Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 80

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Qupperneq 80
80 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 V-37. Áhrif cýklódextrína á stöðugleika og leysanleika krabbameinslyfja Hafrún Friðriksdóttir, Þorsteinn Loftsson, Jó- hanna Baldvinsdóttir Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Leysanleiki og stöðugleiki lyfja er mikilvægur þáttur í frásogi lyfja og dreifingu. Ýmsar eðlis- lyfjafræðilegar aðferðir eins og breytingar á sýru- stigi (pH), notkun yfirborðsvirkra efna og fléttu- myndun (komplexmyndun) hafa verið notaðar til þess að auka leysanleika fituleysanlegra lyfja og til að auka líftíma óstöðugra lyfja. Innan lyfja- fræðinnar er alltaf verið að leita að nýjum og betri aðferðum við að auka leysanleika og stöðugleika lyfja. Cýklódextrín (CD) eru hringlaga fásykrungar sem myndaðir eru úr glúkósaeiningum sem tengdar eru saman með með a-(l,4) tengjum. Þrjú náttúruleg cýklódextrín hafa verið einangr- uð, þau samanstanda af 6(a-),7(þ-) eða 8(y-cýk- lódextrín) glúkósaeiningum. Einnig er fjöldi hálf- samtengdra afbrigða á markaðnum. Markmiðið með eftirfarandi rannsókn var að athuga áhrif cýklódextrína á leysanleika og stöð- ugleika krabbameinslyfja í vatni. Krabbameins- lyfin lómustín og tauramustín, sem meðal annars eru notuð við meðhöndlun á heila- og lungnaæxl- um, og estramustín, sem notað er við krabba- meini í blöðruhálskirtli, voru prófuð í þessari rannsókn. Stöðugleiki lyfjanna í stuðpúðalausn- um á breiðu pH bili var athugaður og áhrif sex cýklódextrínafbrigða á stöðugleikann. Helstu niðurstöður urðu þær að öll cýklódext- rínafbrigðin juku stöðugleika þessara þriggja krabbameinslyfja í vatni. Þau cýklódextrínaf- brigði sem lengdu líftíma lómustíns mest voru hýdroxýprópýl-þ-cýklódextrín og hýdroxýethýl- P-cýklódextrín, þau afbrigði sem juku stöðug- leika tauramustíns mest voru hýdroxýprópýl-þ- cýklódextrín og hýdroxýprópýl-a-cýklódextrín. Þau cýklódextrínafbrigði sem höfðu mest áhrif á líftíma estramustíns voru dimethýl-þ-cýklódext- rín og blanda af maltosýl og diinaltosýl-þ-cýkló- dextríni. Veggspjaldið sýnir dæmi um áhrif cýklódext- rína á leysanleika og stöðugleika fleiri krabba- meinslyfja eins og karbóplatíns, klórambucíls, doxórubicíns og melphalans. V-38. Áhrif vatnsleysanlegra fjölliða og fituleysanlegra lyfja á leysni (3-cýkIó- dextríns Hafrún Friðriksdóttir, Þorsteinn Loftsson, Már Másson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Vatnsleysanlegar sellulósaafleiður og aðrár algengar fjölliður, eins og til dæmis polý- vínýlpýrrolídón (PVP), mynda fléttur (complex) við cýklódextrín og slíkar fléttur hafa aðra eðlis- efnafræðilega eiginleika en einstakar cýklódext- rín sameindir. (Hladon T, Cwiertina B. Phar- mazie 1994;49:497-500 og Loftsson Þ, et al. Int J Pharm 1994;119:169-77.) Tilgangur rannsókn- anna, sem hér er greint frá, var að kanna áhrif vatnsleysanlegra fjölliða og ýmissa fituleysan- legra lyfja á leysni (3-cýklódextríns (þCD) í vatni. Aðferðir: Eftirtalin lyf voru notuð: karbama- zepín, súlfamethoxazól og metazólamíð. Gerðar voru þrennskonar dreifur í vatni: með yfirmagni lyfs, með yfirmagni þCD eða með yfirmagni lyfs og þCD. Samskonar dreifur voru gerðar þar sem vatnsleysanleg fjölliða var leyst í vatninu. Bland- an var síðan hituð í hettuglösum í gufusæfi (120°C í 20 mínútur). Eftir að hafa staðið nokkra daga við herbergishita voru lausnirnar síaðar og þéttni lyfs og þCD ákvörðuð með HPLC. Flæði lyfjanna, úr pCD/fjölliðu lausnum gegnum sellófanhimnur var mælt. Sýndarstöðugleikastuðull (Kc) fyrir natríum salicýlat-þCD fléttu var reiknaður út frá fasa-leysni grafi. Niðurstöður: Leysni þCD í vatni var 1,9% (w/ v) en jókst í 2,1% þegar 0,25-1,0% (w/v) polývín- ýlpýrrolídón var í lausninni. Áhrif vatnsleysan- legra fjölliða á leysni þCD voru meiri þegar fitu- leysanleg lyf voru til staðar í lausninni, með allt að 90% aukningu í leysanleika. Leysni lyfjanna jókst líka fyrir áhrif fjölliðanna. Hámarksáhrif á leysni karbamazepíns og (3CD fengust í lausnum sem voru 0,075-0,1% (w/v). Flæði lyfjanna gegnum cellófanhimnur var í öllum tilvikum minna eftir að lausnirnar höfðu verið hitaðar. Aukningin á leysni þCD í natríum salicýlat lausnum varð vegna aukningar á sýndarstöðugleikastuðli fyrir salicýlat-þCD fléttuna. í vatnslausn mældist sýnd- arstöðugleikastuðull 16,3 M'1 en 24,0 M'1 í lausn- um með 0,25% karboxýmetýlsellulósa, 29,9 M'1 með polývínýlpýrrolídóni og 28,3 M'1 með hýdr- oxýprópýl metýlsellulósa. V-39. Fléttur lyfja með jónískum og ójónískum cýklódextrínafleiðum Már Másson*, Þorsteinn Loftsson*, Hafrún Frið- riksdóttir*, DorteS. Petersen*, Sigríður Jónsdótt- j f4' ^ Frá *lyfjafrœði lyfsala HÍ, **Raunvísindastofnun HÍ Inngangur: Cýklódextrín (CD) hafa verið tölu- vert rannsökuð sem hjálparefni til að auka leysan- leika og stöðugleika lyfja í vatnslausn. þCD eru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.