Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 89

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1996, Side 89
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82/FYLGIR1T 34 89 V-58. Undirflokkar eitilfrumna í sjúk- lingum með lófakreppu Kristján G. Guðmundsson, Sturia Arinbjarnarson, Þorbjörn Jónsson, Ari Ólafsson, Reynir Arn- grímsson Frá Heilsugœslustöðinni á Blönduósi, Rann- sóknastofu HÍí ónœmisfrœði, kvennadeild Land- spítalans, bœklunardeild FSA Lófakreppa eða Dupuytrens sjúkdómur ein- kennist af aukinni bandvefsmyndun sem smám saman leiðir til kreppu. Orsök sjúkdómsins er óþekkt þótt um ættlæga tilhneigingu sé að ræða, í sumum tilvikum að minnsta kosti. Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram að lófakreppa geti verið T-frumumiðlaður sjálfsofnæmissjúkdómur og hefur verið lýst aukinni íferð ræstra (HLA-DR+) T-frumna í bandvef sjúklinganna. Það er einnig vitað að boðefnið transforming growth factor- beta (TGF-þ) sem meðal annars T-frumur fram- leiða örvar vöxt og starf fíbróblasta sem eru mikil- væg frumugerð í meinferli lófakreppu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna undirflokka B- og T-eitilfrumna í blóði sjúklinga með lófakreppu og sjá hvort merki um ræsingu eða önnur ónæmis- fræðileg frávik fyndust. Tekin voru blóðsýni úr 22 sjúklingum með lófa- kreppu og til viðmiðunar sýni úr 10 heilbrigðum blóðgjöfum. T-eitilfrumur voru merktar með and-CD3, CD4, CD8 og CD45RO og B-frumur með and-CD19 og CD5. Hlutfall frumnanna var mælt í flæðifrumusjá (FACS). Sjúklingar með lófakreppu voru með hækkað hlutfall af ræstum T-frumum í blóði (P<0,01). Sjúklingarnir sýndu einnig tilhneigingu til að hafa meira af CD4+ og CD8+ T-minnisfrumum (CD45RO+) en blóðgjafarnir. Lófakreppusjúk- lingarnir höfðu auk þess marktæka lækkun á CD5+ B-frumum (P<0,05). Niðurstöðurnar geta samrýmst því að meingerð lófakreppu tengist truflun í ónæmiskerfinu, þar sem merki um ræsingu þess fundust. Ovíst er hvernig túlka ber lækkun á CD5+ B-frumum en sá frumuhópur sér að jafnaði um framleiðslu á sj álfsofnæmismótefnum. V-59. Faraldsfræðileg rannsókn á tengslum sýkinga í ungbörnum við ónæmisþroska Þóra Víkingsdóttir, Magnús Stefánsson, Þorbjörn Jónsson, Helgi Valdimarsson Frá Rannsóknastofu HI í ónœmisfrœði, barna- deild FSA Inngangur: Langflest börn sem hafa tíðar eða afbrigðilegar sýkingar fyrstu ár ævinnar greinast ekki með neina ónæmisbilun samkvæmt hefð- bundnum skilmörkum. Fyrri rannsóknir okkar hafa þó leitt í ljós að tveggja ára börn með serum IgA neðan við 25% mörk miðað við aldursstaðl- aða normaldreifingu hafa aukna tíðni af eyma- bólgum og ofnæmi. Markmið: Kanna hvort IgG mótefnasvör gegn tetanus bólusetningu við 14 mánaða aldur geti gefið viðbótar upplýsingar um sýkingatilhneig- ingu barna þegar þessi svör eru metin með hlið- sjón af öðrum ónæmisþáttum. Aðferðir: Handahófsúrtak 136 barna luku þátt- töku í rannsókninni. Heilsufar þeirra var metið samkvæmt stöðluðu eyðublaði þegar þau komu til bólusetningar 14 mánaða gömul. Foreldrum barnanna var þá afhent stöðluð dagbók til að halda skrá yfir heilsufar til tveggja ára aldurs en þá lagði barnalæknir heildrænt mat á heilsu þeirra með hliðsjón af sýkingum og ofnæmi. Börnunum var þannig skipt í tvo hópa, hraust eða lasburða, án vitneskju um rannsóknarniðurstöður. Blóð- sýni voru tekin fyrir og þremur vikum eftir bólu- setninguna. Auk mótefna (IgG og IgG-undir- flokkar) gegn tetanus toxoid var mælt heildar- magn IgM, IgA, IgE, IgG og IgG-undirflokka og Mannan Binding Protein. Niðurstöður: Börn sem höfðu lág tetanus mót- efni eftir bólusetningu (<10% miðað við nor- maldreifingu) voru meira lasburða en hin (p= 0,04). Jafnframt voru börn sem höfðu lítið af mótefnum fyrir bólusetningu og svöruðu henni illa (títerhækkun <x4) lasnari en þau sem svör- uðu henni vel (>x4, p=0,05). Nánari tengsla- greining milli einstakra klínískra vandamála og ónæmisþátta verður kynnt. Ályktun: Börn sem svara tetanus bólusetningu lítið hafa tilhneigingu til að vera lasburða. V-60. Agðan Prosorhynchoides (buce phaloides) gracilescens í fískum við ís- land Matthías Eydal*, Slavko H. Bambir*, Sigurður Helgason*, Droplaug Ólafsdóttir** Frá *Tilraunastöð HÍ í meinafrœði að Keldum, **Hafrannsóknastofnun Agðan Prosorhynchoides gracilescens (digen- ea) fannst nýlega í fyrsta sinn í fiskum hér við land þegar hjúplirfur sníkjudýrsins greindust í heila og taugum í nokkrum þorskum og ýsum. Eini þekkti fyrsti millihýsill ögðunnar í erlendum athugunum er samlokan Abra alba. Hún lifir þó ekki við Island. Annar millihýsill í lífsferli ögðunnar geta verið tegundir þorskfiska og lýsinga en lokahýsill- inn er skötuselur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.