Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 49

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 49 Ályktun: Þótt ekki sé tímabært að draga of miklar ályktanir af niðurstöðunum benda þær til að í psoriasis séu víxlvirkar (cross-reactive) T- frumur sem greina samsvarandi epitóp á M-pró- tínum streptókokka og keratínum yfirhúðar og samrýmast þeirri tilgátu að sameindahermun eigi þátt í tilurð og meingerð psoriasis. E-67. Bólusetning ungbarna með fjöl- sykru pneumókokkus af hjúpgerð 6B sem tengd er við tetanus toxoíð prótín (Pn6B-TT). Ónæmissvar og öryggi Sigurveig Þ. Sigurðardóttir*, Gestur Viðarsson*, Þórólfur Guðnason**, Sveinn Kjartansson***, Karl G. Kristinsson****, Steinn Jónsson*****, Helgi Valdimarsson*, Gerald Schiffman******, Rachel Schneerson*******, Ingileif Jónsdóttir* Frá *Rannsóknadeild Hlíónœmisfrœði, **barna- deild Landspítalans, ****sýkladeild Landspítal- ans, ***barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur, ****lyfjadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, ******State University of New York, New York, *******National Institute of Child Health and Developement, Bethesda Pneumókokkar valda stórum hluta sýkinga í börnum. Þeir eru algengasta orsök bráðrar eyrna- bólgu og valda einnig lungnabólgu, blóðsýkingu og heilahimnubólgu. Sýklalyfjaónæmi pneumó- kokka hefur verið vaxandi sem eykur á þörfina fyrir bóluefni. Börn undir tveggja til þriggja ára aldri geta ekki myndað mótefni gegn fjölsykrum og er því ekkert virkt bóluefni til fyrir þennan aldurshóp. Tenging fjölsykra við prótín hefur gef- ið góða raun við bólusetningu gegn Haemophilus influenzae type B. I þessari rannsókn var kannað öryggi og ónæmisvekjandi eiginleikar Pn6B-TT í tveimur hópum ungbarna. Börn voru frumbólusett við þriggja, fjögurra og sex mánaða aldur (Hópur A, n=21) og við sjö og níu mánaða aldur (Hópur B, n=19). Engin alvar- leg aukaverkun átti sér stað. Eftir frumbólusetn- ingu mældist Pn6B-IgG (ELISA) geometrískt mean (GM) 0,62 pg/mL (p=,367) í hópi A við sjö mánaða aldur og 1,22 (p< ,001) í hópi B við 10 mánaða aldur. Heildar Pn6B mótefni (RIA) mældust 44 ng Ab N/mL (p<,053) í hópi A og 211 (p<,001) í hópi B. Marktæk hækkun varð líka í Pn6B-IgM og IgA. Endurbólusetning við 18 mán- aða aldur olli endursvari í Pn6B-IgG og heildar Pn6B mótefnum, og 62% í hópi A and 79% í hópi B mynduðu heildar mótefni >300 ng Ab N/mL. Virkni mótefna (opsonic activity), eftir frum- og endurbólusetningu, sýndi góða fylgni við Pn6B- mótefna magn. Þeir sem ræktuðust endurtekið með Pn6B reyndust hafa lélegt IgG svar. Þessar niðurstöður sýna að Pn6B-TT er öruggt, veldur myndun virkra mótefna og vekur ónæmisminni í ungum börnum. E-68. Eðli og sértækni T-frumulína og stofnrækta úr sjúklingum með psoriasis Hekla Sigmundsdóttir*, Bárður Sigurgeirsson**, Michael F. Good***, Helgi Valdimarsson*, Ingi- leif Jónsdóttir* Frá *Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, **Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ***Molecular Im- munology Unit, Queensland Institute of Medical Research, Brisbane Inngangur: Við höfum sýnt að virkur psoriasis er tengdur aukinni tíðni á Thl líkum frumum sem greina epitóp sameiginleg M-prótínum streptó- kokka og keratíni og þær hverfa úr blóði samfara klínískum bata. T-frumulínum og stofnræktum (clones) verður komið til og rannsakað hvort þær greini epitóp keratína, sem eru yfirtjáð í psoriasis og líkjast peptíðum M-prótína og sýna þannig með beinum hætti hvort víxlvirkar T-frumur séu til staðar í psoriasis. Framkvæmd: T-frumur voru einangraðar úr blóði psoriasissjúklinga og örvaðar með M-pró- tíni streptókokka og ræktaður T-frumulínur og T-stofnræktir. Sértækni T-frumulína og stofn- rækta er prófuð með því að örva þær með M- prótíni, M-peptíðum og keratínpeptíðum og mæla frumufjölgun og IFNy myndun. Gerð TcRVþ og einkennissameindir (CD4, CD8, CD45) og eru mældar með flúrskinslitun og grein- ingu í flæðisjá. Niðurstöður: Ur einum sjúklingi fengust 27 lín- ur og 12 þeirra hafa verið klónaðar og 96 stofn- ræktir frystar. Átján þeirra sýndu sterka svörun gegn M-prótíni og er unnið að fíngreiningu á sér- tækni þeirra. Fyrstu prófanir sýna að af fimm M-prótínsértækum stofnræktum fannst einn sem greinir peptíð M-146, og önnur sem svarar kera- tínpeptíði 146 en samsvarandi M-peptíði veikt. Góð samsvörun var milli frumufjölgunar og IFNy myndunar. Ályktun: Niðurstöður benda til að í psoriasis séu til staðar víxlvirkar (cross-reactive) T-frumur sem greina samsvarandi epitóp á M-prótínum streptókokka og keratínum sem eru yfirtjáð í psoriasis. Þær samrýmast þeirri kenningu að „súperantígen" (P-hemólýtískra streptókokka geti virkjað T-frumur og boðefni þeirra geti örvað tjáningu keratíns, sem hafi amínósýrur sameigin- legar með M-prótínum og þannig viðhaldist virk- ar „víxlirkar" T-frumur í psoriasisblettunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.