Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 73

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 73 við. Hraðastuðull (kl) fyrir hraða fasa endur- heimtar krafts eftir ertingu (mechanical restitu- tion) minnkaði mikið við að lækka hitastigið nið- ur í 26°C bæði í gátt og slegli Q101,5-2,0). Aukning samdráttarkrafts og lenging samdrátt- ar við hitastigslækkun var eins og við var að búast. Munur á Q10 milli TPF og TR bendir til þess að slökunin sé meira háð virkum flutningi á Ca2+. Minnkun kl er í samræmi við þá hugmynd að lækkað hitastig hægi á endurvirkjun jónaganga í SR. Sú staðreynd að RF varð svipað í gátt og slegli við lágt hitastig er athyglisverð og bendir til ólíkra áhrifa hitastigs á Ca-pumpu SR og Na/Ca-skipti í gátt og slegli. V-21. Skimun fyrir arfbundinni kólester- ólhækkun með erfðatækni og ættrakn- ingu Bolli Þórsson*, Gunnar Sigurðsson*,**, Vil- mundur Guðnason***,**** Frá *Sjúkrahúsi Reykjavíkur, **göngudeild Landspítalans fyrir blóðfitumœlingar, ***Rann- sóknarstofu Hjartaverndar í sameindaerfðafrœði, ****University College, London Medical School Inngangur: Arfbundin kólesterólhækkun (familial hypercholesterolemia, FH) er algengur eingenasjúkdómur sem orsakast af galla í viðtaka fyrir lágþéttni fituprótín. Aðaleinkenni sjúk- dómsins er tvö- til þreföld hækkun á kólesteróli í blóði og snemmkominn kransæðasjúkdómur. Arfbundna kólesterólhækkun hefur verið rannsökuð hjá um 20 íslenskum ættum sem hefur leitt til að fjórar stökkbreytingar í viðtakageninu fyrir lágþéttni fituprótín hafa fundist sem skýra um 90% af arfbundnum kólesteróltilfellum á ís- landi. Markmið rannsóknarinnar: 1. Leita að skyldleika með ættrakningu milli fjölskyldna með arfbundna kólesterólhækkun. 2. Skima fyrir þekktum stökkbreytingum hjá afkomendum þeirra forfeðra sem finnast með ættrakningunni. 3. Skima fyrir þekktum stökkbreytingum hjá nýjum sjúklingum hugsanlega með arfbundna kólesterólhækkun og leita nýrra stökkbreytinga. 4. Safna upplýsingum um dánaraldur og dánar- orsök einstaklinga í ættunum. Aðferðir: Ættrakning er unnin af Erfðafræði- nefnd. Próf byggð á PCR eru notuð til greiningar á þekktum stökkbreytingum. Leitað verður kerf- isbundið þannig að allir sjúklingar merð arf- bundna kólesterólhækkun í ættunum finnist. Greining á áður óþekktum stökkbreytingum er meðal annars gerð með Single Strand Conformat- ion Polymorphism (SSCP). Upplýsingar um dán- arorsök fengust frá Hagstofu Islands. Niðurstöður: Blóð hefur verið dregið úr 215 lykileinstaklingum fundnum með ættrakningu og niðurstöður þeirra verða kynntar. Ályktun: Arfbundin hækkun á kólesteróli er sjúkdómur sem er tilvalinn til erfðaskimunar þar sem örugg DNA próf eru til og mikill ávinningur af því að greina nýja einstaklinga með sjúkdóm- inn. V-22. Sléttvöðvafrumur úr naflastrengs- æðum framleiða cystatín C Ingvar H. Ólafsson, Finnbogi R. Þormóðsson, Hannes Blöndal Frá Rannsóknastofa í líffœrafrœði, lœknadeild HÍ Arfgeng heilablæðing á íslandi einkennist af söfnun mýlildis í æðaveggi heilaæða. Ljóst er að gallað afbrigði proteasahemilsins cystatín C er aðal uppistöðuefni mýlildisþráðanna, en ekki er full ljóst með hvaða hætti né hvar þeir myndast. Nokkrar nýlegar rannsóknir á þessum og skildum sjúkdómum benda til þess að prótínið falli út í nánasta umhverfi sléttvöðvafrumna æðaveggjar- ins eða jafnvel innan þeirra. Það er því full ástæða til þess að gruna þær um að framleiða prótínið, sem myndar þræðina. Fyrsta skref í sannprófun þessarar tilgátu var að kanna hvort sléttvöðva- frumur framleiði cystatín C í verulegu magni. Við höfum því einangrað og ræktað sléttvöðvafrumur úr naflastrengsæðum (sjá annað ágrip), meðal annars til að kanna framleiðslu þeirra á cystatíni C. Kannað var í upphafi hvort nokkur cystatíns C mótefnasvörun væri fáanleg í ætislausninni áður en ræktun hófst. Svo reyndist ekki vera. Frumur voru tvílitaðar, annars vegar með mót- efni gegn a-actin til að staðfesta að um sléttvöðva- frumur væri að ræða og hins vegar mótefni gegn cystatíni C. Litun fyrir a-actin sýndi sléttvöðva- actinþræði í endilangri frumunni, en cystatín C litun takmarkaðist við Golgisvæði frumunnar. Sú niðurstaða samsvarar vel staðsetningu prótína, sem búin er til útflutnings úr frumunni. Til frekari staðfestingar voru sléttvöðvafrumur úr rækt leyst- ar upp og prótín þeirra aðskilin með SDS-raf- drætti. Því næst voru prótínin fest á himnu og mótefnalituð fyrir cystatíni C. Litunin sýndi eitt prótínband með mólmassa cystatíns C. Innan- þelsfrumur úr naflastrengsæðum voru einnig ein- angraðar og sýndu tímabundna litun fyrir cysta- tíni C, sem hvarf er þær höfðu myndað einkenn- andi samfellt lag innanþelsfrumna („cobble stone“ mynstur). Rannsóknin er styrkt af Rannsóknaráði ríkisins og Heilavernd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.