Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 74

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 74
74 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 V-23. Kíghóstatoxín eykur á leukótríen C4 valdandi myndun ínósítólfosfata og losun prostacýklíns Arnar Geirsson, Haraldur Halldórsson, Matthías Kjeld, Guðmundur Þorgeirsson Frá læknadeild HÍ, Rannsóknastofu HÍ í lyfja- frœði, rannsóknastofu Landspítalans í meinefna- frœði, lyflœkningadeild Landspítalans Leukótríen C4 (LTC4) er afurð arakídónsýru og er mikilvægur þáttur í ofnæmissvörun og bólgu- svörun. Æðakerfið svarar LTC4 á ólíkan hátt háð staðsetningu í æðakerfinu. Æðaþelsfrumur svara ýmsum áreitum með losun á prostacýklíni. Meg- inboðleið þeirrar losunar er talin vera gegnum G-prótín, fosfólípasa C, ínósítólfosföt og fosfólíp- asa A2. Áhrif kíghóstatoxíns á ínósítólfosfata boðleiðina hefur jafnan verið talin vera hömlun á myndun ínósítólfosfata. í þessari rannsókn voru könnuð áhrif kíghóstatoxíns á ínósítólfosfata myndun og prostacýklín losun eftir örvun með LTC4. Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja. Frumurnar voru síðan örvaðar með LTC4 eða histamíni með eða án fyrri meðhöndl- unar með kíghóstatoxíni. Losun prostacýklíns var mæld með geislamótefnamælingu. 3H-ínósítólfos- föt voru aðgreind á jónaskiptasúlum og geisla- virknin ákvörðuð með sindurteljara. Leukótríen C4 veldur styrkháð aukningu á myndun ínósítól- fosfata og losun á prostacýklíni. Kíghóstatoxín veldur tímaháð aukningu á losun prostacýklíns og myndun ínósítólfosfata eftir örvun með LTC4 þar sem full verkun sést eftir 10 klukkustundir. Eftir 20 klukkustunda meðhöndlun með kíghósta- toxíni er aukningin marktæk en í sömu tilraun sjást engin áhrif eftir örvun með histamíni. Æða- þelsfrumur svara leukótríen C4 með losun á prostacýklíni. Samhliða verður myndun á ínósít- ólfosfötum. Myndun þessara efna fer í gegnum boðleið sem innifelur kíghóstatoxín næm G-pró- tín. Það sem er óvenjulegt við þessa boðleið er að kíghóstatoxín magnar upp virkni hennar. Eina þekkta verkun kíghóstatoxín á G-prótín er að ADP-ríbósýlera viss G-prótín og hindra á þann hátt samskipti þeirra og viðtaka. Hvort samsetn- ing G-prótína í þessari boðleið breytist á áverkun- artíma kíghóstatoxíns eða viss undirtegund G- prótína miðli mögnuninni verður ekki ráðið út frá þessum niðurstöðum og krefst frekari rannsókna. V-24. Samanburður á úrfellingatíðni á styttra armi litnings 3 í mismunandi krabbameinsgerðum Guðný Eiríksdóttir, Valgarður Egilsson, Jónas Hallgrímsson, Sigurður Ingvarsson Frá Rannsóknastofa HÍ í meinafrœði Leit að áhættugenum í genamengi mannsins er nú þegar orðinn stór þáttur í krabbameinsrann- sóknum. Rannsóknir með aðferðum frumu- og sameindalíffræðinnar hafa sýnt að breytingar til dæmis tap á arfblendni, verða á erfðaefni krabba- meinsfrumna. Breytingar á styttra armi litnings 3 hafa fundist í ýmsum krabbameinum, til dæmis í nýrum, lungum, brjóstum. eggjastokkum og ristli. Markmiðið er að skilgreina gen á styttra armi litnings 3 með því að skoða breytingar á litn- ingamunstri sem koma fram í mismunandi krabbameinsgerðum. Einföld aðferð var notuð til að einangra DNA úr æxlum og eðlilegum vefi sjúklinganna. Svæði á litningi 3p voru mögnuð með PCR tækni og not- aðir voru níu lyklar frá svæðunum 3pl3-pl4, 3p21.1-p21.2 og 3p24-pter. Unnið var með 140 brjóstaæxli, 33 lungnaæxli, 42 nýrnaæxli og 47 ristilæxli. PCR afurðir voru aðgreindar eftir stærð á raðgreiningargeli, fluttar yfir á nælonhimnu og þreifaðar með peroxíðasa merktum þreifurum. Úrfellingatíðnin var ákvörðuð með því að bera saman eðlilegan vef og æxlisvef. Úrfellingatíðnin reyndist vera frá 34-61% og er munur á milli krabbameinsgerða, lægra í brjóst- um og ristli en í lungu og nýrum. Nauðsynlegt er að bæta við lyklum til þess að fá nákvæmari niður- stöður fyrir hvert svæði fyrir sig á 3p. Fyrstu niðurstöður benda þó til þess að mis- munandi gen séu áhrifavaldar við myndun mis- munandi krabbameina. V-25. Boðefni ónæmiskerfísins hafa áhrif á vöxt og viðhald brjóstakrabba- meinsfrumna GunnarB. Ragnarsson, HelgaM. Ögmundsdóttir Frá lœknadeild HÍ, Rannsóknarstofu KÍ í frumu- og sameindalíffrœði Tengsl íferðar frumna ónæmiskerfisins í brjóstakrabbameinsvef við horfur sjúklinga eru óljós þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Fyrri rann- sóknir á KÍ sýndu að afurðir eitilfrumna, hugsan- lega boðefni (cýtókín), gátu örvað vöxt brjósta- krabbameinsfrumna. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða cýtókín eru til staðar í brjósta- krabbameinsvef og hvaða áhrif þau hafa á brjóstakrabbameinsfrumur. Við fundum með ELISA-prófi að TNF-a var hækkað í 20 tilvikum af 40 í brjóstakrabbameins- vef, miðað við eðlilegan brjóstavef. Vísbendingar voru um að IL-6 og IFN-y væri líka aukið. Við könnuðum áhrif þessara cýtókína á brjósta- krabbameinsfrumulínur (T-47D og ZR-75-1) í rækt. Smásjárljósmyndir sýndu að IL-6 minnkaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.