Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
85
bpr vel í þessum frumum og sýndi svipaðan
vöxt og visnuveirustofninn.
Alyktanir: Niðurstöður okkar sýna að stjórn-
unarþáttur á svæði áðurnefndra bpr í U3 í LTR
stjórnsvæði veirunnar hefur áhrif á getu MVV
til að vaxa í æðaflækju-, liðþels- og bandvefs-
frumum kinda.
E-121. Smíði á genaferjum byggðum á
visnuveiru
Helga Bjarnadóttir", Hildur Helgadóttir", Val-
gerður Andrésdóttir1, Olafur S. Andrésson21, Jón
Jóhannes Jónsson"
Frá "lífefna- og sameindalíffrœðistofu lcekna-
deilar HI og meinefnafrœðideild Landspítal-
ans, 2)Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum
Þróun ferja sem geta flutt gen á skilvirkan
hátt inn í frumur í hvíldarfasa væri mjög mik-
ilsverð framför í líffræði og genalækningum.
Markmið þessa verkefnis er smíði á slíkum
genaferjunt byggðum á visnuveiru. Visnuveira,
sem og aðrar lentiveirur, geta sýkt og innlimað
erfðaefni sitt í frumur sem ekki eru í skiptingu.
Nokkur árangur hefur náðst með genaferjum
byggðum á HIV en visnuveiran hefur ýmsa
kosti fram yfir HIV sem genaferja. Erfðamengi
hennar er einfaldara og minni hætta fylgir
vinnu með visnu heldur en HIV. Með henni
væri einnig hægt að búa til heilsteypt tilrauna-
kerfi til genaflutninga þar sem allir hlutar kerf-
isins kæmu frá sömu tegund. Genaflutnings-
kerfi sem þróað væri í sauðfé mætti síðan laga
að mannafruinum.
Við höfum búið til genaferjukerfi úr erfða-
efni frá tímgunarhæfum visnuklónum (kvl772
og pKS2). Kerfið samstendur af tveimur pökk-
unarplasmíðum og einu ferjuplasmíði. Smíði
kerfisins var flókið ferli með um 30 millistig-
um. Beitt var ýmiss konar erfðatækni þar sem
plasmíðin voru sett saman á margvíslegan hátt.
I pökkunarplasmíðunum var stýriröðum visn-
unnar skipt út fyrir CMV stýrilinn og SV40
large T polyA sem tjá trans gen veirunnar til
pökkunar. Ferjuplasmíðið innheldur cis gen
visnunnar, þar með talið LTR (long terminal
repeats), röð sem nær 600 bp inn í gag þar sem
talið er að pökkunarvirknin liggi og RRE röð
sem stuðlar að flutningi á ósplæstu RNA í um-
frymi. Beitt var staðstýrðri stökkbreytitækni til
að breyta upphafstákna gag gensins til að koma
í veg fyrir tjáningu þess. Ferjuplasmíöið inni-
heldur einnig merkigenið lacZ undir stjórn CMV
stýrilsins. Smíði plasmíða var staðfest með
skerðikortlagningu og raðgreiningu. Ferju-
plasmíðið var innleitt í lambafóstursfrumur og
tjáning lacZ staðfest með histókemískum að-
ferðum.
Næsta skref er að innleiða plasmíðin þrjú
samtímis í frumur og athuga myndun veiru-
agna í floti. Jafnframt verður gengið úr skugga
um að ferjukerfið sé öruggt og að myndun
tímgunarhæfra veira eigi sér ekki stað.