Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 24

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 E-ll. Lýsisneysla eykur lifun músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae Sigurður Björnsson*, Ingibjörg Harðardóttir**, Eggert Gunnarsson***, Ásgeir Haraldsson* Frá Barnaspítala Hringsins Landspítalanum*, Raunvísindastofnun HÍ**, Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum*** Inngangur: í norðlægum löndum hefur um ald- ir lýsi verið talið stuðla að heilbrigði. Faralds- fræðilegar rannsóknir hafa bent til þess að neysla lýsis veiti vernd gegn ýmsum sjúkdómum til dæm- is hjarta- og æðasjúkdómum, astma, sykursýki og ýmsum sjálfsónæmis-sjúkdómum. Talið er að lýsi hafi víðtæk áhrif á stýringu ónæmiskerfisins. Nið- urstöður rannsókna á áhrifum lýsis á lífslíkur í alvarlegum bakteríusýkingum hafa verið misvís- andi. Því var þörf meiri rannsókna. Aðferðir: Þrjátíu NMRI mýs voru aldar á lýsis- bættu fæði (10% wt) en til samanburðar voru mýs aldar á venjubundnu eða ólífuolíubættu fæði (10% wt). Að sex vikum liðnum voru mýsnar sýktar með l,6xlOE2 cfu af Klebsiella pneumoniae í vöðva og fylgst með lifun músanna í 120 klukku- stundir. Niðurstöður: Eftir 56 klukkustundir voru 93% músanna sem fengu lýsisbætt fóður lifandi, 68% músa sem fengu ólífuolíubætt fæði og 40% mús- anna sem fengu venjubundið fæði. Lifun músa sem fengu lýsisbætt fæði var 40% eftir 120 klst en lifun músa sem fengu ólífuolíubætt eða venju- bundið fæði var 25% og 20%. Lifun músa sem aldar voru á lýsisbættu fæði var marktækt betri en viðmiðunarhópa eftir 120 klst (p=0,0034). Ályktun: Lýsisbætt fæði eykur lifun NMRI músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae. Við teljum ástæðuna fyrst og fremst vera áhrif ómega-3 fitusýra á ónæmiskerfið. Enn er þó óljóst á hvern hátt lýsið virkar. Fyrirhugað er að kanna nánar áhrif lýsis á ónæmiskerfið og á sýklavöxt. Einnig hyggjumst við kanna hvort verndandi áhrif lýsis flytjist frá móður til afkvæmis. E-12. Svefntruflanir meðal skólabarna í Reykjavík. Forrannsókn Kristín Leifsdóttir*, Pe'tur Lúðvígsson*, Ólafur Mixa** Frá *Barnaspítala Hringsins Landspítalanum, **Heilsugœslunni Lágmúla Inngangur: Svefntruflanir (parasomnias, dys- somnias) eru vel þekktar meðal barna. Þeim er gjarnan skipt í flokka eftir því í hvaða huta svefn- ferils þær koma fram (REM, NREM). Fundist hafa tengsl milli ákveðinna svefntruflana og ým- issa taugasjúkdóma, þroskafrávika og geðsjúk- dóma en svefntruflanir koma einnig fyrir hjá heil- brigðum börnum. Orsakir svefntruflana eru óljósar en erfðaþættir skipta máli í mörgum tilvik- um. Markmið rannsóknarinnar var að athuga tíðni einstakra svefntruflana meðal barna á grunn- skólaaldri í Reykjavík og kanna tengsl þeirra við ýmsa félags- og persónuleikaþætti svo og við kvartanir um verki og ýmis önnur endurtekin sjúkdómseinkenni (periodic syndrome of child- hood). Rannsóknin er hluti af stærri spurningalista- könnun á verkjum og verkjaheilkennum sem nær til allra grunnskólanema í Reykjavík. Aðferðir: Aðferðafræði rannsóknarinnar hefur þegar verið lýst (Pétur Lúðvígsson, Ólafur Mixa, Læknablaðið 1996; 82/Fylgirit 31). Lýst verður niðurstöðum forrannsóknar sem framkvæmd var til undirúnings fyrir aðalrannsókn. Forrannsókn- in tók til 948 barna í fyrsta til 10. bekk þriggja grunnskóla í Reykjavík. Niðurstöður: Svör fengust frá 754 börnum (svarhlutfall 79%). Þar af svöruðu 156 því játandi að barnið ætti við svefnvandamál að stríða af einhverju tagi. Gerð verður grein fyrir tíðni ein- stakra svefntruflana og tengslum þeirra við fé- lags- og persónuleikaþætti svo og við verki og verkjaheilkenni. Ályktun: Algengi svefntruflana er svipuð og í sambærilegum erlendum rannsóknum. Marktæk tengsl fundust milli svefntruflana og námsárang- urs og svefntruflana og ýmiss konar verkjaheil- kenna. E-13. Mænu- og vöðvarýrnun. Nýgengi á íslandi Pétur Lúðvígsson*, Elías Ólafsson** Frá *Barnaspítala Hringsins Landspítalanum, **taugalœkningadeild Landspítalans Inngangur: Mænu- og vöðvarýrnun (spinal muscular atrophy) er arfgengur vöðvahrörnunar- sjúkdómur í börnum, sem einkennist af vaxandi máttleysi og vöðvarýrnun í öllum beinagrindar- vöðvum vegna dauða hreyfifrumna í framhornum mænu. Sjúkdómurinn hefur þrjár sjúkdóms- myndir sem eru missvæsnar en þær eru stig I (Werdnig-Hoffmann sjúkdómur), stig II og stig III (Kugelberg-Welandersjúkdómur). í alvarleg- ustu tilfellunum (stig I) leiðir sjúkdómurinn til dauða á fyrsta ári, en í vægustu tilfellunum (stig III) byrja einkenni síðar og sjúklingar geta náð háum aldri, en búa við fötlun. Sjúkdómurinn erf- ist víkjandi og sami genagalli orsakar allar þrjár sjúkdómsmyndirnar. Sjúkdómsgenið hefur ný- lega verið staðsett á litningi 5 (5ql3). Genið stýrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.