Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 81

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Síða 81
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIRIT 34 81 hringlaga sjösykrungar með bindisæti fyrir fitu- sækin efni í holrúminu í miðju sykrungsins. (3CD mynda gjarnan fléttu (complex) við efni með arómatíska byggingu. Náttúrúlega efnið hefur þó þann ókost að leysanleiki þess í vatni er takmark- aður. Því eru afleiður, eins og til dæmis hýdroxý- própíl-þCD oft notuð þar sem leysanleikinn er meiri. Þær pCD afleiður sem mest hafa verið notaðar hingað til eiga það sameiginlegt að vera óhlaðnar. Nýlega hafa komið á markað |3CD af- leiður sem eru jónískar. I þessu verkefni var rann- sakað hver áhrif jónískrar hleðslu cýklódextrína voru á fléttumyndun og stöðugleika jónískra lyfja. Aðferðir: Niðurbrot acetýlsalicýlats, klóram- búcíls og atrópíns var mælt í stuðpúðalausnum með mismunandi þéttleika CDa. Mælingar voru gerðar fyrir þrjú jónísk CD; karboxýmetýl-|3CD, súlfóbútýl-þCD og trímetýlamínó-(3CD. Til sam- anburðar voru áhrif þriggja óhlaðinna CDa einnig mæld; hýdroxýprópýl-|3CD, acetýl-(3CD og metýl-)3CD. Áhrif fléttumyndunarinnar á NMR róf klórambúcfls voru einnig könnuð. Niðurstöður: Klórambúcfl og atrópín mynduðu fléttu með cýklódextrínunum. Lyf með gagn- stæða hleðslu við jónísku cýklódextrínin mynd- uðu að meðaltali sterkari fléttu en þau sem höfðu sömu hleðslu. Áhrif fléttumyndunarinnar á nið- urbrotshraðann voru svipuð fyrir öll cýklódext- rínin, nema fyrir súlfóbútýl-(3CD þar sem niður- brotshraðinn var meira en sjöfalt minni. Ályktun: Jónísk cýklódextrín gætu hentað vel sem hjálparefni í lyf þar sem þau hafa jafnan minni tilhneigingu til að frásogast en óhlaðin cýk- lódextrín. Fléttumyndunin stjórnast að hluta af jónískum áhrifum. Til að ná fram meiri fléttu- myndun er betra að nota cýklódextrín sem hafa gagnstæða hleðslu við lyfið. Hleðslur CDa hafa ekki bein áhrif á niðurbrotshraða lyfja sem mynda fléttu. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar með fleiri lyfjum. V-40. Áhrif cýklódextrína og fjölliða á frásog lyfja í gegnum húð Þorsteinn Loftsson, Anna M. Sigurðardóttir Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Helsta hindrun húðarinnar gegn frásogi lyfja er hornlag hennar (stratum corn- eum). Talið er að frásog lyfja í gegnum húðina fari einungis fram með óvirkum flutningi. Hægt er að auka frásog lyfja inn í og í gegnum húð með því að bæta frásogshvötum (sorption promoters eða penetration enhancers) út í burðarefni lyfja. Hefðbundnir frásogshvatar, svo sem fitusýrur, valda breytingum á eðlisefnafræðilegum eigin- leikum hornlagsins þannig að hindrun þess minnkar. Þessar breytingar eru oftast tímabundn- ar, en það tekur þó oft nokkra daga fyrir húðina, eða réttara sagt hornlag húðarinnar, að öðlast aftur sinn fyrri varnarmátt. Á meðan eiga ýmis aðskotaefni sem og örverur greiðari aðgang en ella inn í líkamann. Auk þess valda sumir öflugir frásogshvatar húðertingu og óþægindum. Önnur leið til að auka frásog lyfja inn í og í gegnum húðina er að auka aðgengi lyfjanna að húðinni, til dæmis með hjálp cýklódextrína. Cýklódextrín eru mynduð úr vatnssæknum stórum sameindum (mólþungi um 1500) sem eiga ekki auðvelt með að komast inn í húðina og hafa því engin áhrif á hindrun hornlagsins. Aðferðir: Við rannsóknirnar voru notuð cýkló- dextrín sem báru mismunandi hleðslur og fjöllið- ur. Rannsökuð voru áhrif fjölliða á cýklódextrín- fléttun lyfja (það er áhrif fjölliða á stöðugleika fléttunnar). Flæði lyfja úr cýklódextrínlausnum var mælt in vitro í gegnum húð hárlausra músa. Niðurstöður: Fjölliður auka stöðugleika cýkló- dextrínfléttna en á sama tíma auka þær frásog lyfja úr cýklódextrínlausnum í gegnum húð. Hleðsla cýklódextrína virðist hafa einhver áhrif á frásogshvetjandi eiginleika þeirra. Ályktun: Cýklódextrínfléttur auka frásog lyfja með því að auka aðgengi lyfjasameinda að yfir- borði húðarinnar. Fjölliður virðast auka frásog lyfjanna úr cýklódextrínlausnum með því að auka aðsog fléttnanna að yfirborði húðarinnar (það er leiða til betri tengsla fléttu við yfirborð húðarinn- ar). V-41. Ýmis fituefni unnin úr sjávarlíf- verum auka frásog lyfja í húð Þorsteinn Loftsson, Dorte S. Petersen, F. Le Gof- fic, Hafrún Friðriksdóttir, Jón H. Ólafsson, ísam- vinnu við Lýsi hf. Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ, húð- og kynsjúkdóma- deild Landspítalans Inngangur: Húðin er samsett úr fjölmörgum frumulögum af mismunandi gerð sem hvert og eitt hafa ákveðnu hlutverki að gegna. Ysta lag húðarinnar nefnist yfirhúð (epidermis) en það skiptist aftur í nokkur undirlög. Yst þessara und- irlaga er hornlagið (stratum corneum) en það er í flestum tilfellum aðal hindrun húðarinnar gegn frásogi lyfja. Ekki hefur tekist að sýna fram á virkan flutning lyfja í húð og er því talið að frásog lyfja í gegnum hana fari einungis fram með óvirk- um flutningi. Við óvirkan flutning flæða lyfjasam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.