Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 37

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 37 hafa hinsvegar tapað þessum eiginleika. Því virð- ist sem eitthvað gerist í æxlisþróuninni sem gerir p53 viðbragðið óvirkt. p53 viðbragðið í brjóstavef við þessar aðstæður virðist ekki tengjast apoptósu (sama og engin apoptósa verður í þeim frumum sem tjá p53) en hinsvegar verður apoptósa í æxlis- vefnum og þá, að því er virðist, án afskipta p53. Þessar niðurstöður verða ræddar í samhengi við aðrar p53 rannsóknir á íslandi. E-40. Tap á arfblendni á litningi lp í mannabrjóstakrabbameini. Samband við háan S-fasa, verri lífslíkur og úrfell- ingar á öðrum litningum Gísli Ragnarsson, Ásgeir Sigurðsson, Guðný Eiríksdóttir, Rósa B. Barkardóttir, Jón Gunn- laugur Jónasson, Sigurður Ingvarsson Frá Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að ýmis svæði í genamenginu verða fyrir breytingum hjá krabbameinsfrumum og geta því mögulega hýst æxlisbæligen. Æxlisbæligen verður ekki óvirkt fyrrr en báðar litningasamsætur þess eru óvirkar. Ef æxlisfrumur eru arfblendnar er hægt að greina samsætutap (loss of heterozygosity = LOH). Seinni stökkbreyting í æxlisbæligenum hefur í langflestum tilfellum greinst með LOH í tilsvar- andi genum. LOH á litningi lp hefur fundist í mörgum gerðum krabbameina en þó einkum í brjóstakrabbameini. Aðferðir: Rannsökuð voru 232 prímer brjósta- krabbameinsæxli. DNA var einangrað úr leu- kócýtum (normalsýni) og æxlisvef með protínasa. DNA úr æxlissýnum og eðlilegum blóðsýnum var síðan magnað upp með PCR aðferð. Míkrósa- tellite lp erfðamörk voru notuð. Hið magnaða DNA var rafdregið og flutt yfir á Hybond-N+ nælon himnu. Þreifað var með halalengdum erfðamörkum merktum með peroxíðasa. Mögn- un á DNA í æxlissýni var borin saman við DNA í eðlilegu blóðsýni. Ef önnur samsæta í arfblendn- um sýnum var horfin eða hafði magnast mun daufar í öðru sýninu en hinu skráðist það sem LOH. Niðurstöður: Urfellingar voru greindar á rönt- genfilmum. Þau sýni sem ekki var hægt að ákvarða örugglega voru skráð ólæsileg. Alls 126 af 232 krabbameinsæxlum eða 54% reyndust með LOH einhvers staðar á því svæði sem erfðamörk- in 13 náðu yfir. LOH einstakra erfðamarka var frá 11% upp í 28%, og eru tveir toppar á því svæði sem rannsakað var. Urfellingakort gefur vísbend- ingar um möguleg æxlisbæligen á þremur svæðum á litningi lp. Marktækt samband reyndist vera milli LOH á lp og S-fasa, milli LOH á lp og LOH á öðrum litningasvæðum. Marktækt samband reyndist einnig vera milli lifunar og LOH á lp. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að þrjú æxlisbæligen séu á því svæði litnings lp sem rann- sakað var. Þeir sjúklingar sem hafa LOH á lp reyndust vera í tvöfaldri áhættu að deyja úr sjúk- dómnum en hinir sem ekki eru með LOH á lp. Samkvæmt rannsókninni er LOH á lp sjálfstæður prógnóstískur þáttur í brjóstakrabbameini. Int J of OncoIogyl996; 9: 731-6. E-41. Samanburður á niðurstöðum litn- ingarannsóknar og flæðigreiningar á brjóstakrabbameinsfrumum Margrét Steinarsdóttir*, Jón G. Jónasson**, Ingi- björg Pétursdóttir***, Helgi Sigurðsson****, Helga M. Ögmundsdóttir*** Frá *Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, litningar- annsóknadeild, **Rannsóknastofu HÍ í vefja- meinafrœði, ***Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumulíffræði, ****krabbameinslækninga- deild Landspítalans Ýmsar aðferðir eru notaðar til að meta erfða- breytileika í æxlisfrumum. I þessari rannsókn voru bornar saman niðurstöður hefðbundinnar litningarannsóknar á brjóstakrabbameinsfrum- um, bæði beint úr æxlinu og úr ræktunum, og flæðigreining á frumum úr paraffín-innsteyptum vefjasneiðum þar sem mælt var DNA magn og hlutfall frumna í S-fasa. Samanburður á 70 sýnum sýndi kosti og galla beggja aðferðanna. Ræðigreining skynjaði breyt- ingar í 60% tilfella en litningagreining í 50% til- fella. Samanlagt greindust breytingar í 74% sýn- anna. Flæðigreining missti af nær-diploid klónum og klónum með einfaldar litningabreytingar. Litningarannsókn missti af þriðjungi klóna sem fundust með flæðigreiningu. DNA magn í frum- unum mældist almennt heldur meira með flæði- greiningu heldur en litningarannsókn en fylgni var góð. Aðferðirnar greindu sömu klón í 54% tilfella. Mismunur virðist að hluta til stafa af mis- leitni æxlisins og skorti á frumum í skiptingu í litningarannsókninni. Fjölklónunfannstí25% af- brigðilegra æxla. Engin fylgni fannst á milli hækk- aðs S-fasa hlutfalls og fjölda frumuskiptinga í beinum heimtum og ræktunum, en fylgni fannst á milli hækkaðs S-fasa hlutfalls og mislitnunar (an- euploidy). Við ályktum að litningabrengl og magnbreyt- ingar á erfðaefni í æxlissýnum séu mjög algeng, aðferðirnar tvær bæti hvora aðra upp, en þörf sé á nánari rannsóknum til að sjá hvort sérstakar breytingar tengist horfum sjúklinganna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.