Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 46
46 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 DNP IgE og DNP-HSA. And-Csk mótefni og endurraðað prótín voru notuð til að auðkenna týrosín-fosfóprótín sem bindast Csk. Eitt 60 kD fosfóprótín (p60) tengdist SH2 hneppi Csk eftir örvun FceRI in vitro. Þessi tengsl voru ekki til staðar þegar Csk-SH2 hneppi með stökkbreyt- ingu í fosfótýrosín-bindimótífinu, FLVRES, var notað. p60 fosfórun náði hámarki eftir eina mínútu og hélst óbreytt svo lengi sem FceRI viðtakarnir voru krosstengdir. Losun krosstengjanna með eingildu hapteni (DNP) leiddi til hraðrar affosfór- unar p60. Fosfórun p60 var einungis mælanleg eftir örvun með IgE og andgeni en ekki með örvun með PMA og/eða ionomycin. p60 féll út með Csk úr RBL frumum og var fosfórað in vitro af Csk. Fosfórað p60 var einungis til staðar í frumuhimnunni en ekki umfrymi. Töluvert magn af Csk var tengt við frumuhimnuna bæði í óörvuð- um og örvuðum frumum og þetta magn breyttist ekki við örvun. p60 er skylt fosfóprótíni sem er tengt Csk í T-frumum úr mönnum. Þessar niðurstöður sýna að Csk er hluti af pró- tín -komplexi sem tekur þátt í boðflutningi gegn- um FceRI viðtakann. E-61. Breytingar á tjáningu komplíment- viðtaka CR2 á T-frumum í SLE Kristín H. Traustadóttir*, Asbjörn Sigfússon*, Kristján Steinsson**, Helgi Valdimarsson*, Krist- ján Erlendsson*,** Frá *Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, **lyf- lœkningadeild Landspítalans Inngangur: Fyrri rannsóknir á einstaklingum rneð C4AQ0 arfgerð komplímentþáttar C4 sýna að slíkir einstaklingar fá oft lupus (SLE). Margar rannsóknir hafa greint frá afbrigðilegri starfsemi T-frumna í SLE. Komplímentviðtakarnir CRl og CR2 finnast á yfirborði sumra T-frumna og er magnið breytilegt. Tilgáta okkar er að komplí- mentræsing geti gegnt stjórnunarhlutverki í T- frumustarfsemi, sem getur brenglast af komplí- mentskorti eða óvenjulegum komplímentarf- gerðum. Til að gera forathugun á samspili tján- ingar viðtakanna og starfsemi komplíments í SLE, var sýnum safnað frá SLE sjúklingi með algjöran skort á C2, sem er bættur skorturinn með plasmagjöfum. Sýnum var safnað fyrir plasma- gjöf, meðan á gjöf stóð, strax eftir gjöf og á tíma- bilinu milli plasmagjafa. Aðferðir: Mælingar voru gerðar í flæðifrumu- sjá. EDTA blóð var blandað flúormerktum (FITC) mótefnum gegn CD4, CD8 og phycoer- ythrinmerktum (PE) mótefnum gegn, DR, CRl og CR2. Eitilfrumur voru einnig einangraðar og ræktaðar með og án PHA (lektín) örvunar. Niðurstöður: Mælingar sýna að tjáning CR2, en ekki tjáning CRl á T-frumum breytist við plas- magjöf. Fyrir plasmagjöf, þegar SLE einkenni eru að birtast á ný, kemur fram hópur T-frumna sem tjáir CR2. Strax daginn eftir er þessi hópur horfinn, og birtist ekki á ný fyrr en aftur fer að bera á sjúkdómseinkennum rétt fyrir næstu plas- magjöf. DR tjáning er einnig aukin fyrir plas- magjöf, og lækkar eftir að gjöf er hafin, sem bend- ir til að plasmagjöf hafi áhrif á ræsingu T-frumna. In vitro ræktun eitilfrumna sýnir að með aukinni örvuna frumnanna eykst tjáning CR2 á yfirborði þeirra. Ályktanir: Með versnandi klínísku ástandi SLE sjúklings með C2 skort kemur fram hópur ræstra T-frumna með aukna tjáningu CR2. Þessi tjáning gengur til baka þegar komplímentskorturinn er leiðréttur með plasmagjöf. Þetta bendir eindregið til tengsla milli komplímentkerfisins og starfsemi T-frumna í stjórn ónæmissvars. E-62. Rannsókn á komplímentkerfi fjöl- skyldu þar sem saman fer há tíðni SLE og C4AQ0 Kristín H. Traustadóttir*, Kristján Steinsson**, Kristján Erlendsson*,** Frá *Rannsóknastofu H1 í ónœmisfrœði, **lyf- lœkningadeild Landspítalans Inngangur: Rannsökuð voru sýni frá 32 ein- staklingum sem allir eru úr sömu fjölskyldu. Fjórtán einstaklingar eru með arfhreinan (2) eða arfblendinn (12) skort á C4A, þar af eru níu með sjúkdómseinkennni SLE eða einkenni sjúkdóms í blóðmælingum (+serology). C4A skortur fjöl- skyldumeðlima kemur frá fimm mismunandi set- röðum (haplotypum). Ekki mælist fylgni milli set- raða og SLE, heldur aðeins milli C4AQ0 og SLE. Aðferðir: Virkni klassíska ferils komplíments var mæld með ICTA (immune complex transport ability). Hæfileiki rauðra blóðkorna frá fjöl- skyldumeðlimum til að ferja mótefnafléttur var kannaður með afbrigði af sömu aðferð. Magn C3d var mælt með ELISA . Magn mótefnafléttna (IC) í sermi var metið með CCA (complement consumption assay), magn faktor B var mælt með rafdrætti og virkni styttri ferils komplíments var metin með mælingum á hemólýsu í geli. Niðurstöður: Þegar hópurinn er skoðaður í heild, eru mælingar ICTA, faktorB, virkni styttri ferils og C3d innan eðlilegra viðmiðunarmarka. Hins vegar er styrkur IC í sermi meðal fjölskyldu- meðlima marktækt hærri en meðal heilbrigðra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.