Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 41

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 41 hafa bæði sýnt lípoxýgenasa-hemjandi verkun in vitro. I þessari rannsókn voru prófuð áhrif prótóli- chesterínsýru og lóbarínsýru á vöxt og viðhald ýmissa frumutegunda úr mönnum í rækt. Valdar voru til rannsóknar tvær frumulínur úr brjósta- krabbameini (T-47D og ZR-75-1), ein frumulína úr hvítblæði (K-562), eðlilegar bandvefsfrumur úr fimm einstaklingum og eðlilegar eitilfrumur úr fjórum einstaklingum. Frumufjölgun var metin með því að mæla DNA framleiðslu (upptöku á geislamerktu thymidini), fjöldi lifandi frumna í rækt var mældur með MTS aðferð (metur frumur með virk efnaskipti) og litun með trýpan bláu. Einkenni um stýrðan frumudauða (apoptosis) voru metin með smásjárskoðun. Bæði efnin höfðu verulega hamlandi áhrif á frumufjölgun allra þriggja illkynja frumulínanna og var prótól- ichesterínsýra heldur virkari en lóbarínsýra. Brjóstakrabbameinslínurnar sýndu mest næmi, ED50 fyrir áhrif prótólichesterínsýru á T-47D og ZR-75-1 var 3,8 og 1,1 pg/ml, en 21,1 og 14,5 pg/ml fyrir lóbarínsýru. Fyrir K-562 voru ED50 gildin 24,6 og 44,7 pg/ml, en um það bil þrisvar sinnum hærri gildi ollu verulegum frumudauða og frum- urnar höfðu sjáanleg einkenni um apoptosis. Hvorugt efni hafði nein veruleg áhrif á frumu- fjölgun eða líftölu eðlilegra bandvefsfrumna. Prótólichesterínsýra hindraði svörun eitilfrumna við mítógenörvun með ED50 3,8 pg/ml, en fimm- falt hærri styrkur olli 40% frumudauða. í ljósi tilgátna um að afurðir lípoxýgenasa ferils geti haft hvetjandi áhrif á vöxt illkynja frumna, er áhugavert að kanna nánar hvort um tengsl sé að ræða milli verkunar fléttuefnanna á illkynja frum- ur og in vitro lípoxýgenasa-hemjandi verkunar. E-50. Áhrif meta-iodobenzylguanidíns á histamínviðtaka æðaþelsfrumna Óskar Jónsson*, Haraldur Halldórsson*, Guð- mundur Þorgeirsson*, ** Frá *Raimsóknastofu HÍ í lyfjafrœði, **lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Meta-iodobenzylguanidín (MIBG) er efni hliðstætt noradrenalíni. Geislamerkt er það meðal annars notað til greiningar á æxlum í chromaffin vef, til dæmis pheochromocytoma. MIBG er sértækur hindri á ADP-ribosyleringar og er sem slíkt talið hindra histamín örvaða mynd- un á inositol trisfosfati (IP3), prostacyklíni (PGI2) og köfnunarefnisoxíði (NO). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort MIBG hefði áhrif á tengingu histamíns við H,-viðtakann. Efniviður og aðferðir: Frumuhimnur ræktaðra æðaþelsfrumna voru einangraðar. Einsleit lausn frumuhimna var geymd í hitabaði með [3H]mepyramíni (Hrantagonisti) og mismunandi styrkleika af MIBG.[3H]mepyramín bundið frumuhimnum var aðskilið frá lausu [3H]mepyra- míni á filter með undirþrýstingi og magn þess síðan ákvarðað með sindurteljara. Tríprólidín (Hrantagonisti) var notað til að ákvarða sértæka tengingu [3H]mepyramíns við H,-viðtakann. Niðurstöður: [3H]mepyramín tengdist við eina tegund viðtaka á frumuhimnunum því Scatchard kúrfan fyrir sértæka tengingu þess var bein lína. Klofnunarfasi (kd) [3H]mepyramíns var 0,42 nM og hámarksbindigeta (Bmax) frumuhimnanna var 10,18 fmól/mg prótíns. MIBG minnkaði tengingu [3H]mepyramíns við frumuhimnurnar. Hámarks- hindrunin var 83% og var jafnvægi náð við 0,22 mM MIBG. Helmingshindrunarstyrkur (IC50) MIBG var 0,094 mM og klofnunarfasti (k,) þess var 0,076 mM. MIBG minnkaði tengingu [3H]mepyramíns við frumuhimnurnar meira en tríprólidín gerði. MIBA (Meta-iodobenzylami- ne) minnkaði einnig tengingu [3H]mepyramíns við frumuhimnurnar en í mun minna mæli en MIBG. Ályktun: MIBG virðist vera andhistamín og hindra histamín örvaða IP3, PGI2 og NO myndun æðaþelsfrumna með því að hindra tengingu þess við H,-viðtaka á yfirborði frumnanna. MIBG minnkar sennilega einnig ósértæka tengingu [3H]mepyramíns við frumuhimnur. E-51. Slímhimnubólusetning, verkunar- máti og virkni Sveinbjörn Gizurarson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Bólusetning um nef eða munn hefur reynst geta komið í stað stungubólusetningar. Rannsóknar- sviðið, slímhimnubólusetning, hefur verið í mikl- um vexti síðustu ár. Með dýratilraunum hefur komið ljós að hægt er að ná jafngóðum árhifum með bólusetningu á slímhúð og með bólusetningu í formi stungulyfs en einungis bólusetning á slímhúð getur framkall- að verndandi mótefni á slímhimnur líkamans. Pessi góðu áhrif koma fram þó svo að bóluefnið nái eingöngu að vera á slímhimnunni í fáeinar klukkustundir, samanborið við nokkrar vikur eft- ir bólusetningu í formi stungulyfs. Flytja þarf bóluefnið hratt yfir slímhimnuna og til eitilfrumna en hreinsunarhæfni bifháranna í nefinu sjá til þess að helmingunartími þess efnis sem sest á slímhimnuna er 15 mínútur. Velja skal hjálparefni sem geta bæði aukið frásog bóluefn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.