Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Qupperneq 76
fræSilegt gildi rannsóknarinnar heldur lítið.
Palmertz (7) fann 47 brot úr 1000 bráðarannsóknum á höfuðkúpu. Væri efniviðnum
skipt niður í fjóra hópa eftir einkennum var niðurstaða þessi:
1. Heilahristingur og sár á höfuðleðri 96 sj., brotnir 22=23%.
2. Heilahristingur án sárs á höfuðleðri 207 sj., brotnir 10=4.8%.
3. Ekki heilahristingur, en sár á höfuðleðri 191 sj., brotnir 7-3.7%.
4. Ekki heilahristingur, og ekki sár á höfði 506 sj., brotnir. 8 = 1.6%.
í 4. hópi voru allir hinir 8 brotnu undir 12 ára aldri. Niðurstöður Palmertz eru
þær, að bráða höfuðkúpumnnsókn eftir áverka sé óþörf hjá fullorðnu fólki, nema
það hafi veruleg einkenni um heilahristing og/eða verulega ytri áverka.
Efniviður
Endurskoðun var gerð á höfuðkúpurannsóknum á röntgendeild Borgarspítalans sendum
frá slysadeild á árinu 1975. Allar þessar rannsóknir voru gerðar vegna tiltölu-
lega nýlegs áverka. Alls voru rannsóknirnar 1241, og greindist brot hjá 78 ein-
staklingum, en óbrotnir voru 1163. Sjúkraskrár slysadeildar hinna 78 brotnu voru
athugaðar með tilliti til kliniskra einkenna við komu, svo og orsök áverkans.
Úr hópi hinna óbrotnu var tekið úrtak (notaðar voru töflur: random sampling numbí
Principles of Medical Statistics, The Lancet Limited 1971) alls 122 einstaklingar.
og sjúkraskrár þeirra kannaðar með tilliti til scmu atriða og áður getur.
Niðurstöður
Aldurs- og kyndreifing hópsins alls er sýnd í töflu 1, en á mynd 1 má sjá aldurs-
dreifingu hópsins miðað við aldursdreifingu þjóðarinnar í heild, 1. des. 1974.
Aldurs- og kyndreifing hinna brotnu sést af töflu 2. (Hundraðstölur gefa til
kynna % brotinna í hverjum aldursflokki). Á mynd 1 sést einnig aldursdreifing
hinna brotnu, borið saman við aldursdreifingu þjóðarinnar í heild.
Orsök áverka er sýnd í aðaldráttum í töflu 3. Tafla 4 sýnir tíðni nokkurra
kliniskra einkenna við komu. í töflu 5 má sjá samanburð á brottíðni í mismunandi
rannsóknum.
Umræða
Séu niðurstöður núverandi athugunar skoðaðar út af fyrir sig og í ljósi þeirra
rannsókna sem raktar hafa verið hér að framan, sést eftirfarandi: Aldursdreifing
hinna rannsökuðu er mjög lík og aldursdreifing hjá Lawaetz og þá trúlega svipuð
því sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Há rannsóknatíðni í yngstu aldurshópum
er eftirtektarverð. Kyndreifingar er ekki getið í öðrum rannsóknum, en nokkru
hærri rannsóknatíðni er hjá körlum. Körlum tettir trúlega fremur til höfuðáverka
en konum (vinnuslys o.fl.). Athyglisvert er mun hærra brothlutfall hjá körlum
en konum. Svipað brothlutfall milli kynja kemur fram í röntgenrannsóknum á öðrum
líkamshlutum. Af töflu 3 má ráða, að um 11% eru röntgenskoðaðir eftir umferðaslys
án þess að getið sé um sýnilegan áverka. í mörgum tilfellum mun hér vera um að
ræða einstaklinga, sem fengu áverka á háls (hálshnykk). Af töflu 2 og mynd 1 má
ráða hið geysiháa brotahlutfall úr yngsta aldurshópnum, ekki sízt hjá strákum.
Þessi háa tíðni sýnir hvað þessum aldurshópi hættir mikið til áverka. Einnig
þarf minni áverka til þess að brot verði. Er það í samraani við niðurstöður
Palmertz (7). Þá er athyglisvert hve há brottíðni er hjá körlum eftir 50 ára
aldur og hve lág hún er hjá konum 20-50 ára. Þess ber að gæta, að í þessum aldur£
hopum eru tiltölulega fáir rannsakaðir. Af töflu 4 má sjá, að verulegur ytri
averki er hja nær öllum þeim er voru brotnir. Borið saman við aðrar rannsóknir
sest, að brottiðni miðað við fjölda rannsakaðra er hér mjög lík því sem annars-
staðar gerist, sbr. tafla 5.
74