Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 68
68 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIR1T 37 eigandi vísaraðir og A-ríkar raðir 3' við Alu vísi líkt og algengt er með Alu raðir. Til frekari staðfestingar var sýnt fram á með einvísis- mögnun og raðgreiningu á fjórum klónum að um Alu 3' hjáraðir var að ræða. Jafnframt kom í ljós með SSCP greiningu að ein af þessum fjórum hjáröðum var erfðabreytileg. Tilraunir og útreikningar benda til að um 105 mismunandi Alu 3' hjáraðir magnist upp með aðferðinni sem samsvarar um 1% erfðamengis. Slíkar samsvaranir hafa ýmsa hagstæða eigin- leika fyrir mispörunarskimun og frádráttar- blendingu. E-89. Smíði DNA sameinda með skil- greindum skemmdum og mispörunum Guðimindiir Heiðar Gunnarsson, Jón Jóhann- es Jónsson Frá lífefna- og sameindalíffrœðistofu H1 Mikilvægt er fyrir lífverur að halda stökk- breytingartíðni lágri. Lífverur hafa því þróað með sér fullkomin kerfi til eftirmyndunar og viðgerða á DNA. Frumur hafa prótín sem bind- ast á sértækan hátt við ntisparað eða skemmt DNA og ræsa viðgerðarferli. Slík prótín eru nemar sem örva svara (effectors) sem miðla boðum um viðbrögð frumunnar. Þekking á nemaprótínum og hvernig þeir greina skemmt DNA frá heilu er takmörkuð meðal annars vegna vöntunar á nógu skilvirkum kerfum til rannsókna á sértækri bindingu prótína við skemmt eða misparað DNA. Slík kerfi mætti einnig nota til að aðskilja misparað DNA frá réttpöruðu DNA sem er eitt af lykilskrefum við einangrun samupprunaraða úr erfðamengi. Við höfum þróað aðferð til að smíða langa DNA búta sem innihalda eina skilgreinda DNA skemmd í miðjum bútnum. Bútarnir eru um 300 bp langir en það er hentug lengd til ýmissa tilrauna meðal annars til að rannsaka sértækni prótínbindingar. Með aðferðinni má smíða tví- þátta DNA sameindir með margvíslegar mis- paranir og skemmdir í miklu magni sem hreint efni. Einnig höfum við útbúið styttri búta sem innihalda sömu misparanir eða skemmdir. Þannig hefur verið sett saman safn allra átta mögulegra misparana auk tvíþátta DNA sem innihalda cýtosín aukabasalykkjur allt frá 1 til 5 núkleótíðum að lengd. Einnig hafa verið smíðaðir DNA bútar sem innihalda eina pýrí- midín tvennd sem er algengasta DNA skemmd- in af völdum útfjólublárrar geislunar. Sýnt hefur verið fram á myndun misparana og skemmda í viðkomandi bútum með marg- víslegum aðferðum. Misparanir hafa verið greindar með óeðlilegum færanleika við raf- drátt og með sértækri bindingu við karboxýl- enda p53 sem tjáður var og einangraður með histaki í bakúlóveirukerfi. Sýnt var fram á DNA skemmdir af völdum útfjólublárrar geisl- unar með viðnámi þein'a gegn 3'exónúkleasa virkni T4 DNA pólýmerasa og skerðingu með Sspl. DNA bútasafnið má nota til að rannsaka bindingu prótína sem hugsanlega nema skemmdireða mispörun í DNA. E-90. Viðbrögð frumna við geislun og til- hneiging til brjóstakrabbameinsmynd- unar Helga M. Ogmundsdóttir", Hrafnhildur Ott- arsdóttir', Sigrún Kristjánsdóttir1, Margrét SteinarsdóttiF', Garðar Mýrdal4> Frá "Krabbameinsfélagi Islands, "Rannsókna- stofu HI í meinafræði,31litningarannsóknadeild og 41 geislaeðlisfræðideild Landspítalans Inngangur: Óstöðugleiki erfðaefnis er eitt megineinkenni illkynja æxlisvaxtar. Slíkur óstöð- ugleiki getur stafað af vanhæfni til að bregðast við genaskemmandi áreiti og kemur þetta fram sem aukið geislanæmi frumna. Brjóstakrabba- meinsgenin BRCAl og BRCA2 virðast gegna hlutverki við viðgerð á DNA eftir geislaskemmd. Markmið verkefnisins er að kanna hvort frumur úr fólki af ættum með aukna tilhneigingu til að fá brjóstakrabbamein sýna afbrigðilega svörun við geislun og aukna tilhneigingu til litninga- óstöðugleika í kjölfar slíks áreitis. Efniviður og aðferðir: Bandvefsfrumur úr fólki úr fjölskyldu þar sem BRCA2 stökkbreyt- ing kemur fyrir, bæði arfberum (n=5) og við- miðum sem ekki eru arfberar (n=4), úr ætt þar sem stökkbreytingin finnst ekki en hefur háa tíðni brjóstakrabbmeins (ekki-BRCA2 ætt, n=6) og viðmiðunarsýni úr ætt þar sem tíðni krabbameina er mjög lág (n=4). Eftir geislun með 2, 4 og 6 Gy var athuguð lifun með ljós- gleypni eftir MTS meðhöndlun, stýrður frumu- dauði (apoptosis) með TUNEL-litun, tjáning á p53 prótíni með mótefnalitun, staða í frumu- hring í frumuflæðisjá og kannaðar litninga- breytingar með Giemsa böndun. Niðurstöður: Frumur BRCA2 arfbera og fólks úr ekki-BRCA2 ættinni sýndu marktækt minni lifun eftir geislun en frumur óskyldra og skyldra viðmiða. Uppsöfnun geislaðra frumna á síðari eftirlitspunkti frumuhrings, G2/M, sást
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.