Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 47 E-50. Lyfjagjöf til heila, framhjá blóð- heila-þröskuldi Sveinbjörn Gizurarson, Davíð R. Ólafsson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Lyktarþekja nefholsins er eini staðurinn á yfirborði líkamans þar sem bein tengsl eru að finna milli slímhimnu og mið- taugakerfisins. En tilgangur svæðisins er að flytja og greina upplýsingar úr umhverfi okkar og koma þeim til heila. Lyktarþekjan er ekki sérlega aðgengileg, en komist efni eða lyf á hana, frásogast þau mjög hratt til heilans. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sjái lyktarþræð- irnir um frásogið, fer lyfið beint inn til heila- vef, en ef frásogið er rnilli frumnanna flyst það yfir í heila- og mænuvökva. Niðurstöður: Búið að kanna frásog nokk- urra lyfja yfir til heila í dýratilraunum, auk þess sem dreifing innan heilans hefur verið könnuð. Engar tilraunir hafa farið fram á fólki. Dýratil- raunirnar hafa sýnt að frásogið er ekki háð neinum flutningsferlum en stjórnast þeim mun meira af stærð og eðlisefnafræðilegum eigin- leikum lyfjanna og aðgengi að lyktarþekjunni. Þegar til heila er komið, er mikill ntunur á dreifingu lyfs innan heilans, samanborið við dreifingu sama lyfs eftir stungulyfjagjöf. Tíu mínútum eftir díazepam lyfjagjöf (sami skammtur var notaður í báðum tilfellum) var heili nokkurra músa einangraður. Heilanum var skipt niður í þrjár jafnstórar sneiðar og hver þeirra mæld, fyrir utan Bulbus olfactorius, sem var tekinn sérstaklega og rnældur. Eftirfarandi styrkir fundust (ng/mg): Heilahluti Innspýting Úði á lyktarsvæði Bulbus olfactorius 484 926 Fremsti hluti heilans 648 1.106 Miðhluti heilans 498 1.431 Aftasti hluti heilans 740 2.282 Klínískt notagildi þessarar lyfjaleiðar er enn í rannsókn. Auk þess sem verið er að kanna hve hagkvæmt það sé að nýta hana til dæmis í með- ferð á krabbameini í heila. E-51. Ahrif nímesúlíðs og naproxen á CycloOXigenasa (COX) efnahvörf hjá mönnum Hallgrímur Guðjónsson", Bjarni Þjóðleifs- son", Einar Oddsson", D. Fitzgerald2', F. Mur- ray2), A. Shah2), Ingvar Bjarnason31 Frá "Landspítalanum, 2lBeumont Hospital Dublin, "King’s College Hospital London Inngangur: Tvö ísóform eru til af Cyclo OXigenasa COX, annars vegar COX 1 sem er í flestum vefjum líkamans og hins vegar COX 2 sem er fyrst og fremst í þeim frumum ónæmis- kerfisis sem framkalla bólgu. Lækningavirkni gigtarlyfja byggist á COX 2 blokkun en auka- verkanir stafa af COX 1 blokkun. Nímesúlíð er nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX 2 blokkun en flest gigtarlyf gömul og ný hafa blandaða COX 1/COX 2 verkun sem er skammtaháð. Mælingar á COX 1/COX 2 blokk- un gigtarlyfja hefur aðallega farið fram á vefja- gróðri eða hjá tilraunadýrum. Tilgangur rann- sóknarinnar var að bera saman áhrif nímesúlíðs og naproxen á COX efnahvörf hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með tvíblindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið 500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36 heilbrigðir einstaklingar, 23 íslendingar og 13 írar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65 ára. COX 1 hemlun var metin með mælingu á thromboxan B2 í sermi og COX 2 hemlun með mælingu á lipópólýsakkaríð örvaðri myndun á PGE2 í plasma á nteðferðardegi 3, 10 og 14 og degi 1-3 eftir meðferð. Magn PGE2 og 6-keto PGFj var inælt í magasýnum (hjá 13 írsku þátt- takendunum) á meðferðardegi 0 og 14 (COX 1 virkni). Prostanoid mæling var gerð með enz- yme immuno-assay (Assey Design, Ann Arb- our, MI). Niðurstöður: COX 1 blokkun: Thromboxan B2 var strax á þriðja degi lækkað um 98% í naproxenhópi en um 34% í nímesúlíðhópi og var þetta óbreytt á dögum 10 og 14. í magasýn- um lækkaði magn PGE2 um 75% hjá naproxen- hópi og 10% hjá nímesúlíðhópi og 6-keto PGFi lækkaði um 82% í naproxenhópi en um 15% í nímesúlíðhópi. COX 2 blokkun: Lípópólýsakkaríð örvuð myndun á PGE2 var minnkuð á þriðja degi um 74% hjá naproxenhópi en um 93% hjá nímesúl- íðhópi og hélst þetta óbreytt á dögum 10 og 14. Ályktanir: Dæmt eftir COX 1 blokkun ætti tíðni aukaverkana almennt af nímesúlíði að vera 0,35 miðað við naproxen. Ef litið er sérstaklega á PGE2 og 6-keto PGFi í maga- slímhúð þá ætti tíðni aukaverkana af níme- súlíði í maga að vera 0,15 miðað við naproxen. COX 2 blokkun bendir til að virkni nímesúl- íðs sé 1,25 miðað við naproxen.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.