Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 79

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 79 Af 238 síldum (Clupea harengus harengus) sem voru skoðaðar úr Meðallandsbugt fannst stakt æxli ofarlega á hlið framan við bakugga tveggja fiska, sem reyndist vera rákavöðvasarkmein. I tveimur lúðuseiðum (Hippoglossus hippo- glossus) úr tilraunaeldi greindist fitusarkmein í afturbol, nálægt sporðstæði. Engin ytri einkenni sáust. Frumugerðum þessara æxla verður lýst. Æxli í taugaslíðrum og rákavöðvasarkmein eru sjaldgæf í fiskum. Taugaslíðursæxli eru þó einna algengust æxla í gullfiskum. Höfundum er kunn- ugt um eitt annað tilfelli af sjálfsprottnu ráka- vöðvasarkmeini í fiski (Oncorhynchus nerca) en ekki kunnugt um önnur tilfelli af fitusarkmeini. Greining og skráning æxla í fiskum getur komið að gagni í samanburðaræxlafræði (oncology) og átt þátt í að varpa ljósi á hlut erfða, umhverfis og sýkla á orsakir æxlismyndunar. V-35. Mótsögn Fechners skoðuð með raflífeðlisfræðilegum aðferðum Þór Eysteinsson, Ársœll Arnarsson Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ Markmið: Gustaf T. Fechner (1860) lýsti fyrir- bæri í tvísæisskyni sem síðan er kennt við hann og kallað mótsögn Fechners (Fechner’s paradox). Fechner tók eftir að ef ljóserting er mismikil á augun, þá virðist birtan vera minni en sé aðeins horft með öðru auganu. Vitað er að hægt er að sjá raflífeðlislega samsvörun við þetta í sjónhrifriti (VEP). Hér er ætlun að skoða þetta nánar og leiða getum að staðsetningu í sjónbraut. Aðferðir: Fengnir voru fimm sjálfboðaliðar til að taka þátt í þessari athugun. Skráð voru mynst- ursjónhimnurit (PERG) og sjónhrifrit. Notuð voru víxlun skákborðsmynsturs á sjónvarpsskjá sem áreiti, en með mismunandi tíðni víxlunar og/eða dreifitíðni. Einnig var stærð ertingarsvæð- is á skjá minnkað eða hlutar þess huldir. Mótsögn Fechners var vakin með því að setja ND ljóssíur fyrir annað auga hins prófaða. Sjáöldur voru í sumum tilfellum víkkuð með 1% tropíkamíði. Niðurstöður: Mótsögn Fechners fékkst ekki fram í mynstursjónhimnuriti með þeim áreitum sem voru prófuð. í sjónhrifriti fékkst fram mót- sögn Fechners við allar aðstæður, en var misjafn- lega mikil eftir því hverjir voru eiginleikar erting- ar. Virðist vera samverkan milli dreifitíðni og tíðni víxlunar. Bæði magnocellular og parvocell- ular hlutar sjónbrautar sýna mótsögn Fechners ef þeir eru ertir sérhæft. Ef erting einskorðast við miðgróf kemur fram mótsögn Fechners, en á þrengra sviði birtumagns heldur en ef allt sjónsvið er ert. Ályktun: Mótsögn Fechners virðist myndast í sjónberki heila, en ekki vegna corticofugal aftur- kasts á sjóntaugar eins og aðrir hafa stungið upp á og ætti að sjást í mynstursjónhimnuriti. Líklegt er að allir hlutar sjónbarkar komi við sögu, þótt sá hluti sem tekur við boðum frá miðgróf sé hugsan- lega veigaminni. V-36. Hlutverk laktat-jónarinnar í stjórn öndunar í áreynslu Þórir Harðarson, Jón Ó. Skarphéðinsson, Þórar- inn Sveinsson Frá Lífeðlisfrœðistofnun HÍ Miklar breytingar verða á öndun við líkamlega áreynslu. Enn er óljóst hvaða þættir ráða þar mestu, því blóðþættir þeir er mest áhrif eru taldir hafa á stjórn öndunar í hvíld (pH, Pœ2 og fleiri), er haldið stöðugum við miðlungsáreynslu. Eftir að vissu álagi erfiðis er náð eykst öndun hlutfalls- lega meira en við léttara álag. Þessi aukning er oftast samfara aukningu á uppsöfnun mjólkur- sýru (LaH) í blóði sem gefur til kynna vaxandi notkun líkamans á loftfirrðum orkuferlum. Hin hefðbundna útskýring á öndunaraukningu þess- ari er að við aukna mjólkursýrumyndun lækki pHa og Paœ2 hækki og valdi það örvun á öndun. Þessari rannsókn var ætlað að kanna áhrif La - jónarinnar á öndun við stöðugt pH. í þeim til- gangi var blöndu af LaH og NaLa dælt inn í rottu í því augnamiði að hækka styrk La' í blóði innan þeirra marka er sést í erfiði án sýrustigsbreytinga. Notaðar voru 14 rottur er skipt var í tvo hópa, viðmiðunarhóp og La-hóp. Rotturnar voru svæfðar, barki og æðar þræddar. Á barkaslöng- una voru settir einstreymislokar. Flæði útöndun- arloftsins var síðan mælt með sérstökum loftflæð- ismæli. Skráð voru blóðþrýstingur, hjartsláttar- og öndunartíðni og öndunarrúmmál á sírita. I blóðsýnum var mældur styrkur laktats, C02, 02 og pH. Niðurstöður tilraunarinnar sýna að laktat- hækkun úr 1 í 10 mM veldur 36% aukningu í öndunarrúmmáli hjá rottum. Út frá þessum nið- urstöðum drögum við þá ályktun að La'-jónin hafi áhrif á stjórn öndunar og skýri að einhverju leyti þá aukningu sem verður á öndun í áreynslu og/ eða viðhaldi hugsanlega aukinni hvíldaröndun eftir að áreynslu lýkur. Rannsóknin var styrkt af Rannsóknarnáms- sjóði Menntamálaráðuneytisins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.