Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 49 mjög virk gegn þeim sýklum sem á að verjast og valda ekki ertingu í slímhimnu legganga. Aug- ljós kostur er sá að virka efnið er náttúrulegt fituefni sem er meðal annars til staðar í mjólk og því ólíklegt að það valdi líkamanum skaða. E-54. Frásog og aðgengi á 17-beta estrad- íóli gefíð undir tungu í sýklódextrín flækju Ragnheiður Arnadóttir", Jens A. Guðmunds- son2,i Þorsteinn Loftsson", Matthías Kjeld41 Frá "lœknadeild HI, 21kvennadeild Landspít- alans, "lyfjafrœði lyfsala HI, 41rannsóknastofu Landspítalans í blóðmeinafrceði Inngangur: Notkun estrógena um og eftir breytingaskeið kvenna hefur aukist stöðugt undanfarna tvo áratugi. Algengast hefur verið að gefa estrógen í töfluformi til frásogs um meltingarveg. Helst galli við þá íkomuleið er að mikið af hormóninu brotnar niður í þörmum og lifur í veikari form. Til að komast hjá fyrsta niðurbroti er hægt er að gefa estrógen í formi stungulyfs í vöðva eða sem hlaup og í plásturs- formi, með frásogi gegnum húð. Mismunandi aðferðir hafa kosti og galli og þörf er á að auka fjölbreytileika í íkomuleiðum hormónsins. Sýklódextrín sameindir eru hringlaga fjölsykr- ungar og með því að tengja þær við lyfjasam- eindir eykst leysanleiki lyfja og stöðugleiki. Tilgangur þessarar tilraunar var að kanna frásog og fráhvarf estradíóls (E2) og umbrot þess yfir í veikara formið estrón (El), þegar það er gefið undir tungu í sýklodextrín flækju. Einnig að athuga hvort lágir skammtar (50-100 pg) myndu nægja til að bæla seytrun á heila- dingulshormónunum follíkúlotrópíni (FSH) og lúteótrópíni (LH). Efniviður og aðferðir: Fimm konur, 50-67 ára, sem komnar voru meira en eitt ár framyfir tíðahvörf og voru ekki á hormónameðferð, tóku þátt í tilrauninni sem tók tvo daga. Fyrri daginn fengu konurnar tungurótartöflu með 50 pg af E2 í sýklódextrín komplex og síðari dag- inn voru gefin 100 pg af E2 á sama hátt. Blóð- sýni voru tekin fyrir töflugjöf og síðan eftir 15, 30, 45 og 60 mínútur og eftir eina og hálfa, tvær, fjórar, sex, átta og 12 klukkustundir til mælinga á El, E2, FSH og LH. Niðurstöður: Frásog og fráhvarf hormónsins var hratt eftir báða skammtana og hámarks- þéttni fékkst eftir um 30 mínútur. Meðal s-E2 var 434±71 pinól/1 (SEM) eftir 50pg og 1082+243 pmól/ eftir 100 pg. Eftir fjórar til sex klukkustundir var blóðþéttni E2 orðin sú sama og fyrir töflugjöf. Estrón hækkaði í samræmi við hækkun á E2, en fráhvarfsfasi þess var hægari. Marktæk lækkun varð á blóðþéttni FSH eftir stæm skammtinn af E2 og LH lækk- aði eftir báða skammtana. Umræða: Með því að tengja estradíól við sýklódextrín og gefa það í tungurótartöflum fæst hratt frásog á hormóninu. Þéttni estradíóls eftir 50 pg samsvarar blóðþéttni eins og hún mælist í fyrri hluta eðlilegs tíðahrings, en eftir 100 pg fást gildi sem samsvara háum gildum í miðjum tíðahring við egglos. Fráhvarf horm- ónsins var hratt. Alyktanir: Sú litla en marktæka bæling á FSH og LH sem sást gefur vísbendingu um að ná megi klínískum árangri í meðferð á estró- genskorti með þessum lágu hormónaskömmt- um í tungurótartöflum. E-55. D-vítamínhagur og árstíðabundnar sveiflur í ýmsum aldurshópum kvenna á Islandi Leifur Franzson'-21, Gunnar Sigurðsson'Jl, Hólmfríður Þorgeirsdóttir41, Laitfey Stein- grímsdóttir" Frá "rannsóknastofu Sjúkrahúss Reykjavíkur um beinbrot og beinþynningu,2)rannsóknadeild og "lyjlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 41Manneldisráði Islands Inngangur: D-vítamín er nauðsynlegt til að tryggja eðlilega þéttni kalks og fosfats í blóði og útfellingu þessara jóna í bein. D-vítamín myndast fyrir tilstuðlan sólarljóss í húð en fæst einnig úr fæðu. Þéttni 25-OH-vítamín-D (S-25- OH-D) í sermi er talin gefa bestar upplýsingar um D-vítamínbúskap einstaklingsins. Ætla má að breytilegur sólargangur á íslandi hafi veru- leg áhrif á þéttni S-25-OH-D. Tilgangur rann- sóknarinnar var að kanna magn og árstíðar- bundnar sveiflur í S-25-OH-D meðal kvenna á aldrinum 12-70 ára og bera saman við D-víta- mínneyslu. Efniviður og aðferðir: S-25-OH-D var mælt (RIA) í eftirfarandi aldurshópum kvenna: I. 12- 15 ára (n=315), II. 16, 18 og 20 ára (n=247), III. 25 ára (n=86), IV. 34-48 ára (n=107) og V. 70 ára (n=308). Sýnataka hópa I. og V. var á tímabilinu september-júní til að meta árstíðar- bundnar sveiflur. Neysla á D-vítamíni í fæðu var könnuð með stöðluðum spumingalista í öll- um hópum nema I. Kalkhormón (PTH) var mælt (IRMA) í hópi V.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.