Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 60

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 60
60 LÆKN ABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 KV1772-kv72/67-VRl. Þessar niðurstöður sýna fram á að stökkbreytingar í amínósýrum 482-511 í hjúpprótíngeni visnuveiru leiða til breytinga í mótefnasvari. E-93. Afleiðingar fíkniefnamisnotkun- ar. Þáttur annarra geðgreininga Kristinn Tómasson*, Per Vaglum** Frá *geðdeild Landspítalans, **Universitetet i Oslo, Det Medisinske Fakultet Inngangur: Markmiðin með þessari rannsókn voru að kanna meðal áfengis- og annarra fíkni- efnanotenda, sem leita sér meðferðar, samband afleiðinga fíknarinnar, svo sem slys, slagsmál, ölvunarakstur, skilnaði og truflun á vinnu við aðr- ar geðgreiningar sem þessir sjúklingar hafa. Aðferðir: Geðgreiningar voru gerðar með hjálp tölvu með greiningaforriti hjá 351 sjúklingi og þeir spurðir um ofanskráða atburði og tengsl við fíknisjúkdóminn. Sextán og 28 mánuðum eftir meðferð voru þeir aftur beðnir að svara hvort þessir atburðir hefðu endurtekið sig. Niðurstöður: Þessir atbuðir voru mjög líklegir til að endurtaka sig sérlega ef bindindi var ekki náð. Mikil áfengisneysla og fjölfíkn (áhættuhlut- fall (OR) =2,9) spáðu fyrir slysum hjá körlum. Fjölfíkn meðal karla (OR=3,9) og fælni meðal kvenna (OR=9,9) spáðu fyrir um slagsmál. Með- al áfengissjúklinga sem ekki misnota önnur efni þá spáðu fælni (OR=4,3) og andfélagslegur per- sónuleiki fyrir um slagsmál (OR=4,3). Skilnaðir tengdust fyrst og fremst alvarleika fíknarinnar. Ölvunarakstur var algengastur hjá þeim sem höfðu greininguna andfélagslegan persónuleika. Ályktun: Nauðsynlegt er í meðferð á áfengis- og öðrum vímuefnasjúklingum að taka tillit til ofangreindra niðurstaðna með það að markmiði að reyna að draga úr afleiðingum neyslu. Ljóst er þó að bindindi er sú leið sem hefur sýnt sig að draga mest úr þessum afleiðingum og er því mikil- vægasta markmið áfengismeðferðar. E-94. Rolandic flogaveiki á íslandi, tíðni og einkenni Arnar Ástráðsson*, Elías Ólafsson*, Pétur Lúð- vígsson**, Hilmar Björgvinsson* Frá *taugalækningadeild Landspítalans, **Barnaspitala Hringsins Inngangur: Rolandic flogaveiki (RF) er algeng hjá börnum og er jafnvel talið að fimmtungur flogaveikra barna á aldrinum þriggja til 15 ára séu með RF. RF einkennist af einföldum staðflogum (simple partial seizures) sem eiga upptök sín frá hreyfisvæði (motor cortex) heilans og valda oft kippum og dofatilfinningu í andliti. Börnin eru ekki með sjúkdóm í heila af öðru tagi. Flogin eru algengust í tengslum við svefn og stundum sjást stórir (grand mal) krampar. Sérkennandi heila- ritsbreytingar einkenna RF, en það eru skarpar flogabreytingar yfir miðsvæði heilans. RF er ætt- gengur sjúkdómur og margt bendir til að um au- tosomal ríkjandi sjúkdóm með breytilegri sýnd (penetrance) sé að ræða. Fáar rannsóknir á tíðni RF í afmörkuðu þýði (defined population) hafa birst. Við höfum rannasakað tíðni RF á íslandi á fimm ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Við fórum yfir öll heila- rit íslenskra barna á aldrinum þriggja til 15 ára, sem tekin voru á árunum 1986-1990. Við fundum öll heilarit sem voru með flogabreytingar sam- rýmanlegar RF. Aflað var upplýsingar um sjúk- dómseinkenni þessara barna úr sjúkraskrám og frá læknum viðkomandi. Þau börn sem uppfylltu heilaritsskilmerki eru vísitilvik (index cases) rannsóknarinnar. Niðurstöður: Við fundum 20 einstaklinga með dæmigerðar heilaritsbreytingar og klínísk ein- kenni RF. Meðal árlegt nýgengi (average annual incidence) á íslandi á rannsóknartímanum er því 7,3 börn af 100.000 börnum á aldrinum þriggja til 15 ára. Flest börnin fengu stóra krampa (grand mal) í tengslum við svefn og mörg voru einnig með fókal krampa. Börnin voru öll með eðlilega greind og taugaskoðun eðlileg. Meðalaldur barn- anna við greiningu var 8,3 ár (spönnun þrjú til 12 ár). í hópnum voru 12 stúlkur og átta drengir. Könnun á afdrifum þessara barna stendur yfir og niðurstöður verða kynntar. Umræða: Þessi rannsókn staðfestir að RF er algeng tegund flogaveiki á íslandi. Mikilvægt er að læknar þekki sjúkdóminn og hafi hann í huga þegar einkenni af þessu tagi birtast hjá börnum. E-95. Nýgengi algengustu tegunda heila- bilunar hjá háöldruðum Ólafur Þór Ævarsson, lngmar Skoog Frá geðdeild Landspítalans* Inngangur: Heilabilun er einn stærsti heilbrigð- isvandi okkar daga. Þekkt er að algengi heilabil- unar eykst með aldri. Þar sem margar faralds- fræðilegar rannsóknir á heilabilun eru gerðar á breiðum aldurshópi þar sem háaldraðir eru fáir, ríkir óvissa um tíðnina hjá einstaklingum eldri en 85 ára. Þá er dánartíðni há í þessum aldurshópi og áhrif þess á mælingar á algengi óljós. I þessari rannsókn er nýgengi heilabilunar hjá háöldruðum kannað en slíkar rannsóknir eru sjaldgæfar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.