Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 66

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 66
66 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 arþyngd. Pær fara batnandi eftir því sem með- ganga er lengri og fæðingarþyngd meiri. Af þeim börnum sem voru undir 1000 gr lifðu 55 af 165 (33%), af börnum yfir 1000 gr lifðu 252 af 290 (87%). Af þeim börnum sem voru 29 vikur gengin eða lengur voru 233 af 285 (82%) lifandi. Af þeim sem voru 28 vikur eða skemur meðgengin lifðu 64 af 170 (37%). Á árunum eftir 1990 hafa lífslíkur þessara barna, einkum þeirra minnstu, batnað til muna og má eflaust rekja það til þess að byrjað var að nota surfactant (exosurf) á vökudeildinni í október 1990. Á árunum 1990-1995 fæddust 143 börn undir 1500 gr, 118 (82%) lifa, 35 af 55 (63%) þeirra sem eru undir 1000 gr lifa, 83 af 88 (94%) þeirra sem eru yfir 1000 gr lifa. Af þeim, sem voru 29 vikur eða meira lifðu 79 af 85 (93%) og af þeim sem voru skemur en 28 vikur meðgengin lifðu 39 af 58 (67%). Bættar lífslíkur eru einkum hjá yngstu og létt- ustu fyrirburunum. Rannsaka þarf hvernig þess- um hópi barna vegnar hvað varðar andlegan og líkamlegan þroska. V-5. Slímseigjusjúkdómur á íslandi 1958-1996 Hördur Bergsteinsson, Reynir Arngrímsson Frá Barnaspítala Hringsins Landspítalanum, kvennadeild Landspítalans Samantekt um slímseigjusjúkdóm (cystic fi- brosis) á íslandi yfir 38 ára tímabil. Afturvirk rannsókn á tíðni sjúkdómsins, afdrifum sjúklinga og erfðamynstri. Heimildir eru fengnar úr sjúkra- skýrslum Barnaspítala Hringsins Landspítalan- um. Tuttugu sjúklingar hafa greinst með sjúkdóm- inn á þessum tíma. Tólf sjúklingar hafa látist (60%), á aldrinum tveggja og hálfs mánaðar til 15 og hálfs árs, átta eru á lífi (40%) á aldrinum fimm til 36 ára. Síðasti sjúklingurinn sem dó lést í maí 1983. Tíðni sjúkdómsins á ísland er samkvæmt þess- um upplýsingum ein af 8423 fæðingum, sem er talsvert minni tíðni en í löndunum í kringum okk- ur. Samkvæmt því er arfberatíðni mjög lág á Is- landi, um eða innan við 1%. í fjórum fjölskyldum hafa fæðst tveir einstak- lingar með sjúkdóminn. Fósturgreining hefur verið gerð í fjórum tilvikum, eitt fóstur með slím- seigju hefur fundist og var fóstureyðing fram- kvæmd. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að greina erfðamynstur slímseigju hjá þeim fjöl- skyldum, sem við þekkjum. Prjár mismunandi arfgerðir hafa fundist, delta F508, N1303 K og 1078 del T. Sjúkdómurinn er sjaldgæfari á íslandi en búast mætti við miðað við tíðnitölur frá löndunum í kringum okkur. Lífslíkur þeirra, sem hafa fæðst með sjúkdóminn hér á landi síðustu 20 árin eru sambærilegar við það sem best gerist erlendis. V-6. Arfgeng heilablæðing vegna mýlild- is. Massagreining cystatín C úr mænu- vökva og mónócýtum í leit að Leu68-Gln stökkbreyttu prótíni Bjarni Ásgeirsson*, Leifur Þorsteinsson**, Krist- björn Orri Guðmundsson**, Gunnar Guðmunds- son***, Haebel 5****, Roepstorff P**** Frá *Raunvísindastofnun HÍ, **Blóðbankanum, ***taugalœkningadeild Landspítalans, ****sam- eindalíffrœðideild Háskólans í Óðinsvéum Inngangur: Prótínið sem myndar mýlildis út- fellingarnar í sjúklingum með arfgenga heilablæð- ingu er stökkbreytt cystatín C (Leu 68 —> Gln 68). Styrkur cystatín C í mænuvökva er einnig mun lægri en í heilbrigðum. Rannsóknir á mónócýta- ræktum frá einstaklingum með stökkbreytt gen sýna aukna innanfrumu uppsöfnun á cystatín C miðað við mónócýta heilbrigðra. Tilgangur eftir- farandi tilrauna var að kanna dreifingu stökk- breytts cystatíns C með það í huga að kanna stað- setningu þess. Efni: Cystatín C var einangrað með gripgrein- ingu (affinity chromatography) á kyrrsettu papa- in. Prótínið var losað með 45% etanól -10% maurasýra - 45% vatn (3x 50 pl) og síðan aðgreint með C18-súlu (reversed phase HPLC). Trypsín- melta var framkvæmd í 50 mM ammóníum bíkar- bónat lausn ásamt 5 mM octýl glúkósíð sápu (pH 7,8). MALDI massagreining (Matrix assisted la- ser desorption ionization) var gerð í BrukerREF- LEX MALDI-TOF tæki. Niðurstöður: Mænuvökvasýni: Engin merki um stökkbreytta röð fundust við greiningar á trypsínmeltu cystatíns C úr mænuvökva sjúkra. Mónócýtarœktir (flot): Prjú prótín sem bundust papain-skilju aðgreindust á C18-HPLC skilju úr floti heilbrigðra. Eitt reyndist vera cystatín C en hin tvö afbrigði cystatín B. Flot frá frumum sjúkra reyndist mjög svipað en magn efnis til greininga var mun minna. Engin merki um stökkbreytt cystatín C fundust. Mónócýtarœktir (frumuskaf): Minna cystatín C einangraðist úr frumum sjúkra (4 pmól) en heil- brigðra (24pmól). Næmni massagreiningarinnar dugði þó til að sýna fram á stökkbreytt cystatín C í frumum sjúkra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.