Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 82

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 82
82 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 betri fylgni milli opsónínvirkni og mótefna með háa sækni en lága. Niðurstöður sýndu að opsónínvirkni er aðal- lega háð magni mótefna og að sækni mótefna, sem myndast við bólusetningu ungbarna með prótíntengdum fjölsykrubóluefnum, er ekki takmarkandi fyrir virkni þeirra. Bólusetning með prótíntengdum fjölsykrubóluefnum er því líkleg til að vernda ungbörn gegn pneumó- kokkasýkingum. E-115. Bólfesta pneumókokka í nefkoki barna sem eru bólusett með PNC-D eða PNC-T er tengd lélegra IgG svari gegn sömu hjúpgerðum við endurbólusetningu Sigurveig Þ. Sigurðardóttir", Karl G. Kristins- son", Þórólfur Guðnason", Katrín Davíðsdótt- ir', Sveinn Kjartansson"2', Odile Leroy3>, Ingi- leif Jónsdóttir" Frá "Landspítalanum, 2' H eilsuve rndarstöð Reykjavíkur, 3>Pasteur Mérieux Connaught Frakklandi Tengsl sértækra mótefna og bólfestu pneumó- kokka í nefkoki bólusettra ungbarna voru at- huguð. Nefkoksræktun var gerð hjá 80 ung- börnum, bólusettum með fjölsykrum pneumó- kokka af hjúpgerð 3, 4, 6B, 9V, 14, 18C, 19F og 23F sem voru tengdar við diphtheria toxóíð (PNC-D) eða tetanus toxóíð (PND-T). Bólusett var við þriggja, fjögurra, sex og 13 mánaða ald- ur. Nefkoksræktun var gerð átta sinnum til 30 mánaða aldurs og IgG mótefnasvar gegn 6B, 19F, 23F og 6A var metið eftir frum- og endur- bólusetningu við sjö og 14 mánaða aldur. Börn sem ræktuðust með pneumókokka 6B, 19F eða 23F eftir frumbólusetningar sýndu minna IgG svar gegn sömu hjúpgerð við endur- bólusetningu borið saman við börn með nei- kvæða ræktun. Vegið meðaltal fyrir sértækt IgG mældist 1,54 vs. 3,48 pg/mL (p=0,006) fyrir 6B; 4,77 vs. 10,82 pg/mL (p=0,026) fyrir 19F og 0,95 vs. 2,23 pg/mL (p=0,006) fyrir 23F. Hins vegar var ekki munur á 6A-IgG milli barna sem ræktuðust eða ræktuðust ekki nteð hjúpgerð 6A (p=0,9) sem er talin krossvirk við hjúpgerð 6B. Ekki voru tengsl milli 6B-IgG svars og bólfestu með hjúpgerð 6A (p=0,2). IgG gegn 6B, 19F og 23F eftir frumbólusetn- ingar var lægra í þeim sem síðar báru þessar hjúpgerðir í nefkoki en náði ekki marktækni. Enginn munur var á bólfestu milli þeirra sem fen^u PNC-D eða PNC-T. Alyktanir: í samanburði við ungbörn sem sýna gott svar við endurbólusetningu með PNCTD og PNC-T sem er vísbending um virkt frumsvar, eru börn sem svara illa endurbólu- setningu næmari fyrir bólfestu pneumókokka í nefkoki. Lækkun á beratíðni illvígra eða sýklalyfja- ónæmra pneumókokka í nefkoki er líkleg til að minnka sjúkdóma af völdum pneumókokka. E-116. Bólusetning verndar kindur gegn hæggengu sýkingunni visnu-mæði Margrét Guðnadóttir Frá Veirufrœðistofnun lœknadeildar Inngangur: Bólusetning gegn bráðum veiru- sýkingum er besta vopnið gegn þeim. Spurn- ingin er hvort hægt er einnig að verjast hæg- gengum veirusýkingum með hefðbundnum bólusetningum. Árið 1991 tókst að gera hér á rannsóknastofunni dautt bóluefni sem kom af stað mótefnamyndun gegn helstu mótefnavök- um visnu-mæðiveirunnar. Fram komu meðal annars sýkingarhindrandi (neutralizing) mót- efni í blóði bólusettra kinda. Ekki hafði áður tekist að búa til bóluefni sem kom sýkingar- hindrandi mótefnamyndun í gang. Vorið 1992 hófst tilraun til að kanna nota- gildi þessa bóluefnis í návígi við eðlilega sýk- ingu. Meðan visna og mæði voru hér landlægar barst sýking í heilbrigða hjörð, ef sýkt kind var hýst með henni, jafnvel í skamman tíma. Lang- varandi sambýli við sýkt fé var því notað til að meta áhrif bólusetningarinnar. Efniviður og aðferðir: Tilraunadýrin voru átta tvílembingapör, hálfs mánaðar gömul þeg- ar tilraunin hófst. Annar tvílembingurinn fékk 1 ml af bóluefni í vöðva sex sinnum með hálfs mánaðar millibili. Hinn var til samanburðar óbólusettur. Sjö og hálfum mánuði eftir sjöttu sprautuna fengu allir bólusettu tvílembingarnir þrjár viðbótarsprautur (boosters) með hálfs mánaðar millibili. Þar lauk bólusetningunni. Hálfum mánuði síðar voru allir 16 tvílembing- arnir fluttir í sambýli með fimm kindum sýkt- um í lungu með miklu magni af sama veiru- stofni og notaður var í bóluefnið (K796). Áætl- að var að slátra kindunum og rækta veirur úr lungum, eitlum, milta og plexus chorioideus frá þeim, þegar allir óbólusettu tvflembingarnir væru sannanlega sýktir og hefðu myndað mót- efni gegn veirunni. Niðurstöður: Fyrstu tvö árin dóu tveir bólu- settir tvílembingar af slysum, annar eftir 16, hinn eftir 22 mánuði í sambýlinu. Veirur rækt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.