Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 68
Englandi og Frákklandi, að gallblöðrusjúkdómar séu sex sinnum algengari í Norður-
Ameríku en Vestur-Evrópu, og í öllum bæjunum hafði tala gallaðgerða tvöfaldast
á sjöunda áratugnum, þ.e. 1961-71, í þeim kanadíska frá 0,2% til 0,45% af íbúa-
tölunni, þeim enska frá 0,03 til 0,07 og franska frá 0,04 til 0,08%.
Svíarnir van der Linden og Rentzhog (7) fundu við könnun á sjúkraskrám spítala
í Östersund í Jamtalandi, að árið 1957 voru því nær jafnmargir gallsteinasjúklingar
þar til meðferðar eins og á heilum 5 árum nokkru fyrr, eða 1945-49, án þess að
teljandi breytingar hefðu orðið á fólksfjölda héraðsins. Edlund og Olsson (2)
gerðu athugun á fjölda gallsteinaaðgerða í Gautaborg á 15 árum, eða 1940-54. í
upphafi þessa tímabils voru íbúar borgarinnar um 280 þús., en 375 þús. í lok þess,
og alls voru 8368 sjúklingar skornir upp vegna gallsteina eða tæplega 560 á ári
að meðaltali. Eftir því sem á leið tímabilið jókst aðgerðafjöldinn miklum mun
meira en íbúatalan, og síðustu fimm árin voru framkvEandar rúmlega 1000 aðgerðir
til jafnaðar á ári. Þótt tíðni gallsteina í Gautaborg hefði staðið í stað allan
síðasta aldarfjórðung, sem verður að teljast ólíklegt, vasru gallsteinaaðgerðir
þar hlutfallslega um þrefalt fleiri en hér á landi. Heaton (3) telur Svíþjóð
mesta gallsteinaland í heiminum og segir engan þjóðflokk komast til jafns við
Svía að þessu leyti, nema Indíána í Bandaríkjunum. Munu þeir þó yfirleitt ekki
lifa í vellystingum, svo að mataræði er varla einratt um tíðni gallsteina.
II.
Frá því skurðlækningadeild Borgarspítalans tók til starfa seint í september 1968
til ársloka 1977 var framkvæmd þar 601 aðgerð vegna gallsteina, og skiptast þær á
árin eins og sýnt er í töflu 2. Að meðaltali var skorinn upp hálfur sjöundi tugur
gallsteinasjúklinga á^ári, og voru konur eins og vænta mátti, í miklum meirihluta
eða því nær þrjár á móti hverjum karli.
Ef litið er á sjúklingahópinn síðustu sjö árin, þ.e. 1971-77, að báðum meðtöldum,
og aldurs- og kyndreifing athuguð (sjá mynd 1), kemur í ljós, að sextugs- og
sjötugsaldurinn eru þyngstir á metum, en fiirmtugsaldurinn í þriðja sæti, þá
áttræðisaldurinn, fertugsaldurinn o.s.frv. Svo sem við mátti búast voru yngstu
sjúklingamir konur; engin þó yngri en 16 ára.
Um aðgerðimar er það að segja, að í langflestum þeirra var gallblaðran numin burtu,
en í örfáum var hún opnuð og steinarnir tíndir úr. Tafla 3 sýnir hve oft ductus
choledochus var opnaður og hve oft fundust í honum steinar, en til sananburðar
má sjá þar tölur frá nokkrum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og Kanada (6). Gall-
gangurinn var opnaður, ef steinar fundust í honum við þreifingu, ef biligrafia
hafði gefið grun um stein eða cholangiografia, sem framkvæmd var í flestum þessara
aðgerða. Væri gangurinn óeðlilega víður, þótti einatt ástæða til að opna hann
og leita að rennslishindrun, ennfremur ef sjúklingurinn var, eða hafði verið gulur.
Ef ductus cysticus er í víðara lagi og smáir steinar í gallblöðru þykir líka koma
til álita að gera leit að steinum í choledochus. Brisbólga eða saga um hana kemur
einnig til greina sem ástæða til choledochotomiu, og loks ef aðeins einn flötóttur
(facetteraður) steinn er í gallblöðrunni.
Af þeim 472 sjúklingum, sem skomir voru upp vegna gallsteina á árunum 1971-77,
dóu^tveir eftir aðgerð og telst því mortalitet 0,4%. Annar þessara sjúklinga,
68 ára gamall karlmður, fékk kransæðastíflu og dó fimm dögum eftir aðgerð; hinn
sem var 74 ára karl hafði lengi þjáðst af öndunarbilun og fékk svæsna lungnabólgu
eftir aðgerðina og dó á 15. degi. Auk þessara tveggja sjúklinga dóu þrír úr
hopnum 2-12^vikum eftir aðgerð. Þeir reyndust, auk gallsteinanna, allir hafa
krabbamein í kviðarholslíffærum, og varð sá sjúkdómur með einum eða öðrum hætti
banamein þeirra.
66