Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 101

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 101
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 101 lega, og sé of miklu sýklódextríni bætt í lyfja- formin getur það dregið úr aðgengi lyfjanna. Hér er lýst hvernig jónun lyfs, fjölliður og líf- rænir leysar hafa áhrif á fléttumyndandi eigin- leika sýklódextrína, það er hvernig hægt er að ná sama eða betri árangri með minni skömmt- um af sýklódextríni. Efniviður og aðferðir: Yfirmagni lyfs var bætt út í lausnir sem innihéldu sýklódextrín (og fléttuaukandi þætti). Lausnirnar voru hitaðar í gufusæfi við 120-140°C í 20-40 mínútur og síðan látnar standa við stofuhita í fjóra til sjö daga. Lausnirnar voru því næst síaðar gegnum 0,45 |jm himnufiltra og magn lyfs ákvarðað með HPLC. Stöðugleikastuðlar (Kl:l) fyrir fléttu lyfs og sýklódextríns voru ákvarðaðir út frá leysniferlum lyfjanna (samkvæmt aðferð T. Higuchi og K. A. Connors). Niðurstöður og ályktanir: Mögulegt er að auka fléttun jónanlegra lyfja með stýringu sýru- stigs. A þann hátt má auka grunnleysni (S0), og þrátt fyrir lækkun stöðugleikastuðuls fléttunnar (Kc) næst oft aukin fléttumyndun. Fléttun bas- ískra lyfja má auka með því að bæta sýrum af litlum sameindaþunga (svo sem ediksýru eða hýdroxýsýrum) út í lausnirnar. Sýrurnar virðast bæði auka S0 og Kc. Með því að bæta litlu magni af vatnsleysanlegum fjölliðum út í lausnina og hita við 120-140°C í um það bil 20- 40 mínútur má auka fléttun fyrir tilstilli stækk- aðs Kc. Notkun vatnsleysanlegra fjölliða getur ekki aðeins leitt til aukinnar fléttumyndunar, heldur má einnig auka leysni sýklódextrínsins sjálfs og fléttu sýklódextríns og lyfs. A þennan hátt má til dæmis auka vatnsleysni pCD úr 1,85% (w/v) í allt að 5-6% í lyfjaformum með lyfi og fjölliðum. V-33. Aðgengi lyfja á lyktarsvæði Davíð R. Olafsson, Sveinbjörn Gizurarson Frá lyfjafrœði lyfsala HÍ Inngangur: Blóð-heila þröskuldurinn hefur lengi verið hindrun margra lyfja í að komast inn í miðtaugakerfið. Mörgum lyfjum er hrein- lega ómögulegt að komast í gegnum þennan þröskuld og vegur stærð efnanna mjög þungt í því sambandi. Á síðustu árum hafa sífellt fleiri niðurstöður birst sem gefa tilefni til að ætla að mögulegt sé að sniðganga þennan þröskuld með því að koma lyfjum, jafnvel mjög stórum lyfja- mólikúlum, til heila beint frá lyktarþekjunni í nefholinu. Ástæða þess er að lyktarþekjan er eina svæði líkamans þar sem bein tengsl eru við miðtaugakerfið. Til þess að hægt sé að nýta sér þetta, verður aðgengi lyfja að lyktarsvæð- inu að vera tiltölulega gott. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna hvort ekki væri mögulegt að koma lyfjum á úðaformi á lyktar- svæði manna. Efniviður og aðferðir: Notast var við síli- konlíkan, nákvæma eftirmynd af nefholi manns og unit dose closed system nefúðatæki frá Pfeiffer Inc. Athugaðir voru ýmsir tæknilegir þættir sem tengjast nefúðatækjum og áhrif þeirra á dreifingu nefúða í nefholinu könnuð. Athugað var á hvaða þætti mögulegt er að hafa áhrif í þeim tilgangi að auka aðgengi úðans að lyktarsvæðinu. Notast var við lausnir með mis- munandi seigjustig og yfirborðsspennu, og þær litaðar með Brilliant Blue FCF. Sá hluti úðans sem náði upp á lyktarsvæðið var magngreindur með ljósmælingu. Niðurstöður og ályktanir: Með því að stýra seigjustigi og yfirborðsspennu lausnanna, reynd- ist unnt að koma umtalsverðu magni úðans á lyktarsvæðið (>30%) og allt að 20% úðans náði upp á síuþynnuna sjálfa. Niðurstöður rannsókn- arinnar gefa tilefni til að ætla að vel sé mögu- legt að koma nefúða á lyktarsvæðið á þann hátt að stór hluti dreifingar hans sé bundinn við það svæði. V-34. Psilocybin og psilocin í íslenskum trjónupeðlum Jakob Kristinsson'1, Ingibjörg Halla Snorra- dóttir", Jóhanna Þyri Sveinsdóttir", Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir2' Frá "Lyfjafrœðistofnun/rannsóknastofu í lyfja- frœði HÍ, 21Náttúrufrœðistofnun íslands, Akur- eyrarsetri Inngangur: Á undanförnum árum hefur borið á því að ungt fólk komi á bráðamóttökur sjúkrahúsa hér á landi með eitranir af völdum sveppa. Einkenni hafa aðallega verið frá melt- ingarvegi, en stundum einnig frá miðtaugakerfi og þá einkum skynbrenglanir. Eitranir þessar virðast hvorki hafa verið rannsakaðar nánar né sveppirnir greindir til tegunda. Vitað er að sveppurinn trjónupeðla (Psilocybe semilan- ceata) vex hér á landi, en erlendis er hann þekktur að því að valda eitrunum af þessu tagi. Skynbrenglanirnar má rekja til þess að hann inniheldur indólalkalóíðana psilocybin og psilocin. Fram að þessu hefur ekkert verið vit- að um magn þessara efna í íslenskum trjónu- peðlum. Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.