Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
47
E-50. Lyfjagjöf til heila, framhjá blóð-
heila-þröskuldi
Sveinbjörn Gizurarson, Davíð R. Ólafsson
Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ
Inngangur: Lyktarþekja nefholsins er eini
staðurinn á yfirborði líkamans þar sem bein
tengsl eru að finna milli slímhimnu og mið-
taugakerfisins. En tilgangur svæðisins er að
flytja og greina upplýsingar úr umhverfi okkar
og koma þeim til heila. Lyktarþekjan er ekki
sérlega aðgengileg, en komist efni eða lyf á
hana, frásogast þau mjög hratt til heilans.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að sjái lyktarþræð-
irnir um frásogið, fer lyfið beint inn til heila-
vef, en ef frásogið er rnilli frumnanna flyst það
yfir í heila- og mænuvökva.
Niðurstöður: Búið að kanna frásog nokk-
urra lyfja yfir til heila í dýratilraunum, auk þess
sem dreifing innan heilans hefur verið könnuð.
Engar tilraunir hafa farið fram á fólki. Dýratil-
raunirnar hafa sýnt að frásogið er ekki háð
neinum flutningsferlum en stjórnast þeim mun
meira af stærð og eðlisefnafræðilegum eigin-
leikum lyfjanna og aðgengi að lyktarþekjunni.
Þegar til heila er komið, er mikill ntunur á
dreifingu lyfs innan heilans, samanborið við
dreifingu sama lyfs eftir stungulyfjagjöf.
Tíu mínútum eftir díazepam lyfjagjöf (sami
skammtur var notaður í báðum tilfellum) var
heili nokkurra músa einangraður. Heilanum var
skipt niður í þrjár jafnstórar sneiðar og hver
þeirra mæld, fyrir utan Bulbus olfactorius, sem
var tekinn sérstaklega og rnældur. Eftirfarandi
styrkir fundust (ng/mg):
Heilahluti Innspýting Úði á lyktarsvæði
Bulbus olfactorius 484 926
Fremsti hluti heilans 648 1.106
Miðhluti heilans 498 1.431
Aftasti hluti heilans 740 2.282
Klínískt notagildi þessarar lyfjaleiðar er enn
í rannsókn. Auk þess sem verið er að kanna hve
hagkvæmt það sé að nýta hana til dæmis í með-
ferð á krabbameini í heila.
E-51. Ahrif nímesúlíðs og naproxen á
CycloOXigenasa (COX) efnahvörf hjá
mönnum
Hallgrímur Guðjónsson", Bjarni Þjóðleifs-
son", Einar Oddsson", D. Fitzgerald2', F. Mur-
ray2), A. Shah2), Ingvar Bjarnason31
Frá "Landspítalanum, 2lBeumont Hospital
Dublin, "King’s College Hospital London
Inngangur: Tvö ísóform eru til af Cyclo
OXigenasa COX, annars vegar COX 1 sem er í
flestum vefjum líkamans og hins vegar COX 2
sem er fyrst og fremst í þeim frumum ónæmis-
kerfisis sem framkalla bólgu. Lækningavirkni
gigtarlyfja byggist á COX 2 blokkun en auka-
verkanir stafa af COX 1 blokkun. Nímesúlíð er
nýtt gigtarlyf sem talið er hafa ríkjandi COX 2
blokkun en flest gigtarlyf gömul og ný hafa
blandaða COX 1/COX 2 verkun sem er
skammtaháð. Mælingar á COX 1/COX 2 blokk-
un gigtarlyfja hefur aðallega farið fram á vefja-
gróðri eða hjá tilraunadýrum. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að bera saman áhrif nímesúlíðs
og naproxen á COX efnahvörf hjá mönnum.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með
tvíblindu krossuðu sniði. Naproxen var gefið
500 mg x 2 og nímesúlíð 100 mg x 2 í 14 daga
með 14 daga hléi á milli. Þátttakendur voru 36
heilbrigðir einstaklingar, 23 íslendingar og 13
írar, 24 karlar og 12 konur á aldrinum 45-65
ára. COX 1 hemlun var metin með mælingu á
thromboxan B2 í sermi og COX 2 hemlun með
mælingu á lipópólýsakkaríð örvaðri myndun á
PGE2 í plasma á nteðferðardegi 3, 10 og 14 og
degi 1-3 eftir meðferð. Magn PGE2 og 6-keto
PGFj var inælt í magasýnum (hjá 13 írsku þátt-
takendunum) á meðferðardegi 0 og 14 (COX 1
virkni). Prostanoid mæling var gerð með enz-
yme immuno-assay (Assey Design, Ann Arb-
our, MI).
Niðurstöður: COX 1 blokkun: Thromboxan
B2 var strax á þriðja degi lækkað um 98% í
naproxenhópi en um 34% í nímesúlíðhópi og
var þetta óbreytt á dögum 10 og 14. í magasýn-
um lækkaði magn PGE2 um 75% hjá naproxen-
hópi og 10% hjá nímesúlíðhópi og 6-keto PGFi
lækkaði um 82% í naproxenhópi en um 15% í
nímesúlíðhópi.
COX 2 blokkun: Lípópólýsakkaríð örvuð
myndun á PGE2 var minnkuð á þriðja degi um
74% hjá naproxenhópi en um 93% hjá nímesúl-
íðhópi og hélst þetta óbreytt á dögum 10 og 14.
Ályktanir: Dæmt eftir COX 1 blokkun ætti
tíðni aukaverkana almennt af nímesúlíði að
vera 0,35 miðað við naproxen. Ef litið er
sérstaklega á PGE2 og 6-keto PGFi í maga-
slímhúð þá ætti tíðni aukaverkana af níme-
súlíði í maga að vera 0,15 miðað við naproxen.
COX 2 blokkun bendir til að virkni nímesúl-
íðs sé 1,25 miðað við naproxen.