Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 104

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 104
104 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLG1RIT 37 tveimur sýklódextrínsameindum. Leysanleiki lyfsins vex þá í öðru veldi með sýklódextrín- styrknum. Þegar slíkar 1:2 fléttur myndast er ekki einungis um að ræða víxlverkun milli lyfs og sýklódextrína, heldur einnig víxlverkun milli sýklódextrínsameindanna og það getur haft áhrif á fléttumyndunina. Markmið: Víxlverkandi áhrif sýklódextrína í 1:2 sýklódextrínfléttum voru rannsökuð með því að nota jónuð og ójónuð sýklódextrín. Einn- ig voru rannsökuð áhrif jónstyrks og vatnsleys- anlegra fjölliða á fléttumyndunina. Aðferð: í rannsókninni voru notuð tvenns konar ójónuð sýklódextrín (HPþCD og RMþCD), tvenns konar jónísk neikvætt hlaðin sýklódextrín (SBpCD og CMþCD) og eitt jón- ískt jákvætt hlaðið sýklódextrín (TAþCD). Áhrif mismunandi styrks þessara sýklódextrína á leysni kólesteróls, kólíkalsíferóls og sinnar- asíns voru rannsökuð. Einnig voru rannsökuð áhrif blöndu neikvætt og jákvætt hlaðinna sýklódextrína. Niðurstöður: Öll efnin gátu myndað 1:2 fléttur við sýklódextrín. í RMpCD lausn fékkst 50.000-föld aukning í leysni kólesteróls. Jón- ísk sýklódextrín mynduðu 1:2 fléttur tregar en óhlaðin sýklódextrín vegna neikvæðrar víxl- verkunar. Þegar neikvætt og jákvætt jónuðum sýklódextrínum var blandað saman fékkst allt að 220% aukning í leysni miðað við hrein jón- uð sýklódextrín. Ályktanir: Greinileg víxlverkun var milli sýklódextrína í 1:2 fléttum. Ef mögulegt væri að auka víxlverkunaráhrifin fimm- til tífalt gæti það haft hagnýta þýðingu við hönnun lyfjaforma. V-39. Samtenging sýklódextrínglýseról- etera og rannsóknir á fléttumyndandi eiginleikum þeirra Már Másson", Þorsteinn Loftssonn, JosefPitha2> Frá "lyfjafrœði lyfsala HI,2> 417 Anglesea Street, Baltimore, MD 21224 USA Inngangur: Sýklódextrínafleiður sem eru notaðar í lyfjaiðnaði koma fyrir sem flókin blanda senr innheldur mismunandi ísómera sýklódextrínsameinda nreð mismunandi fjölda hliðarhópa. Hliðarhópur sem tengdur er inn á hýdroxýlhóp sýklódextríns getur haft tvenns- konar áhrif á holrúmið í miðju sýklódextríns- ins. í stöðu þar sem hópurinn er úti í lausninni sem umlykur sýklódextrínið, verkar hópurinn eins og framlenging á holrýmið, sem leiðir til sterkari fléttumyndunar við vatnsfælin lyf. í stöðu þar sem hópurinn gengur inn í holrýmið, minnkar holrýmið, og það leiðir til tregari fléttumyndunar við vatnsfælin lyf. Sýnt hefur verið fram á að hýdroxýprópýl-B-sýklódextrín (HP8CD) geta haft betri eða verri fléttumynd- andi eiginleika en hreint 6-sýklódextrín háð því hve hliðarhóparnir eru margir á hverri sameind. Markmið: Samtenging og prófun á fléttu- myndandi eiginleikum sýklódextrínglýseról- etera (GlycCD). I þessum afleiðum var hring- laga hliðarhópur læstur í stellingu sem leiddi til stækkunar á sýklódextrínholrýminu. Efniviður og aðferðir: Glýseróleterafleiður af B-sýklódextríni (GlycBCD) og y-sýklódextr- íni (GlycyCD) voru myndaðar með því að hvarfa sýklódextrín við epiklórhýdrín í mildum alkalínskum lausnum. Helmingur innfærðra hliðarhópa var hringtengdur. Fléttumyndandi eiginleikar þessara afleiða voru bornir saman við fléttumyndandi eignleika hýdroxýprópýl- sýklódextrína og náttúrulegra sýklódextrína með leysnitilraunum og niðurbrotstilraunum. Niðurstöður: Leysnitilraunir sýndu að hýdrókortisón og asetasólamíð mynduðu stöð- ugri fléttur við GlycCD en við önnur sýkló- dextrín. Niðurbrotstilraunir nreð indómetasíni og klórambúsíli sýndu að GlycBCD myndaði stöðugri fléttu við indómetasín en önnur 6- sýklódextrín. GlycCD sameindirnar vernduðu lyfin jafnvel fyrir niðurbroti og önnur sýkló- dextrín. Ályktanir: GlycCD sameindirnar nrynduðu stöðugar fléttur við lyfjasameindir sem höfðu stóra vatnsfælna kjarna, sem sýndi að miðju- holrýmið var að meðaltali stærra en í HPCD og náttúrulegum sýklódextrínum. V-40. Þróun og prófanir á lyfjaformum sem innihalda veirudrepandi fítuefni Þórdís Kristmundsdóttir", Sigrún Edwald", Halldór Þonnar' Frá "Lyfjafrœðistofiiun HÍ, 21Líffrœðistofnun HÍ Rannsóknir hafa sýnt að fitusýrur af ýmsu tagi og 1 -mónóglýseríð af þeim eru rnjög virk gegn hjúpuðum veirum svo sem vesicular stomatitis veiru (VSV), herpes simplex veiru (HSV), cýtómegalóveiru, respiratory syncytial veiru, visnuveiru og alnæmisveirunni HIV í frumuræktaræti í tilraunaglösum. Meðallangar fitusýrur (6-12 kolefnisatóm) og langar ómett- aðar fitusýrur eru mjög virkar en virkust eru 1- mónóglýseríð af meðallöngum fitusýrum, eða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.