Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Page 30
28 rannsóknurn. Hið svokallaða M-R gildi, þ.e. a.s. fjöldi jákvœðra svara við spurningum í þeim hluta listans, sem f jalla um geð og til- finningar, er oftast hátt hjá þeim, sem eru geðsjúkir og í erlendum athugunum hefur markgildið 10 eða fleiri jákvæð svör sýnt sig að leiða til lægstrar ranggreiningartíðni. Sumir sjúklingar verða þó vangreindir t.d. sjúklingar með oflæti. Þessi spurningalisti, sérstaklega M-R hlutinn, hefur verið notaður í geðlæknisfræðilegum hóprannsóknum hér- lendis.3 Hinn spurningalistinn, sem hér er skoðað- ur er „The General Health Questionnaire" (G.H.Q.).2 Þessi spurningalisti var gerður sérstaklega til notkunar i hóprannsóknum í geðlæknisfræði og hefur reynst vel í mörg- um rannsóknum. Spurningalisti þessi er til í misjafnlega löngum útgáfum, en sú útgáfa, sem hér er notuð er með 30 spurningum. Markmið þessarar rannsóknar var að fá vitneskju um greiningarhæfni þessara tveggja spurningalista í íslenskri iþýðingu notaðra við hérlendar aðstæður. Einnig var litið á til fróðleiks hvernig þeir tveir heimil- islæknar, er tóku þátt í rannsókninni, greindu geðsjúkdóma hjá rannsóknarhópn- um. AÐFERÐ Þeir tveir geðlæknar, er rannsóknina gerðu, voru vel kunnugir stöðluðum geðskoð- unarviðtölum. Annar (I.K.) hafði hlotið þjálfun í notkun P.S.E., en hinn (J.G.S.) hafði unnið rannsóknarvinnu með banda- rísku stöðluðu geðskoðunarviðtali, sem gert hefur verið úr P.S.E. með minni háttar breyt- ingum. P.S.E. 9. útgáfa var til í íslenskri þýðingu, gerðri af nokkrum læknum við Kleppsspítalann. Sömuleiðis var C.M.I. til í íslenskri þýðingu, er notuð hafði verið i geð- læknisfræðilegum hóprannsóknum hér. G.H. Q., 60 spurninga útgáfan, var siðan þýdd úr ensku á íslensku og að því búnu teknar úr þær spurningar, er við átti til þess að gera 30 spurninga útgáfuna. Þýðingin fór þannig fram að fyrst var spurningalistinn þýddur á íslensku af öðrum geðlæknanna. Hinn geðlæknirinn fékk síðan þýðinguna og þýddi hana aftur á ensku. Upp- runalega enska útgáfan og þýðingin á ensku voru síðan bornar saman. Við samanburðinn kom í ljós, að aðeins var um að ræða mjög óverulegan mun á orðalagi, en engan mein- ingarmun, milli hins upprunalega spurninga- lista og þýðingarinnar á ensku. Geðlæknarnir tveir skoðuðu síðan saman með P.S.E. 4 sjúklinga innlagða á Klepps- spitala til að venja sig við notkun P.S.E. í íslenskri þýðingu, ræða orðalagsbreytingar og lagfæringar og bera sig saman um og rifja upp reglur um einkennamat o.þ.h. Leitað var til heimilislækna við heilsu- gæslustöð í Reykjavík um að fá að leggja spurningalistana tvo fyrir sjúklinga, er kæmu til þeirra á heilsugæslustöðina og eiga síðan geðskoðunarviðtal við þessa sjúklinga. Var þessari málaleitan mjög vel tekið og tókst hin besta samvinna um rannsóknina við allt starfslið heilsugæslustöðvarinnar. Þátttakendur i rannsókninni voru valdir annað hvort af starfsmanni í móttöku í heilsugæslustöðinni eða af heimilislækni og beðnir að taka þátt í rannsókninni. Ekki var fylgst með því hve margir færðust undan eða neituðu að taka þátt, en þeir, sem féllust á þátttöku voru annað hvort sendir strax i viðtal til geðlæknis og látnir fylla út spurn- ingalista á eftir eða látnir fylla út spurn- ingalistann fyrst og fara síðan í viðtal til geðlæknis, allt eftir því hvernig á stóð. Geð- læknirinn hafði til umráða sérstakt her- bergi, þar sem geðskoðunarviðtalið fór fram. Að því loknu mat hann geðheilsu sjúklings á fimm þrepa matsstiga, þannig: 1. Alveg heilbrigður. 2. Eitthvað að, en þarf ekki læknismeð- ferð. 3. Væg veikindi, þarfnast læknishjálpar. 4. Töluverð veikindi, tilvísun til geðlæknis eða innlögn æskileg. 5. Alvarleg veikindi, innlögn nauðsynleg. Heimilislæknirinn fyllti einnig út sams kon- ar matsstiga um geðheilsu sjúklings, en geð- læknirinn og heimilislæknirinn vissu hvor- ugur um mat hins né um hvernig sjúklingur- inn hafði svarað spurningalistunum. Þeim skilaði sjúklingurinn til starfsmanns í af- greiðslu. NIÐURSTÖÐUR Geðskoðunarviðtal fór fram við alls 110 manns, 51 karlmann og 59 konur. Frá 18 þessara einstaklinga vantaði einhverjar upp- lýsingar, ýmist svör við öðrum eða báðum

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.