Læknablaðið : fylgirit - 01.09.1978, Page 132
Meðferð. Þar sem orsök sjúkdómsins er óþekkt er ekki hægt að gefa eitt ákveðið lyf
eða akveðna meðferð. Hægt er að draga úr bólgu og koma í veg fyrir, eða draga úr
afleiðingu hennar á hina ýmsu liði. Þegar sjúkdómurinn er mjög virkur og hefur
einkenni frá mörgum líffærakerfum, þá er reynt að bjarga lífi sjúklings með stera-
gjöf.
í öðrum tilfellum byrjar maður oft með salicylöt í hæfilegum skömmtum og revnt er
að halda lyfjamagni í blóði (serum concentration) við 15-20 mg%. Ef sjukdómurinn
er mjög virkur þá er jafnframt gefið chlorochinlyf, t.d. tabl. Clorochini fosfatis
0,25 g. Börn yngri en 5 ára fá 1/4 töflu, en eldri börn fá hálfa töflu á dag.
Þetta lyf hefur vissar aukaverkanir og er sjúklingi ráðlagt að fara í eftirlit til
augnlæknis einu sinni til tvisvar á ári. Staðbundna steragjöf er hægt að gefa í
bólgna liði. Það dregur úr liðþelsbólgu og betri hreyfanleiki fæst x liðinn, en
varast ber að gefa það of oft, sérstaklega í liði, sem mikið reynir á. Sjúkra- og
iðjuþjálfun eru mikilvægir þættir í meðferð gigtarsjúklinga. Þegar sjúkdómurinn er
mjög virkur, er reynt að viðhalda bestu mögulegu liða- og vöðvastarfsemi, koma í
veg fyrir og lagfæra rangstöður í liðum og forðast skemmdir á liðflötum. Gefið er
tog (manuel og mekanisk traction), styrktaræfingar (isometriskar), hitameðferð, ís-
bakstrar og einnig fá sjúklingar æfingameðferð í sundlaug. Sjúklingur fær spelkur,
hálskraga bg önnur þau hjálpartseki sem þörf er á. Leiðbeiningar eru gefnar um lið-
vernd. Sjúklingi er kennt að hlífa bólgnum liðum og vinna án þess að leggja of
mikið alag á ból^na liði. Vinnuborð, t.d. skólaborð, verða að vera þannig gerð,
að engin hætta se á rangstöðu í liðum. Sjúklingi sjálfum og hans nánustu er gerð
grein fyrir þýðingu liðverndar. Félagsráðgjafi fær einnig málefni sjúklings til
meðferðar, ef þörf er á. Á síðustu árum hefur notkun skurðaðgerða aukist í sam-
bandi við J.R.A. og er þar um breitt svið að ræða. Skurðlæknirinn gerir fyrir-
byggjandi aðgerð, t.d. liðþelstöku á hnélið til þess að koma í veg fvrir skemmdir
á liðum. Nauðsynlegt er að gera liðþelstöku áður en verulegar beinbreytingar hafa
komið í ljós á röntgenmynd, sérstaklega þegar liðþelsþykknun hefur staðið lengi og
vökvi verið í liðnum. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir frekari skaða á
liðfleti. Einnig koma til greina aðrar aðgerðir til þess að auka hreyfigetu
(tenotomi, capsulotomi o.fl.). Mikilvæg er góð samvinna milli þjálfara og sjúklings,
bæði fyrir og eftir aðgerð. í raun og veru er gigtarmeðferð mikil endurhæfingar-
vinna. Markmiðin eru bæði starfslegs og félagslegs eðlis. Mikilvægt er að
sjúklingur fái rétta meðferð eins fljótt og kostur er á, til þess að hægt sé að
kom í veg fyrir rangstöður liða,draga úr og rétta þær beygjuskekkjur (kontrac-
turur), sem þegar eru komnar og fylgjast síðan reglulega með gangi sjúkdómsins.
Góð samvinna milli gigtarlaskna, barnalækna, skurðlækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa
og hjúkrunarfólks er skilyrði fvrir góðri framvindu mála. Allir leggjast á eitt
að hjálpa hinum sjúka að lifa með sjúkdóm sinn og síðast en ekki síst, er góð sam-
vinna mikilvæg við sjúkling og aðstandendur hans.
Summary
A case of a 12 years old boy with juvenile rheumatoid arthritis is described. The
progress of the disease over a two years period is described in detail as well as
the treatment which included synovectomy of the left knee joint. The general
problems in diagnosis and treatment are discussed.
Heimildir:
1. Brattström.
2. Svantesson.
Ledskydd vid reumatoid artrit. Lund, Studentlitteratur, 1976.
Fyrirlestur rheumatol. klin., Lund, Sverige, 1969.