Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 63

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 63 spítalans árið 1993. Þegar ákvörðun um takmörk- un á meðferð lá fyrir var fyllt út til þess gert eyðublað sem síðan var yfirfarið ásamt sjúkra- skrám viðkomandi sjúklinga. Arið 1993 innrituðust 606 sjúklingar á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Meðferð var tak- mörkuð hjá 25 sjúklingum eða 4% innlagðra, 11 konum og 14 körlum. Meðalaldur þeirra var 67,6 ár. Innlagnarástæða var oftast heilablæðing , átta tilfelli, sex tilfelli voru vegna hjartasjúkdóma. Astæður fyrir takmörkun á meðferð voru oftast vanstarfsemi taugakerfisins, eða 15 sinnum, sjö sinnum vegna fjölkerfabilunar og þrisvar vegna vanstarfsemi hjartans. Flestir þessara sjúklinga létust á gjörgæsludeildinni eða 21, fjórir útskrifuð- ust á aðrar deildir. Meðallegutími á gjörgæsudeild voru 5,4 dagar. Akvörðun um takmörkun með- ferðar tók læknir sjúklings, oftast í samráði við gjörgæslulækni og ættingja en ekki í samráði við sjúkling. Takmörkun meðferðar var skráð í dag- nótur gjörgæslulækna hjá öllum sjúklingum nema einum, í dagnótur sérfræðinga hjá níu sjúkling- um, á fyrirmælablöð lækna hjá 19 sjúklingum, í hjúkrunargögn hjá 17 sjúklingum og í læknabréf eftir útskrift hjá sjö sjúklingum. Miðað við erlendar kannanir er takmörkun meðferðar beitt heldur sjaldnar hér. Meðalaldur sjúklinga er svipaður. Taka þyrfti ákvarðanir fyrr en gert er. Skráningu er nokkuð ábótavant. Leið- beiningarnar eru taldar framfaraspor þar sem minni óvissa er hjá starfsfólki og aðstandendum og minni líkur á skyndiákvörðunum. E-101. Neyðarmóttaka vegna nauðgun- ar, ný þjónusta Guðrún Agnarsdóttir Frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur Neyðarmóttaka vegna nauðgunar var opnuð sem þriggja ára tilraunaverkefni á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 8. mars 1993. Megintil- gangur þjónustunnar er að sinna þeim sem hafa orðið fyrir meintri nauðgun eða tilraun til nauðg- unar og draga úr því alvarlega andlega áfalli og líkamlega heilsutjóni sem oft er afleiðing slíks ofbeldis. Boðið er upp á ráðgjöf og stuðning, læknis- og réttarlæknisfræðilega skoðun, meðferð og síðan endurkomur til læknis og framhalds- stuðning ráðgjafa og sálfræðings. Ennfremur að- stoð lögmanns. Þjónusta fæst allan sólarhringinn, allt árið og er endurgjaldslaus. Neyðarmóttakan er samstarfsverkefni margra ólíkra stétta heilbrigðisstarfsfólks, lögmanna, lögreglu og annarra sem að slíkum málum koma. Við undirbúning verkefnisins var hugað að skipulegri skýrslutöku og söfnun sakargagna sem er nauðsynleg vegna réttarlæknisfræðilegrar skoðunar. Nákvæm skráning veitir jafnframt mik- ilvægar upplýsingar um tíðni og eðli þessara brota. Á reynslutímabilinu leituðu 202 einstaklingar þjónustu, 188 konur og 14 karlar. Um 63% voru yngri en 25 ára. Langflestir komu um helgar og flestir komu síðla nætur. Algengasti tími brots var fyrri hluta nætur og í 127 tilvikum var um nauðgun að ræða. Brotið fór oftast fram á heimili meints geranda, en var einnig algengt á heimili brotaþola og á götu eða bersvæði. í meira en helmingi til- vika þekkti brotaþoli meintan geranda. Líkam- legir áverkar fundust hjá 96 einstaklingum. Pessi brot eru mjög tengd skemmtunum og áfengis- neyslu. Rúmur helmingur einstaklinga kom til móttökunnar innan 10 klukkustunda frá því að brot var framið. Rúmur helmingur einstaklinga kærði brotið. Sú vitneskja sem fengist hefur með starfsemi neyðarmóttökunnar hefur þegar nýst til fræðslu og forvarna meðal annars í skólum. E-102. Er auðveldara að verða mál- fræðistola á íslensku en á öðrum tungu- málum? Athugun á skilningi íslensks málstolssjúklings á mismunandi setn- ingagerðum Sigríður Magnúsdóttir Frá endurhœfingardeild Landspítalans Inngangur: Málfræðistol (agrammatism) hjá málstolssjúklingum (aphasics) var fyrst skilgreint sem erfiðleikar við að koma saman setningum í tali, þar sem merkingarberandi orð eins og nafn- orð og sagnir voru notuð, en smáorðum eins greini, fornöfnum, samtengingum, hjálparsögn- um og forsetningum var sleppt og sömuleiðis beygingarendingum eins og fleirtölu- og þátíðar- endingum. I síðari tíma rannsóknum á málum eins og íslensku, sem hafa flókna málfræði, kom í ljós að þessir sjúklingar áttu ekki bara erfitt með að tjá sig heldur lentu þeir líka í erfiðleikum með að skilja ákveðnar setningargerðir. Aðferðir: I rannsókn minni er skilningur þriggja íslenskra málstolssjúklinga á mismunandi setningargerðum skoðaður með sérstakri áherslu á það hvaða áhrif fallmörkun hefur á skilning og úrvinnslu setninganna. Spurningin er hvort upp- lýsingar, eins og þær að það skuli vera hægt að sjá í hvaða föllum orðin eru, koma að gagni og hjálpa til við að ákveða hvort um geranda eða þolanda er að ræða í setningunni og þannig að skilja betur hver er að gera hvað við hvern.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.