Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Qupperneq 11
9 í algildum einingum. Við aðrar kringum- stæður er mikilvægara að þekkja hlutfallið milli tveggja hljóðstyrkleika t.d. hæsta hljóðstyrk, sem sónskanni nemur miðað við þann lægsta. Á þann hátt má sneiða hjá að gera erfiðar algildar mælingar á hljóð- styrk. Tákni tölurnar I2 og Ix tvo hljóðstyrkleika og tölurnar Á2 og At samsvarandi bylgju- sveiflur er afstæði hljóðstynkurinn mældur í decibel eftirfarandi: db = 10 x 10 lOg 10 x 1,,/Ij = 20 x 10 lOg 10 Ao/A^ Styrkstigi bergmáls frá vefjum líkamans nær yfir 100 decibel. Sterkasta bergmálið frá vef er 1010 sinnum sterkara, en hið veik- asta. Ekki hefir tekist að byggja sónskanna, sem spannar yfir meira en 50-60 decibel. Hæfileiki sónskanna til að sýna mismun- andi sterk eða veik bergmál kallast styrk- svið skannans. Nánar skilgreint er styrk- svið sónskanna logari þmahlutfall sterkasta og veikasta bergmáls, sem skanninn er næm- ur fyrir. Myndtækið er sá hluti sónskannans, sem takmarkar styrksvið hans. Styrksvið helstu myndtækja er eftirfarandi: Skönnunarbreytir Bakskautslampi Sj ón varpsmóttakari Minnissjá Ljósmyndafilma 30 decibel 20 decibel 20 decibel 0-5 decibel 10-20 decibel Áhrif hljóSorku á mannsHkainann: Áhrif hljóðorku á mannslíkamann hafa verið mikið rannsökuð.13 91718 Þessum áhrifum má skipta í tvennt, elðlisfræðileg áhrif og líffræðileg áhrif. Þegar hljóðið berst um vefi líkamans færist hluti hljóð- orkunnar yfir í vefina. Áhrifin fara einkum eftir orkumagninu, sem vefirnir taka til sín, en einnig eftir því, hve hratt vefirnir taka til sín orkuna og hvaða vefur það er, sem hljóðið berst um. Einn mikilvægasti eigin- leiki hljóðs er sá, að gagnstætt rafsegul- bylgjum veldur hljóð aldrei jónamyndun í vefjum. Hitamyndun er algengasta afleiðing hljóð- geislunar. Hún stafar af núningsmótstöðu i efnunum, sem hljóðið berst um. Vefirnir losa sig við hita á venjulegan hátt, hitinn leiðist og geislar burt, jafnframt því að blóð- straumurinn kælir vefina. Ef hitamyndun verður örari en útgeislun og leiðni, hækkar hitastigið í vefjunum, þar til jafnvægi er komið á. Sá hiti, sem ríkir, þegar jafnvægi er komið á, getur orðið nógu mikill til að valda tjóni á vefjum. Aflið í hljóðbylgjun- um veldur aukinni hreyfingu á sameindun- um í vefjunum. Þessi aukna hreyfing getur orðið svo mikil, að sameindimar rífi sig lausar og vefurinn skemmist. Undir vissum kringumstæðum getur orðið holumyndun 5 vefjum. Holurnar geta verið með tvennu móti, stöðugar holur og hverfular holur. Stöðugar holur sveiflast í takt við hljóð- bylgjurnar í samræmi við þrýstingsbreyt- ingar, sem hljóðbylgjurnar framkalla. Hverfular holur halda áfram að stækka þar til þær falla saman. Við það losar um mikla orku, sem getur rifið sundur vefi. Holumyndun er talin eiga sér stað, ef notaður er mikill hljóðstyrkur, en hlutfalls- lega lág tíðni. Mikill hljóðstyrkur veldur hitastigshækkun, sem verkar hvetjandi á efnabreytingar, sem ekki myndu eiga sér stað við lægra hitastig. Hljóðorkan getur einnig valdið líffræði- legum breytingum. Sumar þeirra ganga til baka, þegar hljóðáhrifin hverfa. Ástæðum- ar fyrir því, að hljóðorkan getur haft líf- fræðileg áhrif eru ekki kunnar. Kunnugt er þó, að margar líffræðilegar breytingar, sem koma fram við hljóðgeislun, koma einnig fram við upphitun. Hitamyndunin í vefjun- um er í beinu hlutfalli við styrkleika hljóðs- ins og uppsogsstuðul vefsins, sem hljóðið berst um. Uppsogsstuðullinn er í beinu hlut- falli við tíðni hljóðsins. Sé styrkur hljóðsins 1 watt á cm2 og tíðnin 1 megahertz mynd- ast 0,024 hitaeiningar í vefjunum á sekúndu. Vefirnir myndu því hitna um 0,024° á sek- úndu, ef þeir gætu ekki losað sig við hit- ann. Við hljóðstyrkleikann 0,1 watt á cm2, sem er mesta geislun, sem notuð er í són- greiningu, geta vefirnir auðveldlega losað sig við hitann, jafnvel þó geislunin vari i langan tíma.7 Sónskannar sem nú eru á markaði, framleiða ekki hljóðorku í því magni, að sjúklingum geti stafað hætta af sónmyndatökum. Aukaverkunum af són- myndatökum hefir enn ekki verið lýst, þrátt fyrir hinn mikla fjölda, sem búið er að taka af sónmyndum.716 Aukaverkana mætti þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.