Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 95

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Blaðsíða 95
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 95 lingum sem greindust 1981-1985. Litað var fyrir p2 míkróglóbúlín sameindinni (|}2m) sem er fastur fylgifiskur MHC-class I. Litunin var metin sem jákvæð (p2m +), blönduð (^2m ±) eða neikvæð (P2m -). Tengsl lifunar við tján- ingu vefjaflokka var metin tölfræðilega. Niðurstöður: Eitilfrumur höfðu oftar en ekki örvandi áhrif á vöxt brjóstakrabbameinsfrumna og var þessi örvun marktækt tengd því að æxl- isfrumurnar tjáðu MHC-class I. Athugun á hópnum með sjúklingana 48 sýndi að sjúkling- ar sem höfðu æxli með blandaða tjáningu höfðu marktækt oftar eitlameinvörp og sjúkdómur tók sig oftar upp aftur. í hópnum með sjúkling- ana 195 reyndust 15,4% æxlanna vera jákvæð, 36,4% sýndu blandaða tjáningu og 48,2% voru neikvæð. Lifun sýndi engin tengsl við vefja- flokkatjáningu fyrir hópinn í heild en meðal þeirra sjúklinga sem höfðu engin eitlameinvörp við greiningu (82 sjúklingar) var lifun mark- tækt verst (hlutfallsleg áhætta (RR) á dauða 3,42) hjá þeim sem höfðu p2m ± æxli. Alyktanir: Brjóstakrabbameinsæxli með blandaða tjáningu á vefjaflokkasameindum geta komist undan árásum bæði T-eitilfrumna og NK-frumna og jafnframt hugsanlega notið vaxtarörvandi áhrifa frá afurðum eitilfrumna. Þetta endurspeglast í verri horfum sjúklinga sem báru slík æxli og ekki höfðu eitlameinvörp við greiningu. V-20. Tap á arfblendni á litningi llq23.1 og tengsl við horfur sjúklinga Sigfríður Guðlaugsdóttir'1, Valgerður Sigurð- ardóttir1, Kirsten Laake31, Anne-Lise Borresen- Dale3', Jórunn Erla Eyfjörð" Frá "rannsóknastofu í sameinda- og frumu- líjfrœði og "Leitarstöð Krabbameinsfélags Is- lands, 3lDept of Genetics, Institute for Cancer Research, The Norwegian Radium Hospital, Osló Urfellingar á litningssvæði 11 q23.1 finnast oft í brjóstakrabbameinsæxlum sem bendir til tilvistar æxlisbæligens. Á þessu svæði er ATM (AT mutated) genið en stökkbreyting í því á sök á mjög sjaldgæfum, arfgengum sjúkdómi sem nefnist Ataxia telangiectasia (AT). Þeir sem eru arfblendnir um ATM eru taldir í auk- inni áhættu á að fá brjóstakrabbamein. Niður- stöður rannsókna á því hafa þó ekki verið sam- hljóma, athuganir á ættingjum AT sjúklinga benda til tengsla milli ATM og brjóstakrabba- meins en ekki athuganir á brjóstakrabbameins- sjúklingum almennt. Því hefur athyglin einnig beinst að svæðum nálægt ATM geninu, hvort þar séu gen sem gætu skipt máli fyrir krabba- meinsþróunina. í samvinnuverkefni 17 evrópskra hópa var tíðni taps á arfblendni á sjö svæðum á 1 lq23.1 borin saman við sjúkdómsupplýsingar til að reyna að staðsetja gen sem skipti máli fyrir krabbameinsþróunina. Skoðuð voru æxlissýni og blóðsýni úr 918 sjúklingum með brjóstakrabbamein, þar af voru 83 íslensk. Fimm svæði á llq23.1 voru skoðuð í öllum sýnunum, D11S1819, D11S2179, D11S1778, D11S1294 og D11S1818 og helm- ingur heildarhópsins skoðaði tvö svæði til við- bótar, D11S1816 og D11S927. Þessi svæði voru fjölfölduð með PCR aðferð og merkt með geislavirku fosfati. Geislavirku afurðirnar voru rafdregnar á akrýlamíð hlaupi, filma lögð yfir og framkallað. Metið var sjón- rænt hvort svæði hafi tapast í æxlissýni eða ekki. Helstu niðurstöður fyrir heildarhópinn voru þær að tap á svæðum D11S2179, D11S1778, D11S1294 og D11S1818 tengdist marktækt verri lífslíkum sjúklinga. Tap á svæði D11S1818 tengdist sterkast verri lífslíkum og tap á D11S2179, sem liggur inni í ATM geninu, næststerkast. Niðurstöður fyrir íslenska hópinn voru í samræmi við niðurstöður heildarhópsins en aðeins náðist marktækni við tap á D11S1818 þó sterk fylgni kæmi einnig fram við tapi á D11S2179. Á þessu svæði eru þvf mjög líklega eitt eða fleiri gen sem skipta máli fyrir fram- vindu brjóstakrabbameins og lífslíkur sjúk- linga. V-21. GST fjölbreytni í sýnum frá brjóstakrabbameinssjúklingum Katrín Guðmundsdóttir, Steinunn Thorlacius, Jórunn Erla Eyfjörð Frá rannsóknastofu í sameinda- og frumulíf- frœði Krabbameinsfélagi Islands Glutathione-S-transferasar (GST) hvata tengingu glutathiones við hvarfgjarnar sam- eindir og gera þær þannig í flestum tilfellum skaðlausar. Með þessum hætti vernda þau frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum ým- issa efna, sem annars gætu valdið stökkbreyt- ingum í erfðaefninu. Þekktir eru fjórir hópar GST ísóensíma í mönnum, (aGSTÁ), (pGSTM), (nGSTP) og (iþGSTT). Fundist hef- ur fjölbreytni í þessum ensímum, sem gæti haft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.