fram koma við venjulega skoðun og röntgenrannsókn. Sjúklegar breytingar Af eðli áverkans má ráða, hvers konar sjúklegra breytinga he.lzt er að vænta. Þegar hálsinn sveigist í ofréttingu, eykst bilið milli frambrúna hálsliðanna og aukið átak verður á langa fremra hryggbandið (lig.longitudinale anterior) og á fram- brúnir liðþófanna. Að aftan þrýstast hryggtindar og liðhyrnur (processus articulares) saman og á þessu svæði verður hreyfiásinn, en hver milliliðaeining (intervertebral seria) verður sjálfstæður veltiás. Af þessu leiðir átak á smáliðatengsl og hryggtindabönd, sem nemur mun meira en styrkleiki þeirra þolir. Upplýsingar frá krufningum eru fáar og vafasamt hvort taka má mið af þeim, þar eð hálshnykkur er samkvcsnt skilgreiningu ekki dauðaorsök í sjálfu sér heldur einungis hluti af fjöláverka, sem leitt hefur til dauða. Reynt hefur verið að framkalla þetta meiðsli á tilraunadýrum, einkum öpum, þannig að átakið á hálsinn verði með sama móti og við umferðarslys og leiði til sams konar áverka. Tilraunir þessar hafa leitt eftirfarandi í ljós: Langa, fremra hryggbandið hefur 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.