Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Blaðsíða 115
2.1.
Búseta
Svo sem kunnugt er, veitir göngudeild slysadeildar bráða þjónustu fyrir Reykjavík,
svo og að mestu leyti fyrir allt svæðið frá Hvalfja:rðarbotni og austur fyrir
Krísuvík, en einnig að nokkru leyti fyrir Suðurland. Á þessu svæði bjuggu á árinu
1976 60-70% þjóðarinnar.
Tafla 1 sýnir að tæplega 3/4 þeirra sem tilraun gerðu bjuggu í Reykjavík og er það
aðeins hærra en hlutfallstala Reykvíkinga af 1. komu á göngudeild slvsadeildar (1).
2.2. Fjöldi eftir mánuðum
Svo sem mynd 2 sýnir eru verulegar sveiflur eftir mánuðum, en ekki er haegt að sjá
neina árstíðabundna sveiflu. Flestir karlar komu í apríl, 11 alls, og í nóvember
10, en flestar konur komu í maí og júlí,14 í hvorum mánuði.
2.3. Aldursskipting
Svo sem fyrr sagði voru strax teknir úr hópnum þeir, sem voru 10 ára og yngri,
hinum var skipt í aldurshópa eins og tafla 3 greinir.
Mynd 3 sýnir, að konur eru fleiri £ öllum aldursflokkum, nema 40-49 ára. Athyglis-
vert er, að 50 ára og eldri er aðeins 1 karl, en 15 konur, eða 14.7% allra
kvennanna.
Langfjölmennasti aldurshópurinn er 20-29 ára eða 67. Á aldrinum 20-39 ára eru 108
eða 61.7% af hópnum, en alls undir fertugu eru 74.3%.
Af körlum er sá yngsti 16 ára, en hjá konum sú yngsta 12 ára, ein er 13 ára, tvær
14 ára, þrjár 15 ára og ein er 16 ára, eða alls 8 konur 16 ára og yngri móti einum
karli.
2.4. Aðferð
Kannað var, hvaða aðferð var beitt í sjálfsvígstilraunum og koma niðurstöður þeirrar
könnunar fram í töflu 2.
Tafla 2 sýnir, að sjálfsvígstilraun með lyfjum er langalgengust bœöi hjá konum og
körlum og sjálfsvxgstilraun með öðru en lyfi eða eggjárni er undantekning. Nær
allar tilraunir með eggjárni eru skurðir á úlnlið eða þar í nánd og mjög oft notað
til þess rakvélarblað.
Nokkrum sinnum koma fyrir tvær aðferðir samtímis. Rétt þótti að athuga nánar lyfja-
átið með tilliti til lyfjategunda, en upplýsingar um lyfjamagn voru ekki na^ilega
haldgóðar til að á þeim yrði byggt.
Eins og fram kemur í töflu 3, þá eru hér taldir fleiri en í töflu 2, þ.e. 156 á
móti 128. Ástaðan er sú, að hér er talið, ef tekið var^meira en eitt lyf við
fyrstu komu. Þannig eru hér taldar með 13 konur, sem tóku inn tvö lyf og tvær sem
tóku inn 3 lyf, svo og 11 karlar, sem tóku 2 lyf.
Rúmlega þriðjungur allra, sem tóku lyf, nota róandi lyf og ber þar hæst Diazepam
(Valium). Mjög fáir nota barbituröt, en fimmtungur önnur svefnlyf og ber þar mest
á Mogadon og nokkuð á Dalmadorm. Rúmlega fimmtungur notaði geðlyf og er þar um mjög
sundurleitan flokk lyfja að ræða og ekkert eitt sem sker sig úr að því er séð verður.
2■5 Meðferð
Meðferð þeirra, sem gera sjálfsvígstilraun er tvíþætt, annars vegar bráðameðferð á
göngudeild slysadeildar, hins vegar framhaldsmeðferð á legu- eða gjörgæsludeild, ef
þurfa þykir.