Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 45

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 45 E-58. Ónæmisörvun kinda með endur- röðuðu kjarna- og hjúpprótíni visnu- veiru Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Björg Rafnar, Eggert Gunnarsson Frá Tilraunastöð HÍ í meinafrceði að Keldum Erfitt hefur reynst að þróa bóluefni gegn lenti- veirum og mörg dæmi eru um að ónæmisörvun fyrir sýkingu valdi því að sjúkdómur versnar í stað þess að veita vörn. Afar brýnt er því að vita hvaða hlutar veirunnar vekja verndandi ónæmissvar og hvaða hlutar ónæmissvarsins eru áríðandi fyrir vernd. Visnuveira er lentiveira sem veldur heilabólgu í kindum; eins og aðrar lentiveirur hefur hún gen fyrir kjarnaprótín (gag), hjúpprótín (env), hvata (pol) og stjórnprótín. Tilgangur verkefnis er að rannsaka ónæmissvar í kindum í kjölfar örvunar með kjarna- og hjúpprótínum visnu og athuga hvort hægt sé að fá vernd gegn sýkingu. Kjarna- (gag) og hjúpprótíngen (env) visnu voru klónuð inn í bakúlóveiru og prótínin fram- leidd í Sf-9 frumum. Kindur voru sprautaðar í húð með eftirfarandi vækjum blönduðum ónæmis- glæði; 1) gag, sem seytt er af gag-bakúlóveiru sýktum Sf-9 frumum, 2) env, sem er frumuhimna e/iv-bakúlóveiru sýktra Sf-9 frumna, 3) himnum af Sf-9 frumum sýktum með villtri bakúlóveiru til samanburðar. Kindur sprautaðar með gag og env vækjum mynduðu sterkt mótefnasvar gegn visnu mælt í ELISA en samanburðarkindin var neikvæð. Pró- tínþrykk sýndi að mótefni gag sprautuðu kindar- innar beindust gegn öllum helstu gag-prótínum visnuveiru, en mótefni env kindarinnar bundust visnu glýkóprótíni (gp) 135 en ekki gp44. Engin vaxtarhindrandi mótefni fundust. Samanburðar- kindin var neikvæð gegn visnuveiru í prótín- þrykki. Visnuveira örvaði eitilfrumur gag og env sprautuðu kinda in vitro en ekki eitilfrumur sam- anburðarkindar. Rannís styrkir rannsóknina. E-59. Stjórn á langlífí eitilfumna HelgaM. Ögmundsdóttir*, Steinunn Sveinsdóttir*, Asbjörn Sigfússon**, Bjarni A. Agnarsson***, Jón Gunnlaugur Jónasson*** Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, **Rannsóknastofu H1 í ónœmisfrœði, ***Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Það er almennt viðurkennt að stýrður frumu- dauði skiptir verulegu máli við þroskun eitil- frumna og talinn nauðsynlegur til að koma í veg fyrir sjálfsofnæmi. Frumudauði er líka nauðsyn- legur til að binda enda á ónæmissvörun. Við höf- um rannsakað íslenska fjölskyldu með tilhneig- ingu til góðkynja og illkynja æxlisvaxtar af B- frumuuppruna. Fyrsta mælanlega afbrigðið sem við fundum í einkennalausum fjölskyldumeðlim- um var afbrigðilega mikil framleiðsla á immúnó- glóbúlínum eftir mítógen örvun í rækt. Við höfum nú skoðað lifun eitilfrumna í rækt með og án örvunar og metið tjáningu á langlífisgeninu bcl-2 með mótefnalitun á vefjasneið og flæðifrumusjár- greiningu á ræktuðum frumum. Stýrður frumu- dauði (apoptosis) var mældur með TUNEL að- ferð. Eitilfrumur frá þeim fjölskyldumeðlimum sem sýndu offramleiðslu á immúnóglóbúlínum lifðu marktækt lengur en frumur úr samanburðar- einstaklingum í mítógenörvaðri rækt. Afbrigði- lega mikil tjáning sást á bcl-2 prótíninu á B- frumusvæði í eitli frá konu úr fjölskyldunni sem greindist með mergfrumuæxli 15 árum eftir að eitillinn var tekinn. í eitilfrumum úr samanburð- areinstaklingum sýndi bcl-2 tjáningin ákveðið ferli í tíma: Þegar frumurnar byrjuðu að svara mítógenörvun og stækka jókst bcl-2 tjáningin, en lækkaði síðan aftur á áttunda degi en á þeim tíma höfum við mælt verulegan frumudauða með litun með trýpan-bláu. TUNEL litun sýndi apoptosis í smáum bcl-2 neikvæðum frumum og stórum frumum strax á öðrum degi meðan bcl-2 tjáning var enn há. Verið er að kanna hvort um var að ræða einstofna frumufjölgun í eitlinum og eftir er að mæla bcl-2 tjáningu í eitilfrumuræktum frá fjölskyldunni. Þegar niðurstöður úr þeim mæling- um liggja fyrir verður unnt að meta hvort afbrigði- legt langlífi B-eitilfrumna í þessari fjölskyldu tengist afbrigðum í tjáningu á bcl-2. E-60. Prótín-týrósín kínasinn Csk tekur þátt í boðflutningi gegnum FceRI viðtak- ann Þórunn Rafnar, Stokes Peebles, Mary E. Brum- met, Donald W. MacGlashan, David G. Marsh Frá lœknadeild HÍ, Johns Hopkins Asthma and Allergy Center Prótín-týrosín kínasinn Csk bælir virkni Src kínasa fjölskyldunnar og hefur neikvæð áhrif á boðflutning nokkurra Src-tengdra viðtaka, svo sem T-frumu og B-frumu viðtakanna. Src kínas- inn Lyn er nauðsynlegur til örvunnar IgE viðtak- ans, FceRI, á mastfrumum og basófílum. Þessi rannsókn var framkvæmd til að athuga hvort Csk hefur hlutverk í boðflutningi gegnum FceRI. FceRI viðtakar á RBL frumum (mastfrumulína úr rottu) voru krosstengdir (örvaðir) með and-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.