Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 77

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 77
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 77 V-30. BRCA2 og blöðruhálskirtils- krabbamein Stefán Sigurðsson*, Steinunn Thorlacius*, Jón Tómasson**, Laufey Tryggvadóttir**, Kristrún Benediktsdóttir***, Jórunn E. Eyfjörð*, Eiríkur Jónsson**, **** Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, **Krabbameinsskrá KÍ, ***Rannsókna- stofu HÍ í meinafrœði, ****þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum karlmönnum. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist síðustu ár og stafar það helst af betri greiningaraðferðum og auknum fjölda einstaklinga í eldri aldurshópum. Sjúkdóm- urinn getur verið mjög breytilegur, allt frá því að vera einkennalaus og upp í það að valda dauða. Því er mikilvægt að geta skilið þá frá sem ekki eru líklegir til að fá alvarlegan sjúkdóm og hlífa þeim þar með við meðferð og hugsanlegum afleiðing- um hennar. Að sama skapi er mikilvægt að greina þá í tíma sem þarfnast meðferðar. Leitað er að áhættuþáttum blöðruhálskirtilskrabbameins bæði arfgengum stökkbreytingum sem auka líkur á að einstaklingar fái krabbamein og einnig breyt- ingum í æxlum sem geta gefið vísbendingu um framvindu sjúkdómsins. BRCA2 genið sem er staðsett á litningi 13 hefur verið tengt við ættlægt brjóstakrabbamein í konum og körlum. Aðeins ein stökkbreyting í BRCA2 geninu hefur fundist í íslenskum fjölskyldum og allir arfberar virðast hafa sömu setröðina. Ákveðið var að athuga þátt BRCA2 kímlínubreytingarinnar hjá einstakling- um með krabbamein í blöðruhálskirtli og tengsl breytingarinnar við horfur. Árið 1983 greindust 77 karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Til voru sýni úr 65 þessara karla og var gerð BRCA2 stökkbreytigreining á þeim. Einnig var gerð stökkbreytigreining á 12 sjúkling- um sem tilheyra BRCA2 ættum. Tveir af sjúkling- unum sem greindust árið 1983 reyndust hafa stökkbreytingu í BRCA2 geninu. í BRCA2 fjöl- skyldunum voru átta af 12 sjúklingum með stökk- breytinguna. Allir þeir 10 sjúklingar sem greind- ust með úrfellinguna í BRCA2 geninu höfðu mjög alvarlegan sjúkdóm og allir nema einn þeirra lét- ust af hans völdum innan fjögurra ára frá grein- ingu. Þeim fjórum sjúklingum í BRCA2 ættunum sem ekki höfðu stökkbreytinguna vegnaði mun betur. Tveir þeirra sýna engin merki um sjúkdóm eftir 12 mánuði og einn engin merki eftir 156 mán- uði. Sá fjórði lést af völdum sjúkdómsins 24 mán- uðum eftir greiningu. Úrtakið í þessari rannsókn var lítið og er nú unnið að því að stækka það. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa okkur vís- bendingu um að stökkbreytingar í BRCA2 gen- inu geti skipt máli í framvindu krabbameinsins. V-31. Stungusýni úr brjóstakrabba- meinsæxlum. Greining á breytingum í erfðaefni Sigfríður Guðlaugsdóttir*, Rut Valgarðsdóttir*, Sólveig Grétarsdóttir*, Valgerður Sigurðardótt- ir**, Margrét Steinarsdóttir**, Jórunn E. Ey- fjörð* Frá *Rannsóknarstofu KÍ í sameinda- og frumu- líffrœði, **Leitarstöð KÍ í krabbameinsfrumum finnast margvíslegar breytingar á erfðaefninu. Þegar skoðaðar eru frumur úr æxlum er erfitt að sjá hvað af þessum breytingum skiptu máli fyrir ummyndun frumna yfir í krabbameinsfrumur. Leit að stökkbreyting- um í góðkynja hnútum gæti gefið vísbendingar um hvaða breytingar í erfðaefni skipta mestu máli fyrir krabbameinsferlið og hvenær þær breytingar verða. Á Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands eru tekin stungusýni úr brjóstum þeirra kvenna sem hafa grunsamlega hnúta í brjóstum. Stungusýnin eru send í frumugreiningu og afgangs frumur úr sprautunni nægja til einangrunar DNA. Stungu- sýnin spanna allt myndunarferli illkynja meins, frá því að vera úr góðkynja breytingum og cystum allt upp í krabbamein. Skoðuð hafa verið 200 stungusýni; 75 góðkynja breytingar, 75 dysplasíur og 42 illkynja æxli. Gerð var stökkbreytingagreining á p53 geninu og fund- ust breytingar í 15 sýnum, þar af eru fjórar úr vef sem ekki er illkynja. Þetta bendir til þess að stökkbreytingar í p53 geninu verði snemma í myndunarferli æxlis. Stungusýnin er einnig hægt að nota til að greina breytingar í öðrum genum svo sem BRCAl og BRCA2. Stökkbreytingar í p53 geninu virðast vera óháðar klínískum þáttum eins og eitlastöðu og öðrum þáttum sem eru notaðir við mat á stöðu sjúkdóms. í þessum hópi eru því konur sem ættu samkvæmt venjulegu mati að hafa góðar sjúk- dómshorfur. Þrátt fyrir það hafa fyrri rannsóknir okkar sýnt að brjóstakrabbameinssjúklingar sem hafa gallað p53 hafi marktækt verri horfur en sjúklingar með eðlilegt p53. Ákvörðun um val á krabbameinsmeðferð er tekin um það bil viku eftir að stungusýni er tekið. Það er nægjanlegur tími til að kanna stöðu p53 í æxlinu. P53 breyting í æxlisvef getur verið vísbending um illvíga æxlis- gerð og mætti nýta upplýsingar um slíka breytingu við val á meðferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.