Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 23

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 23 algengi sjúkdóms mun meira á íslandi en í flestum öðrum löndum. Efniviður og aðferðir: Arfgerð var könnuð hjá 16 íslenskum og amerískum fjölskyldum. Ellefu þeirra voru án keratan súlfats í blóði og horn- himnu, og er kallað tegund I, fimm voru með keratan súlfat í blóði og hornhimnu, það er teg- und II. Alls vorur rannsakaðir 45 einstaklingar með sjúkdóminn þar af 27 íslendingar, en einnig voru rannsökuð systkini þeirra og foreldrar og er því heildartalan 138. Við genatengslarannsóknina voru notuð 208 margbreytileg erfðamörk (poly- morphic microsatellite markers). Niðurstöður: Marktækt hámarks LOD score , Z=7,82, endurröðunartíðni 0,06 fannst við kró- mósóm 16 q22, locus D16S518 fyrir tegund I. Einnig fannst hámarks LOD score = 2,50, endur- röðunartíðni 0 fyrir tegund II ef notuð voru sömu erfðamörk. Þessar niðurstöður benda til að báðar tegundir séu erfðafræðilega af sama uppruna. Arfgerð íslensku og amerísku fjölskyldnanna var einnig sú sama. Petta er eina hornhimnuveiklunin sem fundist hefur á krómósómi 16. E-9. Hornhimnuígræðslur á íslandi 1981-1995 Andri Konrádsson, Friðbert Jónasson, Einar Stef- ánsson, Óli Björn Hannesson Frá augndeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landa- koti Inngangur: Hornhimnuígræðslur hófust á ís- landi árið 1981, þó að hluti sjúklinga færi fyrstu árin áfram til útlanda. Efniviður og aðferðir: Skoðunin var afturvirk. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, ábend- ingar fyrir aðgerð, aðra augnsjúkdóma, sjón- skerpu sex og 18 mánuðum eftir aðgerð svo og ástand græddrar hornhimnu og fylgikvillar. Einn- ig var safnað upplýsingum um gjafa hornhimnu. Niðurstöður: Gerðar voru 99 hornhimnu- ígræðslur hjá 76 sjúklingum, 33 körlum og 43 konum. Aldur við aðgerð var frá fimm til 94 ára. Langalgengasta ábendingin var arfgeng, blettótt hornhimnuveiklun (macular corneal dystrophy) eða í 35,5% tilfella, innþekjubilun í tengslum við augasteinsskiptingu í 13,5% tilvika og keilulaga hornhimna, keratoconus) í 10,5% tilvika. í 72 tilfellum var gjafahornhimnan fersk en 27 komu frá Norræna hornhimnubankanum í Árósum. Fyrir aðgerð sáu 4% sjúklinga 6/12 eða betur, en einu og hálfu ári eftir aðgerð sáu 60% 6/12 eða betur. Umræða: Langalgengasta ábendingin, arfgeng blettótt hornhimnuveiklun, kemst yfirleitt ekki á blað í nálægum löndum. Þctta er arfgengur sjúk- dómur sem erfist víkjandi, og hefur meingenið verið um aldir á íslandi og náð mikilli útbreiðslu. Ein afleiðing þessa er sú að tiltölulega margt ungt fólk þarf aðgerð. Árangur mældur í bættri sjón- skerpu er með því besta sem þekkist. E-10. Brunaslys barna 02 unglinga á ís- landi 1981-1995 Ragnheiður Elísdóttir*, Pétur Lúðvígsson*, Sig- urður Porgrímsson*, Ólafur Einarsson**, Ásgeir Haraldsson* Frá Barnaspítala Hringsins*, lýtalœkningadeild Landspítalans** Inngangur: Bruni er algeng orsök slysa. Ekki er hægt að heimfæra erlendar rannsóknir upp á ís- lenskt þjóðfélag enda aðstæður aðrar. Sérstaða Islands felst í mikilli notkun á mjög heitu vatni. Mjög mikilvægt er að þekkja helstu brunavalda á hverjum tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á brunaslysum barna á íslandi og stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum. Aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár barna sem lögðust inn á Landspítalann vegna bruna á árun- um 1982-1995. Siðanefnd Landspítalans sam- þykkti verkið. Niðurstöður: Tvö hundruð og níutíu börn á aldrinum frá fyrsta ári til 15 ára voru tekin inn í rannsóknina, 179 drengir og 111 stúlkur. Fjöldi innlagna var 20,7 á ári. Börn á aldrinum frá á fyrsta ári til tveggja ára voru 61,7% en 72,1% voru frá á fyrsta ári til fjögurra ára. Drengir voru fleiri en stúlkur (1,5/1) í aldurshópum yngri en 10 ára, eftir það var hlutfallið 4,0/1,0. Algengasti brunavaldurinn er heitt vatn (45,2%), þá heitir vökvar (26,9%) og loks eldur (12,4%). Brunar vegna flugelda/púðursprengja eru 5,5%. Langflest verða slysin inni eða við heimilin. Meðallegutími var 12 dagar, meira en helmingur barnanna dvaldi meira en viku á sjúkrahúsinu. Umræða: Algengi brunaslysa í þessari rann- sókn er mjög samhljóma niðurstöðum fyrri rann- sókna en kringumstæðum brunanna hefur ekki áður verið lýst á sama hátt. Heitt vatn er algeng- asti brunavaldurinn á íslandi enda notkun mikil og vatnið heitara en annars staðar. Yngstu börnin eru fórnarlömb bruna af völdum heits vatns og vökva, eldri börnin brennast af eldi og flugeldum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa grunn til forvarnarstarfs svo fækka megi brunaslysum barna á íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.