Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 92
yfirleitt mjög auövelt aö lagfæra og sjaldan er þörf á aö tengja brotendana saman
með vírum. Ef aðeins kinnbeinsboginn er brotinn, nægir aö lyfta honum í réttar
skorður með svokallaöri Gillies aðferÖ. Ef hins vegar kinnbeiniö er brotið á mörg
stöðum, eins og oft á sér stað, verður að fríleggja brotstaðina, einn eða fleiri,
og tengja brotendana saman með stálþraði. Ef augnbotninn er skaddaður, eins og t.
við svo kölluð "blow out" brot, er besta aðferðin að opna inn í kjálkaholuna og
koma augnbotninum í skorður neðanfrá og síðan festa augnbotninn með því að setja
tróð í kinnholuna. Ef um mikið beintap á augnbotni er að ræða, er nauðsynlegt að
byggja hann upp með beini, brjóski eða gerviefni. Bestan árangur hefur bein- eða
brjóskgratósla gefið, t.d. bein frá mjaðmakambi eða brjóskbiti úr nefi (1,2,7).
Miðandlitsbrot: Það, sem einkennir miðandlitsbrot er, að mörg andlitsbein svo serr
efrikjalkabein, kinnbein og nefbein, eru brotin samtímis, oft beggja megin.
Sjúklingarnir eru oft meðvitundarlausir eða meðvitundarlitlir við komu á sjúkrahús
vegna höfuðslyss. Miðandlitsbrot verða oftast vegna meiri háttar slvsa, svo sem
umferðar- eða atvinnuslysa, en eru sjaldg^efari í sambandi við líkamsársásir, þar
sem einföld brot á neðri kjálka, nefi eða kinnbeinum eru algengari.
Brotum þessum er venjulega skipt í 3 aðalflokka samkvaant hinni hefðbundnu skil-
greiningu franska skurðlæknisins Le Fort (1,7):
Le Fort I, en þá gengur brotlínan þvert í gegnum miðsnesi, framvegg kjálkaholu,
beggja megin svo og neðrihluta vænghyrnu (processous pterygoideus). Þannig losnai
svotilallur efri kjálkinn frá öðrum hlutum andlitsins. Ef ekki verður nein inn-
kýling á brotinu, hangir kjálkinn laus og er aðeins festur við mjúku vefina í
kring. Skekkjan verður aftur á við og upp á við og bitið skakkt (1,5,7).
Le Fort II, en þá kemur áverkinn aðeins ofar en í fyrra tilfellinu og brotlínan
gengur fra miðhluta vænghymu á ská upp framvegg efri kjálkans og gegnum neðri brú
augntóftar, gegnum bæði nefbeinin og tárabeinin (mediala orbitavegginn) og sömu
leið niður hinum megin. Allur efri kjálkinn ásamt nefinu, losnar frá öðrum hlutuir
andlitsins. Skekkjan verður aftur á við og upp á við milli ytri andlitsbeinanna,
þ.e. kinnbeinanna og bitið verður að sjálfsögðu skakkt (1,5,7).
Le Fort III. Þá hefur áverkinn komið enn ofar á andlitið, þannig að brotlínan geng
einnig í gegnum bæði kinnbeinin, er þá fylgja miðandlitinu. Miðandlitið verður
þannig allt laust frá höfuðkúpunni (cranium).
Einkenni allra þessara miðandlitsbrota eru yfirleitt svipuð: Mikil bólga og bjúgu
í andlitinu, glóðaraugu, nefstíflur, blóðnasir, tvísýni og dofi í andliti svo og
skakkt bit. Auk þessa hafa þessir sjúklingar oft öndunar- og kvngingarörðugleika,
og oft getur verið þörf á að gera barkaskurð til að skapa fría loftvegi (7).
Greining þessara brota fer fram með nákvæmri röntgenskoðun, betói yfirlits- og
sneiðmyndum, auk venjulegrar kliniskrar skoðunar.
Meðferðin er fyrst og fremst fólgin í því að koma aftur á eðlilegum tengslum milli
miðandlitsins annars vegar og neðri kjálka og höfuðkúpu hins vegar. Eitt fyrsta
skrefið í þá átt, er að koira biti sjúklings (occlusion) í það horf, sem honum er
eiginlegt (5,7). Þar sem tennur eru í beinu framhaldi af efri og neðri kjálka og
samband kjálka og tanna er svo nátengt, auk þess sem afstaða kjálkanna innbyrðis
er ákveðin og stöðug, má gera ráð fyrir, að andlitsbrotin komist nokkurn veginn í
skorður um leið og tennur eru færðar í rétt bit. Það fer síðan eftir atvikum hvet
mikið þarf að gera til viðbótar. Tenging efri og neðri kjálka ein sér getur nægt
við Le Fort I brot (7). Stundum þarf einnig að festa efri kjálkann ofar, t.d. með
þvi að skera inn á beinið neðan við augntóftina báðum megin, bora göt í gegnum
beinið beggja vegna, þræða fína stálþræði í gegnum götin og draga þá "subcutant"
ínn í munn, þar sem þeir eru síðan tengdir við sérstakan málmboga, sem bundinn hef
verið á tennur efri kjálkans (5,7).
Aðrar aðferðir til upphengingar (suspension) eru handhægar, svo sem "circumzygomat
virun, sem hefur þann kost, að ekki er þörf á húðskurði. Þá er einn vír þræddur
hvoru megin kringum kinnbogann og inn í munn og festur þar við málmbogann.
Meðferð a Le Fort II brotum er ekki verulega frábrugðin þeirri, sem notuð er við
90