Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 61

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 61 Aðferðir: Úrtaki borgara í Gautaborg, sem fæddir voru 1901-1902 var boðin þátttaka í athug- un á heilsufari við 85 ára aldur (n=347) og sami hópur skoðaður þremur árum síðar. Geðskoðun fór fram á heimili viðkomandi eða á stofnun. í viðtalinu var gerð ítarleg athugun á geðrænu ástandi (CPRS, MMSE, GBS, Blessed og Hachinski score). Tekið var viðtal við aðstand- endur. Pá var gerð líkamleg skoðun, hjartalínurit, röntgenmynd af hjarta og lungum, sálfræðimat og framkvæmdar umfangsmiklar blóðrannsóknir. Tölvusneiðmyndir (CT-Scan) og blóðflæðimæl- ingar (SPECT) á heila voru gerðar í vissum tilvik- um. Lesnar voru sjúkraskrár þátttakenda. Sjúk- dómsgreining fékkst með samhæfðum upplýsing- um úr ofangreindum rannsóknum. Við sjúkdómsgreiningu heilabilunar og geðsjúkdóma var stuðst við skilgreiningar DSM-III-R. Við und- irflokkun heilabilunar af Alzheimers gerð var stuðst við NINDS-ADRDA skilyrði en skilgrein- ingu Erkinjuntti fyrir heilabilun af völdum blóð- flæðistruflana. Niðurstöður: Sextíu og þrír einstaklingar fengu heilabilun frá 85 til 88 ára aldurs. Nýgengi mældist 90,1 á 1000 á ári (61,3 hjá körlum og 102,7 hjá konum, p=0,085). Nýgengi Alzheimers sjúk- dóms var 36,3 á 1000 á ári og nýgengi heilabilunar af völdum æðatruflana (vascular dementia) 39,0 á 1000 á ári (p=1,000). Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að nýgengi heilabilunar af völdum Alzheimers sjúkdóms og blóðflæðitruflana er hátt hjá háöldruðum. Um 10% þeirra sem ekki þjást af heilabilun við 85 ára aldur veikjast á næstkomandi ári. Er þetta ábend- ing um mikilvægi heilabilunar við skipulagningu heilbrigðisþjónustu fyrir hinn ört stækkandi hóp háaldraða. *Rannsóknin er unnin við geðdeild Sahlgrenska sjúkrahússins og Háskólann í Gautaborg. E-96. Flogaveiki í kjölfar heilamengis- blæðingar vegna brostins æðagúls Elías Ólafsson*, Gunnar Guðmundsson*, W. All- en Hauser** Frá *taugalœkningadeild Landspítalans, **Col- umbia University, New York Inngangur: Heilamengisblæðing (subara- chnoid hemorrhage) vegna brostins æðagúls (ruptured cerebral aneurysm) (HBBÆ) er tiltölu- lega algengur sjúkdómur og fjölmörg tilfelli grein- ast árlega hér á landi. Langtíma líkur á flogaveiki hjá þeim sem lifa af HBBÆ hefur ekki verið rannsökuð. Við birtum niðurstöður rannsóknir á tíðni flogaveiki hjá öllum þeim sem greindust með HBBÆ á íslandi á ákveðnu tímabili og lifðu blæð- inguna af. Efniviður og aðferðir: Efniviður rannsóknar- innar eru þeir sjúklingar sem greindust á íslandi með HBBÆ á 11 ára tímabili (1958-68) og hefur þeim verið lýst í fyrri rannsókn af einum okkar (GG). Vísitilfelli (index cases) rannsóknarinnar eru þeir 44 sjúklingar sem fengu blæðingu á rann- sóknartímanum, fóru í aðgerð vegna æðagúlsins og lifðu meira en sex mánuði eftir blæðinguna. Sjúklingum er skipt í þrjá flokka eftir því hversu mikil andleg og líkamleg skerðing þeirra var eftir blæðinguna, eða „eðlilegir“, „vægt skertir" og „mjög skertir". Sjúkraskrár voru lesnar og haft var samband við þá sjúklinga sem enn lifa og fjölskyldur þegar ástæða var til. Ákvarðaður fjöldi þeirra sjúklingar sem fengu bráðaflog (acu- te symptomatic seizure(s)) eða flogaveiki (unpro- voked seizures). Reiknaður er fjöldi þeirra sjúk- linga í hópnum sem búist hefði verið við að fengju flog. Reiknuð er hlutfallslega áhætta á flogaveiki (standardized morbidity ratio; SMR) meðal sjúk- linganna í samanburði við þjóðina alla. Niðurstöður: Af sjúklingunum 44 fengu sjö bráðaflog og flogaveiki, fjórir flogaveiki ein- göngu og þrír bráðaflog eingöngu. Pannig fengu alls 11 flogaveiki þegar vænst hefði verið 0,5 til- fella, 21,6 (95 % CI 10,8 - 38,6). Pegar litið er á klínískt ástand sjúklinga eftir aðgerð þá var SMR eins og hér segir: „Eðlilegir" 11,1 (95 % CI 2,3 - 32,4), „vægt skertir" 37,7 (7,7-109,5), „mjög skertir“ 29,4 (9,5-68,5). Umræða: Ljóst er að hætta á flogaveiki eftir HBBÆ er verulega aukin og ekki aðeins þegar sjúklingar hafa skerst verulega heldur einnig hjá þeim sem ná sér fullkomlega að því er virðist. E-97. Afleiðingar höfuðáverka meðal ís- lenskra barna Jónas G. Halldórsson*, Eiríkur Örn Arnarson**, Kjell M. Flekkpy***, Kristinn Guðmunds- SOYl -í- Frá *Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, **geð- deild Landspítalans, ***UIIevál Hospital, Osló, ****heila- og taugaskurðlœkningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur Sýnt hefur verið fram á að framheilinn er sér- staklega viðkvæmur fyrir höfuðáverka í bernsku. Líkur eru til þess að starfsemi framheilans á unga aldri leggi grundvöll að æðra vitsmunastarfi. Pví má ætla að miðlungs og alvarlegir höfuðáverkar á fyrstu aldursárum hafi oft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma. Nú stendur yfir framvirk, taugasálfræðileg langtímarannsókn á afleiðingum höfuðáverka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.