Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 30

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 30
30 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 linga. Sjö sjúklingar fengu aðeins bláæðagræð- linga, tveir sjúklingar aðeins slagæðagræðlinga en 191 sjúklingur fékk bæði bláæða- og slagæða- græðlinga. Niðurstaða: 1) Sjötíu og fimm sjúklingar geng- ust undir kransæðaaðgerð fyrir hverja 100 þúsund íbúa á árinu 1995. 2) Dauðsföll fyrir kransæðaað- gerð í fyrsta sinn var 0,5% og fyrir allan hópinn 1%. Fylgikvillar voru innan eðlilegra marka en tíðni sýkinga var 5,5%. 3) Fyrir aðgerð höfðu 50% sjúklinga hvikula hjartaöng. Karlmenn voru 82% sjúklinganna og 26% voru 70-79 ára. Árang- ur aðgerða var góður. 4) Dánartíðni af völdum kransæðastíflu hefur farið minnkandi á Islandi á síðasta áratugi. Hluti skýringar á lækkandi dánar- tíðni er minnkandi vægi áhættuþátta en einnig hefur bætt meðferð átt stóran þátt og síðast en ekki síst kransæðaskurðaðgerðir sem fram- kvæmdar hafa verið með góðum árangri. E-25. Hlutverk PLC í innri boðkerfum æðaþels Anna Helgadóttir, Haraldur Halldórsson, Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Þorgeirsson Frá Rannsóknastofu HÍ í lyfjafrœði, lyflœkninga- deild Landspítalans Ýmis áverkunarefni örva æðaþelsfrumur til að mynda prostacýklin. Þekkt er að þegar áverkun- arefnin bindast viðtökum sínum á æðaþelsfrum- um örva þau G-prótín sem aftur virkja inósitól fosfata boðkerfið í gegnum PLCþ. Sýnt hefur verið fram á í sumum öðrum frumutegundum að inósitól fosfata boðkerfið er einnig virkjað með týrósín fosfórun á PLCy. Athugað var hvort PLCy hefði hlutverki að gegna í boðkerfum æða- þels. Notað var pervanadat sem er týrósín fosfat- asa hindri til að auka týrósín fosfórun prótína. Athugað var hvort þrombín og histamín örvuðu týrósín fosfórun á PLCy. Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja þar til þær mynduðu samfellt frumu- lag. Með því að beita SDS/PAGE, rafflutningi (western blotting) og greiningu með sértækum mótefnum fundum við að 5-40uM pervanadats ollu týrósín fosfórun ýmissa prótína, þar á meðal PLCy. Pervanadatið örvaði einnig myndun inósi- tól fosfata og prostacýklíns. Þegar frumur voru meðhöndlaðar með þrombíni ásamt pervanadati í litlum skammti fékkst fram meiri inósitól fosfat svörun og týrósín fosfórun á PLCy heldur en summan af hvorri örvuninni um sig. Slík samverk- an sást ekki eftir örvun með histamíni og pervana- dati. Þessar niðurstöður sýna að örvun á PLCy með týrósín fosfórun hafi hlutverki að gegna í innri boðkerfum æðaþels. Einnig benda niðurstöðurn- ar til að þrombín, en ekki histamín, virki þessa boðleið þegar æðaþelsfrumur eru örvaðar til að mynda prostacýklín. E-26. Greining meðfæddra hjartagalla fyrir fæðingu Hróðmar Helgason*, Reynir Tómas Geirsson**, Jóhann Heiðar Jóhannsson*** Frá *Barnaspítala Hringsins Landspttalanum, **kvennadeild Landspítalans, ***Rannsóknar- stofa HÍ í meinafrœði Inngangur: Á undanförnum árum hefur verið unnt að greina alvarlega meðfædda galla fyrir fæðingu með ómskoðun. Frá árinu 1989 hefur greining meðfæddra hjartagalla bæst við og leitt til nýrra valkosta í meðferð alvarlegra hjartagalla. Tilgangur rannsóknar okkar er að athuga fjölda og gerðir meðfæddra hjartagalla sem greinst hafa fyrir fæðingu hérlendis og athuga afdrif fóstr- anna. Niðurstöður: Frá árinu 1989 hafa 24 fóstur greinst með meðfæddan hjartasjúkdóm, 23 með hjartagalla og eitt með hjartavöðvasjúkdóm. Ald- ur mæðranna var frá 16 ára til 40 ára (meðalaldur 30±5,6 ár). Fóstrin voru skoðuð á bilinu 18 vikna til 38 vikna (meðaltal 20,5±3 vikur). Ábendingar fyrir skoðun á hjarta var að hjá 18 var ófullnægj- andi fjögurra hólfa sýn eða grunur um hjartagalla í skimskoðun í 18.-20. viku, fjögur voru skoðuð vegna hjartsláttartruflana og tvö vegna fjöl- skyldusögu. Ekkert fóstur var ranglega greint með hjartagalla. Eitt fóstur sem skoðað var í 38. viku vegna hjartsláttartruflana reyndist eftir fæð- ingu vera með mistengdar lungnabláæðar. Fjórt- án fóstureyðingar voru gerðar, krufning staðfesti greininguna í þeim tilvikum. Fóstrið með hjarta- vöðvasjúkdóm lést in utero í 22. viku. Af 23 fóstr- um með hjartagalla voru þrjú með vægan hjarta- galla og 20 með alvarlegan galla. Átta fóstur voru með vanþroskað vinstra hjarta. Sjö gengust undir fóstureyðingu en það áttunda (greindist í 33. viku) fæddist eftir 41 viku meðgöngu og lést barn- ið tveggja mánaða gamalt. Fimm fóstur voru með flókinn (complex) samsetningargalla og var fóst- ureyðing gerð í fjórum tilvikum. Tvö fóstur voru með lokuvísagalla (atrioventricular canal defect) og við krufningu eftir fóstureyðingu var Downs heilkenni staðfest. Tvö fóstur voru með op á milli slegla og eru þau börn bæði lifandi. Sex fóstur voru með ýmsa aðra galla og eru fjögur þeirra lifandi (Fallots ferna, tricuspid atresia, þröng lungnaslagæðarloka, víxlun stóru slagæðanna), það fimmta, með dextrocardiu dó skömmu eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.