Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 26
26 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 um hins vegar. Þessi arfgerð er því skilgreind sem áhættuarfgerð. Marktækur munur (p<0,01) fannst einnig á tíðni 154-H samsæta þegar þessir þrír flokkar fjár voru bornir saman. 154-H samsætan kom aldrei fyrir íriðufé. Þessi arfgerð ertalin verndandi gegn riðusmiti. 171-Q (gln) samsæta fannst hjá öllu fé sem rann- sakað var en 171-R (arg) samsætan, sem erlendis er talin vernda gegn riðusmiti, hefur enn ekki fundist hér á landi (n=314). Samantekt: Áhættuarfgerð og verndandi arf- gerð hafa verið skilgreindar í íslensku sauðfé hvað varðar næmi gegn riðusmiti. Hagnýtt gildi felst í möguleikanum að útrýma riðu á íslandi með því að nýta þessa vitneskju við kynbætur til þess að fá fram fé með minnkað smitnæmi. E-16. Bráðaofnæmi, loftborið, á Mið- Norðurlandi Magnús Ólafsson Frá Heilsugœslustöðinni á Akureyrí, heimilis- lœknisfrœði HÍ Tilgangur: Könnun á helstu orsökum loftbor- ins bráðaofnæmis, algengustu sjúkdómum sem það veldur, aldursdreifingu og fleiri þáttum. Efniviður og aðferðir: Athugaðir voru einstak- lingar með grun um bráðaofnæmi og búsettir á þjónustusvæði Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri á tímabilinu 1988-1995. Gert var húðpróf (prick-test) með stöðluðum fljótandi ofnæmis- lausnum og var histamín notað til samanburðar. Varðandi heymaura voru þó mæld ofnæmismót- efni í blóði (RAST). Svörun 2 (hálfur styrkleiki histamínsvörunar eða meira) var metið sem já- kvætt svar í húðprófi og svörun 2 í RAST-flokki einnig. Niðurstöður: Rannsakaðir voru 582 einstak- lingar og voru konur 338 (58,1%) en karlar 244 (43,5%). Alls reyndust 277 eða 48% vera með jákvæð húðpróf eða RAST-próf. Helstu sjúk- dómsgreiningar voru: Síkvef (perennial rhinitis) 279 (48%), þar af ofnæmi 121 (40,9%). Árstíða- bundið kvef (seasonal rhinitis eða rhinoconjuncti- vitis) 153 (26%), þar af ofnæmi 121 (79,1%), Astma bronchiale 96 (16,5%), þar af ofnæmi 31 (32,3%). Einkenni frá öndunarvegum, greining ekki örugg 56 (9,2%), þar af ofnæmi 11 (19,6%). Helstu orsakir ofnæmis voru: Grasfrjó 169 (61%), kattarhár 122 (44%), birkifrjó (20%), hundahár (18%), hestahár 35 (13%), húsryk- maurar 27 (10%). Heymaur (einungis prófað hjá þeim sem unnu með hey) - L. Destructor 17 af 55 (31%). 50% einstaklinga voru komin með fyrstu einkenni ofnæmis við 15 ára aldur, 37% á aldrin- um 16-34 ára og 13% 35 ára og eldri. Heymaurar voru ofnæmisvaldur hjá 34% þeirra sem unnu með hey. Þeir sem bjuggu í sveit voru með ofnæmi gegn heymaurum í 27% tilvika en hjá þéttbýlisbú- um sem unnu með hey (einkum hestamenn) voru 41% með ofnæmi gegn einum eða fleiri tegundum heymaura. Ályktun: Loftborið bráðaofnæmi er algengara hjá yngri aldurshópum og helstu ofnæmisvaldar eru fáir en lang algengastir eru grasfrjó og kattar- hár. Þá er ofnæmi algengara hjá körlum en kon- um. Heymaurar eru algeng orsök ofnæmis þeirra sem vinna með hey og algengari í þéttbýli (hesta- menn) en í sveit. E-17. Eitrun af völdum metýlklóríðs skoðuð í langtíma ferilrannsókn Vilhjálmur Rafnsson*,**, Gunnar Guðmunds- Frá *Vinnueftirlit ríkisins, **Háskóla íslands, ***taugadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga dánartíðni og krabbameinsnýgengi i hópi sem varð fyrir metýlklóríðmengun fyrir 32 árum. Aðferðir: I rannsóknarhópnum voru 24 menn sem lifðu af bráða eitrun sem varð um borð í togara í veiðiferð. Nokkrir skipverjar veiktust al- varlega og einn dó úr metýlklóríðeitrun. Hásetar urðu fyrir mestri mengun. Samanburðarhópur var fimm sinnum stærri en rannsóknarhópur. Fyrir háseta voru samanburðar einstaklingar teknir úr skrá Lífeyrissjóðs sjómanna en fyrir yfir- menn úr Skipstjóra og stýrimannatali og fyrir vél- stjóra úr Vélstjóratali. Valdir voru næstu fimm úr skránum sem fæddir voru á sama ári eða næsta ári og sem höfðu verið til sjós á sama tíma og slysa- mengunin varð. Rannsóknarhópur og saman- burðarhópur voru bornir saman við Dánarmeina- skrá og Krabbameinsskrá með tölvutengingu kennitalna til að finna hverjir höfðu dáið eða fengið krabbamein. Nákvæmnispróf Fishers og Mantel-Haenszels jafna (M-H) voru notuð til að reikna áhættuhlutföll. Niðurstöður: Áhættuhlutfallið fyrir öll dánar- mein fundið með Mantel-Haenszel jöfnu var 2,2 og 95% öryggismörkin (95% CI) voru 1,3-3,1. Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma var há (M-H=2,l, 95% CI=l,2-3,8). Þessi aukna dánar- tíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma var áberandi meðal háseta. Hjá þeim var áhættuhlutfallið (RR) hækkað vegna allra dánarmeina (RR=2,5 , 95% CI=l,0-5,7) og hjarta- og æðasjúkdóma (RR=3,9, 95% 0=1,0-14,4).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.