Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 75

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Page 75
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 75 samloðun á milli frumna en TNF-cv minnkaði að- loðun við yfirborð ræktunarskála. Pegar IL-6 var haft með TNF-a- mögnuðust þessi áhrif og auk þess komu fram breytingar á frumulögun sem komu líka fram ef IFN-y var haft með IL-6. Áhrif cýtókínanna á frumufjölda voru metin með MTS- litun. IFN-y og TNF-a ollu frumufækkun og voru áhrifin meiri ef þau voru höfð saman. Ef IL-6 var líka bætt við kom fram meðvirkni en það olli ekki frumufækkun eitt sér. IFN-y og TNF-a- valda apoptosu hjá mörgum frumutegundum og hafa áhrif á tjáningu aðloðunarsameinda (integrina). Það gæti útskýrt áhrif þeirra á aðloðun frumn- anna og frumufækkun. Þetta verður kannað í þrí- víðum frumuræktunum. TUNEL-litun verður gerð fyrir apoptosu og ónæmislitun fyrir integrin- um. Við drögum þær ályktanir að boðefni ónæmis- kerfisins, sem finnast í brjóstakrabbameinsvef, geti haft áhrif á æxlisfrumur en eftir er að kanna hvert orsakasamhengið er. V-26. Óstöðugleiki litninga í eðlilegum bandvefsfrumum í rækt Ingibjörg Pétursdóttir*, Hrafnhildur Óttarsdótt- ir*, Margrét Steinarsdóttir***, Sigrún Kristjáns- dóttir**, Sigurborg Billich***, Helga M. Ög- mundsdóttir* Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, **Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, *** Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, litningarann- sóknadeild Óstöðugleiki erfðaefnis er áberandi einkenni illkynja frumna. Sumpart er þetta áunninn eigin- leiki sem verður til á myndunarferli æxlisins en einnig eru þekktir arfgengir gallar í viðgerðarferl- um erfðaefnis. Slíkir erfðagallar, svo sem ataxia telangiectasia, hafa í för með sér aukna tilhneig- ingu til illkynja æxlisvaxtar. Við höfum notað safn af bandvefsfrumuræktum úr fólki í ættum með aukna tilhneiginu til að fá brjóstakrabbamein til þess að kanna litningastöðugleika í rækt. Athug- aðar voru ræktir frá 34 einstaklingum frá annarri allt að 19. uppskiptingu. Gerð var litningagrein- ing á hefðbundinn hátt og hvert sýni skoðað eftir mismargar uppskiptingar. Jafnhliða var fylgst með stöðu í frumuhring með flæðisjárgreiningu á sýnum sem tekin voru daglega úr ræktum fyrstu fimm dagana eftir sáningu og prófuð voru áhrif efnaskiptaeitursins PALA og sveltis. Greinst hafa litningabrengl í sýnum frá sjö einstaklingum og var ekki að sjá að fjöldi uppskiptinga skipti verulegu máli. Líklegt er að ein af þessum breyt- ingum sé meðfædd. Fjórlitna frumur urðu meira áberandi eftir sjö eða fleiri uppskiptingar og urðu >4% í 16 sýnum. Vísbending er í þá átt að fjór- litna frumur komi frekar fram í bandvefsfrumum sem samkvæmt fyrri rannsóknum sýndu afbrigði- legt skrið í collagenhlaupi. Stöku sýni virtust skera sig úr með mikinn óstöðugleika og breyti- lega litningagerð. Allmargar ræktir sýndu hækk- un á S fasa frumuhrings eftir PALA meðferð eða svelti, en erfitt er að sjá nokkurt samhengi við litningabrengl. Pessi rannsókn hefur sýnt fram á alltíð litningabrengl í rækt, en áður en niðurstöð- ur eru túlkaðar frekar þarf að gera sams konar athuganir í sýnum úr óskyldum samanburðarein- staklingum. V-27. P53 prótín tjáning í eðlilegri og sjúkri munnslímhúð Álfheiður Ástvaldsdóttir*, Peter Holbrook*, Jó- hann Heiðar Jóhannsson**, HelgaM. Ögmunds- dóttir*** Frá *tannlœknadeild HÍ, **Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði, ***Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumulíffrœði Ymsir sjúkdómar í munnslímhúð hafa verið taldir hugsanlegir undanfarar illkynja æxlisvaxt- ar, þar á meðal flöguþekjuþykknunar (hyper- keratosis) og húðsjúkdómsins lichen planus (flat- skæningur). Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru einhverjar algengustu genabreytingar sem finnast í illkynja æxlum. Prótínafurð stökk- breytts p53 endist lengur í frumunni en eðlilegt p53 prótín og greinist sem sterk kjarnalitun þegar litað er með einstofna mótefni gegn p53 prótíni. Hlutverk p53 er talið vera að bregðast við áreitum sem valda skemmdum á erfðaefni. í þessari rann- sókn var könnuð tjáning á p53 prótíni í 40 sýnum úr munnslímhúð sem skiptust jafnt í fjóra flokka: flöguþekjukrabbamein, flöguþekjuþykknun, lichen planus og eðlileg slímhúð. Beitt var mót- efnalitun með DO-7 einstofna mótefni og per- oxíðasamerkingu. Af sýnum úr krabbameini höfðu þrjú sterka tjáningu, tvö meðalsterka, eitt veika og þrjú sýni voru neikvæð. Lichen planus flokkurinn skiptist í fjögur sýni með meðalsterka tjáningu og sex með veika tjáningu, af sýnum úr flöguþekjuþykknun hafði aðeins eitt sýni meðal- sterka tjáningu, þrjú sýndu veika tjáningu, sex dreifða og eitt var neikvætt. Öll sýnin úr eðlilegri slímhúð sýndu dreifða tjáningu en eðlilegar frum- ur (til dæmis úr brjósti) sýna yfirleitt ekki p53 tjáningu nema eftir áreiti, svo sem geislun. í sýn- um úr eðlilegri slímhúð og lichen planus var p53 tjáningin bundin við grunnlag þekjunnar en í sýn- um úr flöguþekjuþykknun var tjáningin dreifðari upp í efri lög. Greinilegt er að tjáning á p53 pró-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.