Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 55

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 55 Marghliða aðhvarfsgreining leiðir í ljós að þessi sambönd haldast þótt tekið sé tillit til bakgrunns- þátta, ýmissa heilsutengdra venja, samskipta við foreldra og vini og námsvinnu nemenda. Þýðing þessara niðurstaðna fyrir starfsfólk heilsugæslu og foreldra grunnskólanemenda verður rædd. E-81. Drápshæfni pencillíns og cef- tríaxóns gegn pneumókokkum í tvenns konar sýkingum í músum Theodór Asgeirsson, Helga Erlendsdóttir, Sigurð- ur Guðmundsson Frá sýklafrœðideild Landspítalans, lœknadeild Hl, lyflœkningadeild Landspítalans Inngangur: Nýlegar hérlendar rannsóknir benda til að meðhöndla megi sýkingar utan mið- taugakerfis af völdum penicillín-ónæmra pneu- mókokka með pencillíni en með breyttu skömmt- unarmynstri. í framhaldi þessara niðurstaðna var ákveðið að kanna dráp og endurvöxt í músalung- um og músalærum eftir eina gjöf penicillíns og ceftríaxóns. Efniviður og aðferðir: Svissneskar albinó- mýs voru ónæmisbældar með gjöf cyklófosfa- míðs. Mýsnar voru sýktar í pentóbarbital svæf- ingu með pneumókokka lausn um nef, sem veldur lungnabólgu vegna ásvelgingar. Atján klukku- stundum síðar voru mýsnar meðhöndlaðar með einum skammti sýklalyfs. Skammtar: penicillín 12,5 mg/kg & lOOmg/kg; ceftríaxón 2 mg/kg & 30 mg/kg. Tveimur klukkustundum fyrir sýklalyfja- gjöf voru sömu mýs sýktar í léttri etersvæfingu með pneumókokkalausn í lærvöðva. Músunum var síðan fórnað á ákveðnum tímapunktum á næstu 24 stundum, fjórar til sex mýs í senn, lungu og læri mulin og sáð á agar til talningar. Niðurstöður: Fyrir penicillín fékkst hámarks- dráp í lungum eftir 4-10 klst. við báða skammta (0,82±0,26 log10 við 12,5 mg/kg & 0,85±0,21 log10 við 100 mg/kg), en hraður endurvöxtur eftir það. Fyrir ceftríaxón 30 mg/kg fékkst hámarksdráp eft- ir 8-13 klst. (1,5±0,22 log10). Hins vegar var mun hraðara dráp í lærum, hámarksdráp náðist eftir 2-5 klst. Við hærri lyfjaskammtana var það 0,87±0,42 log10 fyrir penicillín og 1,9±0,25 log10 fyrir ceftríaxón. Ályktun: Athygli vekur seinkun á drápsvirkni í lungum við gjöf penicillíns og enn meiri við ceftrí- axóns. Hugsanlegra orsaka mætti leita í aðgengi lyfjanna í lungum, prótínbindingu þeirra og þátta á sýkingarstað eins og gleypifrumur (macropha- ge), sem trúlega geta hamlað vexti pneumókokka í lungum. Þessar niðurstöður undirstrika mismun á virkni sýklalyfja eftir sýkingarstað. E-82. Lyfhrif penicillíns og ceftríaxóns gegn pneumókokkum in vitro Sóley Ömarsdóttir, Viðar Magnússon, Helga Er- lendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Streptococcus pneumoniae er al- geng orsök ýmissa algengra og alvarlegra sýkinga. Tíðni penicillínónæmra pneumókokka (PÓP) hefur farið vaxandi um allan heim og hafa þriðju kynslóðar cefalóspórín helst verið notuð gegn þeim. Lyfhrifafræði lýsir samspili lyfs og sýkils og hefur klínískt gildi tengt skömmtun sýklalyfja. Aðferðir: Lyfhrif penicillíns og ceftríaxóns in vitro voru borin saman á næmum (MIC 0,012 mg/ml) og ónæmum (MIC 1,0 mg/ml) pneumó- kokkastofnum, báðum af hjúpgerð 6B. Athuguð voru hammörk (MIC), drápshraði við mismun- andi margfeldi af hammörkum og eftirvirkni (PAE) við mismunandi lyfjastyrk og verkunar- lengd lyfs. Niðurstöður: Dráp beggja lyfja breyttist lítið er lyfjastyrkur jókst úr 2x í 128xMIC. Meðaldráp penicillíns (log10 CFU/ml/4 klst) gegn næma stofn- inum var 50% meira en gegn þeim ónæma og meðaldráp ceftríaxóns var fimmfalt meira gegn næma stofninum. Eftirvirkni beggja lyfja lengdist með auknum lyfjastyrk gegn báðum stofnum til dæmis lengdist eftirvirkni penicillíns gegn næma stofninum úr 0,0 klst. í 3,8 klst. við aukningu styrks lyfsins úr 2 MIC í 8 MIC. Lengingin var meiri gegn næma stofninum fyrir penicillíns, en fyrir ceftríaxón var lengingin meiri gegn ónæma stofninum. Aukin verkunarlengd ceftríaxóns lengdi eftirvirkni gegn báðum stofnum og reynd- ist lengingin meiri gegn næma stofninum. Lengri verkun penicillíns framkallaði lengri eftirvirkni gegn báðum stofnum en gegn næma stofninum styttist eftirvirkni á ný eftir að penicillín hafði verkað í ákveðinn tíma. Ályktun: Munur á in vitro lyfhrifum penicillíns og ceftríaxóns gegn næmum og ónæmum pneu- mókokkum fólst í lægri hammörkum, meira drápi og lengri eftirvirkni gegn næma stofninum. Eftir fylgja in vivo rannsóknir sem skera úr um klínískt notagildi þessara niðurstaðna. E-83. Eftirvirkni flúkonazóls, ítrakona- zóls og amphótericíns B Sigríður Björnsdóttir, Björg Þuríður Magnúsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson Frá lœknadeild HÍ, sýklafrœðideild og lyflœkn- ingadeild Landspítalans Inngangur: Flúkonazól (F), ítrakonazól (I) ásamt amphótericíni B (AMB) eru kjörlyf við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.