Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 105

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Side 105
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 105 allt að tífalt virkari en tilsvarandi fitusýrur. Langtímamarkmið þessarar rannsóknar er að þróa sýkladrepandi lyfjaform sem innihalda fitusýrur, mónóglýseríð og afleiður af þeim sem virk efni. Slík lyfjaform má nota sem for- vörn gegn smiti af völdum HIV og annarra veira og baktería sem smita um slímhimnur, einnig til meðferðar á bakteríu-, veiru- og sveppasýkingum í slímhimnum og húð. Mikil- vægt er að slík veirueyðandi efni hafi breiða virkni þannig að þau drepi aðrar veirur og bakt- eríur sem sýkja slímhimnur kynfæra og valda kynsjúkdómum. Astæðan er meðal annars sú að sýkingar í slímhimnum auðvelda innrás HIV veirunnar og þar með alnæmissmit. Miðað var við að lyfjaformin ynnu á miklum fjölda veira eða baktería á stuttum tíma, helst þannig að það næðist tíu þúsundföld lækkun í veiru/bakteríutíter á einni til fimm mínútum. Prófuð var virkni ýmissa fitusýra og mónóglýs- eríð þeirra gegn HSV-1 í eina mínútu við her- bergishita. Fram kom að mónókaprín, mónó- glýseríð af kaprínsýru hafði mest virkni. Þróuð voru hlaup (hydrogel) sem innihéldu mónó- kaprín í 20 mM styrkleika. Við samsetningu hlaupanna voru notaðir ýmsir flokkar hjálpar- efna til að ná mónóglýseríðinu í lausn, meðal annars yfirborðsvirk efni, komplexmyndandi efni svo og blöndur leysiefna. Virkni mismun- andi samsettra hlaupa var prófuð gegn HSV-1 og sýndu niðurstöður að einungis þau hlaup þar sem mónókaprín var leyst upp í glýkófúróli voru nægilega virk. V-41. Kítósan forðatöflur. Áhrif fram- Ieiðsluaðstæðna á leysnihraða lyfs Þórdís Kristmundsdóttir, Rannveig Guðleifs- dóttir Frá Lyfjafrœðistofnun HI Forðalyfjaform er þannig gert að lyfið losnar hægt úr því og þess vegna er hægt að viðhalda blóðþéttni lyfsins í lengri tíma en þegar um venjulegt lyfjaform er að ræða. Með forðalyfja- formum er oft hægt að bæta lyfjagjöf og gera hana markvissari. Til þess að geta haldið blóð- þéttni lyfs stöðugri þarf að ná góðri stjórn á losunarhraða lyfs úr lyfjaformi. Forðalyfjaform geta verið samsett á marga vegu, meðal annars sem töflur, hylki eða stungulyf, eftir því hvern- ig á að nota þau og hversu langri verkun lyfsins verið er að sækjast eftir. Matrixtöflur er ein ein- faldasta leiðin til framleiðslu forðalyfjaforms til inntöku. Matrixtöflur eru þannig gerðar að lyfinu er dreift um burðarefni, en hvernig lyfið losnar eftir inntöku töflunnar fer eftir eiginleikum matrixburðarefnisins. Lyfið getur losnað með flæði um matrixinn og svo við það að matrixinn leysist upp eða eyðist. Tilgangur verkefnisins var að kanna áhrif ýmissa þátta á losun lyfja úr kítósan matrixtöfl- um, en margt bendir til þess að kítósan henti vel sem hjálparefni í lyfjaform. Kítósan er fjöl- sykra sem er til í miklu magni í náttúrunni og er samrýmanleg líkamanum, það er ertir ekki vefi og brotnar niður fyrir áhrif ensíma. Hversu leysanlegt kítósan er í vatni fer eftir því hversu mikið það er afasetýlerað. Tvær leiðir voru farnar við framleiðslu tafln- anna, annars vegar bein slátta og hins vegar kyrning duftblöndunnar. Tvö lyf voru notuð, diltíazem klóríð og natríum salicýlat, sem bæði eru auðleysanleg í vatni en hafa gagnstæða hleðslu. Mismunandi gerðir af kítósani voru notaðar til að fá fram hver áhrif mólþunga og afasetýleringar burðarefnisins væru. Niðurstöður benda eindregið til þess að kít- ósan hafi ýmsa kosti fram yfir hydroxýprópýl- metýlsellulósu (HPMC) sem hefur verið mest rannsakaða fjölliðan í matrixtöflur fram til þessa. Kítósan gefur jafnari losun lyfjanna en HPMC og virðist þar að auki henta betur sem burðarefni fyrir sum lyf, til dæmis natríum sal- icýlat. Það virðist þó geta verið gagnlegt að blanda saman fjölliðum með mismunandi eig- inleika til að fá fram betri stjórnun á losuninni eins og til dæmis kítósani og HPMC. V-42. Hönnun og prófanir á kítósanlyfja- hlaupum Þórdís Kristmundsdóttir, Sonja Guðfinnsdóttir Frá Lyfjafræðistofnun HI Kítósan er fjölsykra sem er framleidd með N-afasetýleringu á kítíni en kítíni er unnið úr skel krabbadýra svo sem rækju-, humar- og krabbaskel. Kítín er torleysanlegt í vatni en leysni kítósans í vatni fer eftir því hversu mikið það er afasetýlerað. Kítín og kítósan eru sam- rýmanleg líkamanum, það er erta ekki vefi og brotna niður fyrir áhrif ensíma. Bæði kítín og kítósan hafa fram til þessa verið notuð í ýmsum tilgangi en notkun í lyfjaiðnaði hefur verið lítil þó margt bendi til að þessi efni geti hentað vel sem hjálparefni við lyfjaframleiðslu. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að kítósan loðir mjög vel við líffræðilegar himnur (bioadhesive), í raun betur en þau hjálparefni sem hafa verið notuð í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.