Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 41

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 41 Markmið rannsóknarinnar er að kanna krabbameinsmynstrið í hópi iðnverkakvenna. Efniviður og aðferðir: I rannsóknarhópnum eru konur sem greiddu í Lífeyrissjóð Iðju Fé- lags verksmiðjufólks á árabilinu 1970-1997, alls 14.354 konur. Konurnar vinna ýmis störf svo sem í vefja-, fata-, matvæla- og plastiðn- aði, í bakaríum og efnalaugum. Starfsmenn í slíkum iðnaði verða fyrir ýmiss konar áreitum í vinnuumhverfinu sem geta haft áhrif á heils- una. Rannsóknarsniðið er afturskyggn hóp- rannsókn. Upplýsingar um krabbamein í hópn- um fengust með tölvutengingu á kennitölum við Krabbameinsskrá. Reiknað var staðlað ný- gengihlutfall, en væntigildi var fundið með margfeldi mannára í rannsóknarhópnum og ný- gengi krabbameina meðal íslenskra kvenna á sama aldri á sama tíma. Niðurstöður: Niðurstöður benda til að heild- artíðni krabbameina sé lægri meðal iðnverka- kvenna en annarra kvenna, en krabbamein í lungum, leghálsi, legi, heila og blóðmyndandi vef séu tíðari í rannsóknarhópnum en hjá öðr- um konum. Alyktanir: Krabbameinsmynstrið í hópnum er svipað og áður hefur sést meðal ófaglærðra kvenna, en tíðni krabbameins í heila vekur sér- staka athygli. Tíðni lungnakrabbameins í hópn- um gæti átt rót að rekja til meiri tóbaksreyk- inga þessara kvenna en annaixa og gæti for- varnarstarf komið þar að gagni, en ekki er unnt að útiloka að áreiti í vinnuumhverfinu geti átt þátt í tilurð krabbameina í hópnum. E-38. Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfí meðal kvenna sem hættu störfum í físk- vinnslu eru tíðari en meðal þeirra sem héldu áfram að vinna Hulda Olafsdóttir'1, Vilhjálmur Rafnssoiv’ Frá "atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkis- ins, 2,rannsóknastofu í heilbrigðisfrœði HI Inngangur: Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal fiskvinnslukvenna eru tíð. Óþægindin frá efri útlimum hafa orðið tíðari með tilkomu flæði- línunnar enda verja konurnar lengri tíma við einhæf störf eftir þessa tæknibreytingu. Til- gangur rannsóknarinnar var að athuga óþæg- indi frá hreyfi- og stoðkerfi meðal kvenna sem hafa hætt að starfa í fiskvinnslu miðað við óþægindi kvenna sem héldu áfram og varpa þannig nokkru ljósi á hugsanleg áhrif hraustra starfsmanna í þessari starfsgrein. Efniviður og aðferðir: Notaður var staðlaður norrænn spurningalisti um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi. Nafnalisti og heimilisföng starfs- manna fengust hjá stjórnendum fiskvinnslu- húsanna og var listinn sendur heim til fólksins. Samtals svöruðu 282 konur á aldrinum 16-54 ára, sem er 71% svörun. Af þeim hættu 28 kon- ur störfum stuttu eftir að þær svöruðu en 254 héldu áfram í starfi. Notuð var Mantel-Haensz- el jafna þar sem efniviðnum var lagskipt eftir aldri til að reikna út hlutfallslega áhættu (OR) og 95% öryggismörk (95% CI). Niðurstöður: Tíðni óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi síðastliðna 12 mánuði var hærri með- al fyrrverandi fiskvinnslukvenna en meða! þeirra sem voru áfram í starfi. Hlutfallsleg áhætta (OR) vegna óþæginda frá fingrum, ökklum og úlnliðum sem hindruðu dagleg störf síðastliðna 12 mánuði var 7,1 (95% CI 2,8- 18,0); 5,3 (95% CI 1,3-12,5) og 3,4 (95% CI 1,3-8,8). Alyktanir: Þær konur sem hættu að vinna í fiskvinnslunni höfðu almennt tíðari óþægindi en hinar sem héldu áfram að vinna. Hugsanlegt er að hér gæti áhrifa hraustra starfsmanna það er að þær konur sem ekki hafa eins mikil óþæg- indi frá hreyfi- og stoðkerfi haldi áfram að vinna á sama stað. E-39. Óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfí meðal starfsfólks við afgreiðslukassa matvöruverslana Þórunn Sveinsdóttir", Hulda Ólafsdóttir", Vil- hjálmur Rafnsson21 Frá "atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits rík- isins, 21rannsóknastofu í heilbrigðisfrœði HÍ Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi óþæginda frá hreyfi- og stoð- kerfi meðal starfsfólks matvöruverslana og eink- um hvort óþægindi væru tíðari meðal þeirra sem vinna við afgreiðslukassa en annarra. Efniviður og aðferðir: í markhópnum voru allir starfsmenn matvöruverslana í Reykjavík og á Akureyri, þar sem voru þrír afgreiðslu- kassar eða fleiri, alls 448 konur og 205 karlar. Norræni spurningalistinn um óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfi með viðbótarspurningum um vinnuaðstæður, vinnuskipulag og vinnu- álag var sendur heim til þátttakenda. Vegna lít- illar svörunar (konur 62,3%; karlar 42%) var gerð símakönnun meðal þeirra sem ekki svör- uðu. Reyndust hóparnir mjög svipaðir með til- liti til aldurs, kyns og búsetu og hversu tíð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.