Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 33 E-31. Jákvæð fylgni milli níturoxíð- myndunar og sympatískrar æðaþrengj- andi taugavirkni til beinagrindarvöðva í ungum körlum Jón Ólafur Skarphéðinsson*, Mikael Elam**, Lennart Jungersten***, B. Gunnar Wallin** Frá *Lífeðlisfrœðistofnun HÍ, **klínískri taugalí- feðlisfræði og ***klínískri lífeðlisfrœði, Sahl- grenska sjúkrahúsinu Gautaborg Skráningar á sympatískri taugavirkni til æða beinagrindarvöðva (muscle nerve sympathetic activity, MSA) sýna mikinn breytileika milli heil- brigðra einstaklinga. Sýnt hefur verið fram á góða samsvörun milli noradrenalínlosunar frá hjarta og nýrum og MSA. Til samans ákvarða æðar vöðva, nýrna og hjarta töluverðan hluta heildarviðnáms æðakerfisins. Hins vegar sýna rannsóknir ekkert samband milli MSA og hvfldarblóðþrýstings heil- brigðra einstaklinga. Því vildum við kanna hvort samsvörun fyndist milli MSA og myndunar nítur- oxíðs (nitric oxide, NO) sem er æðavíkkari og myndast meðal annars í æðaþeli. Rannsakaður var 21 karl á aldrinum 20-30 ára, sjálfboðaliðar. Tveimur dögum fyrir rannsókn fengu þeir ýtarleg fyrirmæli um nítratsnautt fæði sem þeim bar að halda fram yfir rannsókn, en við þær aðstæður endurspeglar nítratmagn í blóði nít- uroxíðmyndun í líkamanum, einkum æðaþeli. Rafvirkni sympatískra taugaþráða til æða beina- grindarvöðva (MSA) var síðan skráð, í liggjandi stöðu, frá n. peroneus við fibula-höfuðið. Tauga- virknin var skráð í 15 mínútur ásamt hjartarafriti og blóðþrýstingi. I lok skráningartímans var dreg- ið blóð úr bláæð í olnbogabót. Blóðið var skilið og blóðvökvinn frystur og geymdur þar til nítrat- magnið í sýnunum var mælt. AUir einstaklingarnir höfðu blóðþrýsting undir háþrýstimörkum og þyngdarstuðul undir offitu- mörkum. Engin fylgni var milli blóðþrýstings og MSA. Jákvæð fylgni fékkst hins vegar milli MSA og nítratmagns í blóðvökva. Þessar niðurstöður benda til að því hærri sem virknin er í sympatískum taugaþráðum til vöðva- æða, þeim mun meira níturoxíð myndist. Líklegt er því að jafnvægi sé milli æðavíkkandi nítur- oxíðmyndunar í æðaþeli og æðaþrengjandi sympatískrar taugavirkni. Röskun á þessu jafn- vægi gæti verið mikilvægur þáttur í þróun háþrýst- ings. E-32. Hefur komplímentþáttur C4B áhrif á horfur sjúklinga með kransæða- sjúkdóm Judit Kramer*, Sigurður Þór Sigurðarson**, Sig- urður Böðvarsson**, Garðar Sigurðsson***, Georg Fttst*, Guðmundur Porgeirsson**, Guð- mundur Jóhann Arason**** Frá *National Institute of Haematology, Blood Transfusion and Immunology, Búdapest, **lyf- lœkningadeild Landspítalans, ***bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur, ****Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði Komplímentþáttur C4B gegnir mikilvægu hlut- verki í ónæmisvörnum líkamans. Samkvæmt eldri rannsóknum okkar (1) er arfbundinn skortur á þessum þætti marktækt sjaldgæfari meðal heil- brigðra Ungverja á aldrinum 60-90 ára en meðal þeirra sem yngri eru. Þetta gæti bent til að C4B*Q0 (=skortur á C4B) geti verið áhættuþátt- ur þegar líður á ævina. í samræmi við þetta hefur komið í ljós að C4B*Q0 er marktækt algengara í ungverskum hjartasjúklingum en í jafnöldrum þeirra (2) og slfkir sjúklingar hafa hærri ASAT gildi (sem talið er endurspegla útbreiddari vefja- skemmd) og verri lífshorfur en sjúklingar sem ekki hafa C4B*Q0. C4 genin eru hluti af svæði þar sem mörg samhliða gen erfast gjarnan sem ein heild án endurraðana, það er HLA-svæði 6. litn- ings. Það er því erfitt að dæma um hvort fylgni C4B*Q0 við horfur hjartasjúklinga á rætur að rekja til galla í C4B geninu sjálfu eða galla í ná- lægu geni. Ein leið til að komast nær hinu sanna er að endurtaka rannsóknir okkar í þýði þar sem HLA-arfgerðir eru verulega frábrugðnar því sem gerist meðal Ungverja. Við erum nú að athuga fylgni kransæðasjúkdóms við afurðir HLA- tengdu genanna C4B, C4A og Bf í íslendingum. Skoðaðir eru allir sjúklingar sem koma á bráða- móttöku Landspítalans eða Sjúkrahúss Reykja- víkur með brjóstverk sem aðalkvörtun. Sjúkling- ar sem greinast með kransæðasjúkdóm verða bornir saman við afgang sjúklingahópsins og við 400 heilbrigða íslenska blóðgjafa. Ætlunin er að safna 1000 sýnum, þar af 300 í fyrri hluta rann- sóknar. Þessum hluta er nú að ljúka og verða niðurstöður kynntar á ráðstefnunni. HEIMILDIR 1. Kramer J, et al. Hum Genet 1991; 86: 595-8 2. Kramer J, et al. BMJ 1994; 309: 313-4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.