Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 85

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.1982, Blaðsíða 85
83 rann eins og alfaglobulin við rafdrátt. Það mun myndast að mestu leyti í lifur og er álika stórt eggjahvítuefni og albumin.0 Magn AFP í serum fer vaxandi fram á 13.—15. viku en lækkar síðan aftur. 1 legvatni er mun minna AFP, en magnið í legvatni fylgir magninu í blóði fóstursins, það er hæst á 13. —15. viku en fellur siðan ört og er orðið mjög lágt þegar kemur fram á 30. viku.6 7 AFP finnst einnig í blóði móður en í mjög lágu magni og hámarki nær það á 32.—36. viku meðgöngutima.7 Það hefur sýnt sig að AFP hækkar í leg- vatni og blóði fósturs og móður þegar fóstrið er með rof í miðtaugakerfi, (anencephalus og opna spina bifida).67 Það geta þó einnig verið aðrar ástæður fyrir hækkun bæði aðrir vanskapnaðir, sjúkdómar og eðlileg með- ganga fleirbura.6 7 8 Mælingar á AFP hafa verið framkvæmdar á öllum legvatnssýnum sem hafa verið tekin á Kvennadeild Landspitalans hjá konum, sem gengnar eru með 14—16 vikur. Til þessa hef- ur aðeins eitt fóstur með klofinn hrygg (myelomeningocele) greinst vegna verulegr- ar hækkunar á AFP í legvatni, en tilfelli þetta kom til sögunnar eftir að eftirfarandi uppgjöri lauk. Þar að auki hefur marktæk hækkun á AFP fundist i þremur tilfellum (sjá töflu VIII). Fyrst í stað var einungis hugað að þvi að rannsaka sýni frá þeim konum sem áður höfðu fætt börn með litningagalla eða misst börn vegna vanskapnaða. Voru flestar þessar konur sendar til deildarinnar af Sævari Hall- dórssyni, sem hafði einkum haft með fyrri börn þessara kvenna að gera. Fyrstu sýnin voru tekin síðla árs 1973, en það ár voru þrjú sýni send til Kaupmannahafnar til rannsókn- ar. Þegar ljóst var orðið að unnt væri að senda sýni á þennan hátt fór beiðnum fjölg- andi þótt hægt færi i fyrstu. Árið 1974 voru þannig aðeins send þrjú sýni en á miðju sumri 1978 höfðu alls verið send til Kaup- mannahafnar sýni frá 95 konum. Um það leyti hófust litningarannsóknir á legvatni við Rannsóknastofu Háskólans eins og áður er getið. Dr. Gunnlaugur Snædal gerði fyrstu á- stungunar, en siðan tóku Auðólfur Gunnars- son og fleiri einnig að framkvæma þær. Nauðsynlegt er að sónarskoðun sé gerð í tengslum við legástungurnar. Best er að gera slíka sónarskoðun 2—4 vikum fyrir ástungu og aftur um leið og ástungan er gerð. Þá er hægt að fylgjast með vexti og legu fósturs- ins, greina tvíbura og staðsetja fylgjuna, þannig að beina megi ástungunálinni fram- hjá þeim. Með fullkominni nútíma sónar- tækni má auk þess greina vissan meiri hátt- ar ytri vanskapnað. Eftir tilkomu sónartæk- isins árið 1976 hafa nær allar ástungur verið gerðar með hjálp sónarskyggingar sem læknarnir Jón Hannesson og siðar einnig Kristján Baldvinsson hafa yfirleitt annast þann tíma sem uppgjörið nær til. Þar sem legvatnsrannsókn er i eðli sinu fyrirbyggjandi aðgerð, er nauðsynlegt að aukaverkanir séu fáar og nákvæmni rann- sóknarinnar mikil. Til þess að ikanna niður- stöður og tiðni aukaverkana voru notaðar sjúkraskýrslur fyrstu 499 kvennanna, sem gerð var hjá legvatnsrannsókn til greiningar á fósturgöllum. Rannsóknin nær frá 1974 og fram til maimánuðar 1980. Allar konurnar hafa nú fætt, svo að útkoma meðgöngunnar liggur fyrir. NIÐURSTÖÐUR Aldur niæði-a Tafla I sýnir aldursdreifingu umræddra kvenna. TAFLA I. Aldursdreifing kvenna sem gerO var á legvatnsrannsókn. Fjöldi % <19 ára 12 2.4 20—24 — 46 9.2 25—29 — 62 12.4 30—34 — 86 17.2 35—39 — 231 46.4 40—44 — 58 11.6 45 - 4 0.8 AUs 499 100.0 TAFLA II. FœOingarsaga kvennanna. Fjöldi % Frumbyrjur 47 9.4 Fætt. 1 barn áður 99 19.S Fætt 2 börn áður 178 35.7 Fætt 3 börn áður 111 22.3 Fætt 4 börn áður 48 9.6 Fætt 5 börn áður 16 3.2 Alls 499 100.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.