Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 89

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 89
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 89 hafa verið í meðferð á göngudeild Landspítal- ans fyrir háa blóðfitu eða tekið þátt í afkom- endarannsókn Hjartaverndar. í upphafi eru að- eins einstaklingar með mikla hækkun á bæði kólesteróli og þríglýseríðum athugaðir til að tryggja rétta sjúkdómsgreiningu og afmarka upphafshóp rannsóknarinnar (>90 percentíl í TC og TG). Ættingjum þessara einstaklinga verður boðin þátttaka í rannsókninni og verður í fyrstu leitað til ættingja af 1.-3. gráðu (3. gráða er systkinabörn). Gerðar eru mælingar á blóðfitu og öðrum þekktum áhættuþáttum krans- æðasjúkdóma. Rannsóknin er á byrjunarstigi. Þegar hafa verið fundnir 26 óskyldir einstaklingar (pro- bands) sem uppfylla sett skilyrði fyrir sjúk- dómsgreiningunni. Miðað við reynslu af leit að skyldum sjúkdómi, arfbundinni kólesteról- hækkun, má reikna með að prófa þurfi um 800 manns til að finna alla með FCH í ættum þeirra einstaklinga sem þegar hafa verið skilgreindar. Ef meingen finnst verður DNA prófum beitt við að finna flesta af þeim 8000 einstaklingum sem talið er að hafi FCH á íslandi. Fyrri reynsla bendir til að leit að FCH með því að beita ættrakningu og blóðfitumælingum geti orðið árangursrík. Líklegt er að finna megi flesta einstaklinga með FCH á íslandi og bjóða þeim blóðfitulækkandi meðferð. V-8. Könnun á heilsu, þreki og hreyfíngu Svaitdís Sigurðardóttir, Jóhannes Helgason, Þórarinn Sveinsson Frá námshraut í sjúkraþjálfun HI, Lífeðlis- frœðistofnun HI Inngangur: Reglubundin hreyfing telst nú einn mikilvægasti liðurinn í hollum lífsháttum. Kannanir á öðrum vestrænum þjóðfélögum sýna þó að enn eru margir sem hreyfa sig lítið sem ekkert þrátt fyrir upplýsingastreymið um heilsueflinguna undanfarna áratugi. Tilgangur þessarar könnunar er að afla upplýsinga um stöðu mála hér á landi, því niðurstöður erlendra rannsókna sýna meðal annars að fjölmargir þættir ráða því hvort fólk hreyfir sig reglulega eða ekki. Með upplýsingum um reglubundna hreyfingu hjá íslendingum og viðhorf þeirra til heilsuræktar ætti að vera hægt að veita almenn- ingi markvissari fræðslu í þessum efnum. Könnunin er gerð að fyrirmynd finnskrar rann- sóknar og í náinni samvinnu við UKK-stofn- unina í Tampere í Finnlandi. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 645 íslendinga í apríl 1997. Úrtakið var slembiúrtak úr þjóðskrá úr þremur aldurs- hópum, 26-28 ára, 41-43 ára og 55-57 ára. Á listanum eru 49 ítarlegar spurningar um lífs- hætti, heilsufar og afþreyingu með sérstakri áherslu á viðhorf til heilsuræktar og eigin hreyfingar. Itrekunarbréf voru send út þrisvar á næstu vikum þar á eftir. Niðurstöður: Heildarsvörunin í aldurshóp- unum þremur var 49%. Af þeim sem svöruðu í 26-28 ára aldurshópnum stunduðu 39,5% hraða og líflega hreyfingu að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku, og 33,0% í 41-43 ára aldurs- hópnum en aðeins 19,1% í 55-57 ára aldurs- hópnum. Hins vegar stunduðu 40,9% í elsta aldurshópnum einungis hæga og rólega hreyf- ingu, 31,9% í miðhópnum, og 22,8% í yngsta aldurshópnum. I öllum aldurshópunum voru 6- 7% sem töldu sig ekki stunda neina reglu- bundna hreyfingu. Ályktanir: Af þessu má draga þá ályktun að meginþorri Islendinga hreyfi sig reglulega en lífleg og hröð hreyfing er algengari eftir því sem fólk er yngra. V-9. Tannlæknafælni á íslandi. Faralds- fræðileg könnun Eiríkur Örn Arnarson'2', Björn Ragnarsson3>, Sigurjón Arnlaugsson31, Karl Örn Karlsson31, Þórður E. Magnússon31 Frá "lœknadeild HÍ, 21geðdeild Landspítalans, 3>tannlœknadeild HI Inngangur: Faraldsfræðileg könnun á tíðni afmarkaðrar (tannlækna-) fælni var gerð á lag- skiptu úrtaki íslendinga. Auk tannlæknafælni fjallaði könnunin um þætti sem kunna að tengj- ast tannlæknafælni. Á árunum 1972-1973 var lagskipt úrtak 1641 skólabarns valið til skoð- unar á bitskekkju auk tann-, bein- og kyn- þroska. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur 22 árum seinna (1995) til fyrrgreindra einstaklinga og spurt um ýmsar breytur sem tengjast munnheilsu svo sem munn- og kjálka- verki, álagstengd mein í kjálkum, sjálfsmat á útliti almennt svo og tanna og einnig áætlaða þörf á tannréttingameðferð. Spurningar grund- aðar á skilmerkjum bandaríska geðlæknafé- lagsins (DSM-IV) fyrir afmarkaða fælni voru notaðar í könnuninni. Af 1529 einstaklingum, sem unnt reyndist að finna, svöruðu 1192 (svarhlutfall 78%). Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöðurnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.