Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 28

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 28
28 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 **Háskólanum í Iowa, ***félagsvísindadeild HÍ, ****Rannsóknarstofu í heilbrigðisfrœði HÍ Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort eitthvað í starfsumhverfi hjúkrunar- fræðinga tengist tíðni brjóstakrabbameins íþeirra hópi. Aðferðir: Tölvusamkeyrsla við Krabbameins- skrá leiddi í ljós 59 brjóstakrabbameinstilfelli í hópi 2159 hjúkrunarfræðinga. Eitt hundrað og átján viðmið voru valin af handahófi úr hjúkrun- arfræðingahópnum. Rætt var við þátttakendur í síma og lagður fyrir þá spurningalisti, þar sem spurt var um þekkta áhættu ætti brjóstakrabba- meins en einnig um starfssögu einstaklinganna. Pátttaka var 97%. Hlutfallstala (odds ratio, OR) var reiknuð með 95% öryggismörkum (95% CI) og vægi nokkurra mögulega truflandi þátta metið með aðhvarfsgreiningu (unconditional logistic regression). Niðurstöður: I ljós kom að þekktir áhættuþætt- ir svo sem fjölskyldusaga vega þungt þegar um brjóstakrabbamein er að ræða. Niðurstöðurnar varðandi atriði sem tengdust vinnunni breyttust ekki að marki, þótt leiðrétt væri fyrir nokkrum mögulega truflandi þáttum. Hlutfallstalan hjá þeim sem höfðu sérnám í hjúkrun var hærri en hjá öðrum (OR: 1,23; 95% CI: 0,56-2,67). Hæstu hlutfallstölurnar voru hjá þeim sem höfðu sérhæft sig í barna-, geð-, hand-/lyflæknis-, elli-, heilsu- verndar- og „annarri hjúkrun“ (OR: 1,95; 95% CI: 0,84-4,54). Pegarteicið var tillit til starfstímaá mismunandi deildum var hlutfallstalan hæst með- al hjúkrunarfræðinga á barnadeildum (OR: 1,47; 95% CI: 0,63-3,41) en lægst meðal heilsuverndar- hjúkrunarfræðinga (OR: 0,44; 95% CI: 0,20- 0,96). Ályktanir: Vísbendingar um áhættuþætti í starfsumhverfi sáust hjá hjúkrunarfræðingum sem höfðu sérhæft sig á ýmsum sviðum hjúkrun- ar. Starf tengist lífsstíl og ber að taka tillit til hvors tveggja, þegar heilsufar starfshópa kvenna er at- hugað. E-21. Dánartíðni meðal kvenna í hóp- rannsókn Hjartaverndar, þróun og sam- anburður við konur sem ekki mættu Lilja Sigrún Jónsdóttir*, Nikulás Sigfússon*, Guðmundur Þorgeirsson**, Helgi Sigvaldason* Frá *Rannsóknarstöð Hjartaverndar, **lyflækn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Þegar úrtak hefur verið valið til faraldsfræðilegrar rannsóknar er mætingarhlut- fall mikilvægt og upplýsingar um þann hóp sem ekki tekur þátt einnig. Þegar túlkaðar eru niður- stöður rannsókna og þær yfirfærðar á heildina er æskilegt að geta metið á hvern hátt þeir sem ekki mæta eru frábrugðnir þátttakendum. Aðferðir: Hóprannsókn Hjartaverndar hófst 1967 og var upphaflegur hópur kvenþátttakenda 16.000 konur sem bjuggu í Reykjavík og ná- grenni, fæddar á árunum 1908-1935. í fyrstu fimm áföngum hóprannsóknar Hjartaverndar var boð- ið 12.797 konum til rannsóknar, hluta af þeim hópi í hverjum áfanga. Af þeim þáðu 9773 boðið eða nálægt 73%. Borin var saman dánartíðni þeirra einstaklinga sem mættu og hinna sem ekki mættu í fimm ár eftir fyrstu boðun. Beitt var fjölþáttagreiningu Cox og tekið tillit til aldurs. Niðurstöður: Fimm árum eftir fyrstu boðun höfðu þær sem mættu 39% (CI=34—44%) lægri heildardánartíðni en hinar sem ekki mættu (p<0,0001). Dánartíðni af völdum kransæðasjúk- dóms var 41% lægri (CI=38-51%, p<0,001). Hópur b sem kemur endurtekið skar sig ekki úr að þessu leyti. Dánartíðnin reyndist einungis háð aldri, það er fór hækkandi á tímabilinu. Verður leitast við að lýsa þróun mismunandi dánarmeina. Ályktanir: Mætingartölur í hóprannsókn Hjartaverndar eru vel innan þeirra marka sem teljast viðunandi fyrir framskyggna ferilrann- sókn. Sá munur sem fram kemur við samanburð á þátttakendum og þeim sem ekki mæta má að hluta skýra með því að í þeim hópi séu einstak- lingar með langvinna sjúkdóma sem eru undir læknishendi þegar boðun fer fram. Einnig var áður þekkt frá fyrsta áfanga að mæting var mun betri hjá yngri konunum. Það hefur ekki verið skoðað enn í seinni áföngum. E-22. Áhætta á brjóstakrabbameini tengd notkun getnaðarvarnapillu hjá ungum konum Laufey Tryggvadóttir*, Hrafn Tulinius*, **, Guð- rún Birna Guðmundsdóttir* Frá *Krabbameinsfélagi íslands, **Rannsókna- stofu í heilbrigðisfrœði HÍ Nýlegar rannsóknir benda til þess að tengsl geti verið milli brjóstakrabbameins og notkunar getn- aðarvarnapillu fyrir tvítugt. Þessi hugsanlegu tengsl voru rannsökuð í faraldsfræðilegu gagna- safni Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, heilsusögubankanum. Rannsóknaraðferðin var sjúklinga-, viðmiðarannsókn innan ferilrann- sóknar. Notaðar voru upplýsingar um tímalengd notkunar getnaðarvarnapillunnar fyrir 204 sjúk- linga og 1183 viðmið. Konurnar voru fæddar eftir 1944 og því ekki orðnar tvítugar er pillan kom fyrst á íslenskan markað. Hlutfall notenda sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.